Enginn er búmaður nema hann barmi sér!

Óli heitinn í Olís, var með afbrigðum duglegur maður og með eindæmum orðheppinn, margar skemmtilegar sögur eru til af Óla og skal ósagt látið um sannleiksgildi þeirra allra en þær eiga það flestar sameiginlegt að vera skemmtilegar, hér á eftir fer ein:  Eitt sinn sem oftar var Óli að sinna erindum uppi í Hvalfirði og varð hann fyrir því óláni að keyra á hest.  Hesturinn meiddist það mikið að það varð að aflífa hann og bíllinn, sem Óli hafði ekið var óökufær eftir óhappið.  Bóndinn, sem var eigandi hestsins, gerði mikið úr því tjóni sem hann hafði orðið fyrir og meðal annars sagði hann að þetta hefði verið uppáhalds hesturinn sinn.  Óla fannst þetta nú orðið svolítið þreytandi og sagði þá:"Þetta var nú líka uppáhalds bíllinn minn".

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband