Kreppa, kreppa, hvað er kreppa???????

Maður opnar ekki svo dagblað, að ekki sé verið að fjalla um "kreppu" í efnahagslífinu og svo koma umfjallanir í sjónvarpinu á öllum stöðvum og eitthvað minnist ég þess að hafa heyrt talað um "kreppu" í útvarpinu, á flestum stöðvum.  Allt þetta "krepputal" hefur mér fundist reist á fákunnáttu og jafnvel "móðursýki".  Vissulega er það rétt að gjaldmiðillinn okkar hefur fallið í verði en það kemur útflutningsatvinnuvegunum okkar til góða, vöruskiptajöfnuðurinn er á "réttri" leið, lánsfé liggur ekki á lausu og vextir eru óheyrilega háir og koma illa niður á atvinnuvegum og einstaklingum.  Við megum ekki gleyma því að efnahagsveiflurnar eru fjórar: Fyrst kemur UPPSVEIFLA (ÞENSLA), á eftir uppsveiflunni kemur GÓÐÆRI, það hefur nú staðið yfir í nokkuð mörg ár og nú er komið að NIÐURSVEIFLU, sem eins og áður segir erum stödd nú um stundir, á eftir niðursveiflunni kemur svo KREPPA, niður á það stig er ég nokkuð klár á að við erum ekki komin enn en ég tel að það ráðist af viðbrögðum stjórnvalda hversu hörð kreppan verður.  Ef við tölum um "kreppu" eins og almenningur finnur fyrir henni:  Þá verður mikið atvinnuleysi, fólk á ekki fyrir nauðþurftum, fólk getur ekki staðið í skilum með skuldbindingar sínar.  Ástandið verður ekkert í líkingu við það sem það er núna, að fólk verði að draga saman í lúxus, eins og að fara tvisvar á ári í utanlandsferð í staðinn fyrir þrisvar áður og endurnýja bílinn á tveggja ára fresti í staðinn fyrir árlega og jafnvel þarf að minnka við sig húsnæði. Þeir sem tala um kreppu núna virðast ekki vita hvað kreppa er.
mbl.is Ógnvænleg efnahagsþróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sammála þessu það eru svo margir sem ekki hafa lifað kreppu og kalla þessa niður sveiflu þessu orði/en það verður bara að fyrirgefa,og vona að það verði ekki kreppa,ekki óskar maður þessa,en eg held að það stefni því miður í það ástand í óbreittri stöðu/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 8.9.2008 kl. 11:11

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta krepputal kemur nú aðallega frá Reykjavík.  Þeir eru alltaf í öðrum takti þar en úti á landi.   En þar eru líka flestir öryrkjar og aldraðir, og þeir eiga ekki sældarlíf þessa dagana.  Svo mikið er víst. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2008 kl. 15:34

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann ! Það er mikið til í þessu sem þú segir í þessum pisli þínum

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.9.2008 kl. 21:42

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, er þetta ekki bara krókur á móti bragði við vinnandi fólk í landinu? Blaðra kreppuna á og segja svo því miður er ekki hægt að hækka laun, sniðugt, ekki satt? Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 8.9.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband