Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Eldsneytisverðið – Eru þolmörk okkar neytendanna í felum?

Nú síðustu daga hefur heimsmarkaðsverð á olíu verið að LÆKKA, jú olíufélögin lækkuðu verðið lítillega (ekkert í samræmi við lækkunina á heimsmarkaðsverðinu) nema N 1 en þar á bæ ætla menn að bíða og sjá til hvort þessi “lækkun verði varanleg” en það er sko ekkert beðið og séð til hvort “HÆKKANIR verði varanlegar” heldur er hækkað strax og þá alveg í samræmi við hækkunina á heimsmarkaðsverði.En hvenær fáum við neytendur nóg?  Ég get ekki betur séð en að “sársaukamörk” okkar séu ansi há þegar kemur að eldsneytisverði.  Þetta heitir á máli hagfræðinga að eftirspurnin eftir eldsneyti sé “óteygin”, sem þýðir á mannamáli að verðið á því hafi EKKI mikil áhrif á eftirspurnina.  Það er engu líkara en við ætlum bar að láta allt yfir okkur ganga, þegjandi og hljóðalaust, Olíufélögin komast upp með það að taka okkur ósmurt í ra....... þó svo að þau eigi nóga smurningu og við bara keyrum inn á næstu bensínstöð og “fyllum” á bílinn með bros á vör.  Fyrir einhverjum vikum síðan gekk tölvupóstur á milli manna, þar sem hvatt var til að ákveðin Olíufélög yrðu hundsuð, hvað varð um það, var þetta ekki “bara” eins og hver önnur ”bóla” hjá einhverjum sem fannst að það þyrfti að fara að gera eitthvað í þessu en svo dagaði þessi annars góða hugmynd uppi því það er ekkert til sem heitir samstaða eða eftirfylgni.   Hvar er samstaða okkar?  Því er nú fljótsvarað, HÚN ER BARA ENGIN OG HEFUR ALDREI VERIÐ NEIN, ég vil leyfa mér að vitna í gamlan dægurlagatexta máli mínu til stuðnings: “Á Íslandi við getum verið kóngar öll sem eitt”.  Við erum með “batterí” hér sem heitir FÍB, það eina sem er gert á þeim bæ er að nöldra reglulega yfir því hvað verðið er hátt og að olíufélögin séu að HÆKKA sína álagningu en þeir koma aldrei með neinar tillögur til úrbóta.  Það væri margt hægt að gera til að hafa áhrif á þessa þróun t.d væri hægt að vera með bíllausan dag einu sinni í mánuði, það væri hægt að taka frá t.d annan sunnudag hvers mánaðar, þá hugsa sjálfsagt einhverjir með sér: “Já en ÉG fer alltaf í golf annan sunnudag hvers mánaðar og svo þarf ÉG nú alltaf að “skjótast” eitthvað ÉG get ekki tekið þátt í þessu en málstaðurinn er góður.  Það verða EINHVERJIR AÐRIR að gera þetta”.  Og svo kemur talsmaður neytenda öðru hvoru fram í sjónvarpi og tilkynnir það að bensínverð sé orðið ansi hátt, sem valdi sér áhyggjum.

Fyrr má nú aldeilis fyrrvera!!??!!

Til þess að þetta sé hægt, þá verðu maðurinn að leggja ólöglega í hvert einasta skipti sem hann leggur bílnum.  Er ekki eitthvað að í svona samfélagi?
mbl.is Skuldar 58 milljónir í stöðumælasektir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta gefur til kynna hve öryggi í formúlu 1 er mikið.

Hefði þetta óhapp orðið fyrir 10 árum er víst að afleiðingarnar hefðu orðið mun alvarlegri sama er að segja um slysið sem Robert Kubica varð fyrir í Kanada í fyrra.  Það er gott til þess að vita hve öryggisþátturinn er orðinn mikilvægur.
mbl.is Glock aftur undir stýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Í upphafi skapaði Guð heiminn og hvíldist.  Þá skapaði Guð manninn og hvíldist.  Þá skapaði Guð konuna.  Síðan þá hefur hvorki Guð eða maðurinn hvílst.

Er þetta óvenjulegt????

.....Málið er að við höfum ekki orðið vitni að þessu áður, en þetta þarf ekki að vera óvenjulegt fyrir það en ef hvalaskoðunarmenn skyldu ekki hafa vitað það þá er þetta gangur náttúrunnar.  Háhyrningarnir fara ekki í stórmarkaðina og "kaupa" þar vaakumpakkað kjöt til neyslu. Shocking
mbl.is Hrefna barðist fyrir lífi sínu við hóp háhyrninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árið 2004 var sagt að kvótakerfið Íslenska væri mannréttindabrot, nú árið 2008 eru menn loksins að ranka við sér, hvað veldur?

Bókarkápan  Í nóvember 2004 kom út bókin "Stjórnkerfi fiskveiða í nærmynd" eftir Guðbjörn Jónsson.  Einhverra hluta vegna fór útgáfa þessarar bókar ekki hátt og til að mynda fór þessi útgáfa algjörlega framhjá mér og þó legg ég nokkuð mikið á mig til þess að komast yfir öll rit sem fjalla um sjávarútveg og sjávarútvegsmál hvaða nafni sem það kallast.  Það var bloggvinur minn Hallgrímur Guðmundsson, sem lét mig vita af tilvist þessarar bókar og sagði hann mér að það væri mjög margt í þessari bók sem kæmi verulega á óvart.  Guðbjörn Jónsson höfundur bókarinnarEftir að hafa rætt við Hallgrím fór ég af stað til þess að verða mér úti um bókina, en viti menn hún fannst hvergi ekki einu sinni á bókasöfnumen ég verð að viðurkenna að ég reyndi ekki að fá bókina á Þjóðskjalasafninu svo endirinn varð sá að ég fletti höfundinum upp í símaskránni og hafði samband við hann ég átti við hann afskaplega gott samtal, hann tók málaleitan minni mjög vel og varð úr að hann kom í heimsókn til mín með eintak af bókinni ásamt fleiru sem hann hafði skrifað um mörg málefni sem eru mér ofarlega í huga.  Eftir að hafa talað við manninn, sannaðist enn einu sinni að viska og innsæi ráðist EKKI af prófgráðum eða því hvað menn hafa eitt mörgum árum á skólabekk, því ekki hef ég átt samtal við marga menn sem eru betur að sér um málefni líðandi stundar.  Hér til hægri er mynd af höfundi bókarinnar.  Loksins þegar ég hafði bókina undir höndum var tekið til við lesturinn og ekki var bloggvinur minn hann Hallgrímur neitt að ýkja þegar hann sagði að það væri margt þarna sem kæmi á óvart: Fyrir það fyrsta vantar mikið á að allur sá aragrúi laga sem hefur verið settur í sambandi við kvótakerfið standist stjórnarskrána, strax þarna árið 2004 bendir Guðbjörn Jónsson á að kvótakerfið sé brot á mannréttindum, svona mætti lengi telja en ég ætla ekki að telja upp efni þessarar stórmerkilegu bókar hér í þessu bloggi mínu heldur vil ég hvetja alla sem einhvern áhuga hafa á að kynna sér þessi mál til að hafa samband við Guðbjörn Jónsson og verða sér úti um þessa bók.

Stórfrétt!!!!!!

En það kemur ekki fram, í þessari frétt, hver sé hugsanleg ástæða fyrir þessum ósköpum en við verðum að hafa það í huga að þessi hækkun úrvalsvísitölunnar það sem af er degi vegur ekki á móti lækkun gærdagsins, svo ég get ekki með nokkru móti séð að þetta sé nokkur frétt.
mbl.is Úrvalsvísitalan að hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jó jó

Skyldi bensínverðið nokkuð lækka hér?
mbl.is Olía lækkar aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta lið virðist ekki vita hvaða landi það er í.

Það segist líka vera að mótmæla súrálsframleiðslu og námagreftri Century á Jamaika og Vestur Kongó og Argentínu og svo eru þau eitthvað að mótmæla "náttúruröskun" hér á landi en ég get nú ekki betur séð en að vandinn sé einna minnstur hér á landi og því væri eðlilegast að þessir svokölluðu verndarar færu til landanna þar sem þörfin er meiri.  En vandamálið er bara það að í þessum löndum eru svona "kálfar" ekki teknir neinum vettlingatökum eins og hér á landi og þess vegna sitjum við uppi með þetta lið.
mbl.is „Allt fer friðsamlega fram"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÆKKUN - lækkun

Verðþróun eldsneytis síðustu daga hefur sýnt okkur fram á að HÆKKUN heimsmarkaðsverðs er mun fljótari að skila sér, hér á landi, en LÆKKUN.  Hvernig skyldi nú standa á því?
mbl.is Eldsneytisverð hækkaði um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband