Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Föstudagsgrín

Hjón nokkur eru stödd á mjög fínu veitingahúsi að borða þegar allt í einu birtist gullfalleg stúlka við borðið þeirra og gefur manninum svakalegan koss beint á munninn, segist ætla að hitta hann seinna og hverfur svo jafnskyndilega og hún birtist.  Konan hans starir á hann og segir: "Hver í ósköpunum var þetta??"   - "Ó þessi, þetta var viðhaldið mitt" segir hann rólegur.  "Þetta er nú kornið sem fyllir mælinn" segir þá konan "ég heimta skilnað"  -"Ég get nú ósköp vel skilið það" sagði maðurinn, en bætti svo við: "en mundu eitt, ef við skiljum þá ferðu ekki fleir verslunarferðir til Parísar, ekki fleiri vetrarferðir til Barbados, ekki fleiri sumarferðir til Toscana og það verða ekki lengur BMW og Porsche í bílskúrnum, þú missir klúbbskírteinið í skútuklúbbnum og þú þarft ekki að mæta meira í golf.  En ákvörðunin er þín."  Í sömu andrá kemur sameiginlegur vinur þeirra inn á veitingahúsið með rosa gellu upp á arminn.  "Hver er þessi kona með Svenna?"  Spyr konan.  "Þetta er viðhaldið hans" svarar eiginmaðurinn.

"Okkar er flottari!" sagði eiginkonan.


Átti að halda þessu leyndu framyfir næstu kosninar?

Það mætti ráða af yfirlýsingu Forsætisráðuneytisins.  Það átti ekki að vitnast hversu "lágkúrulega" átti að koma fram við þessa menn og það ætti að "láta" aðra en Breiðavíkurdrengina maka krókinn á þessu máli öllu.  Því þeir, sem áttu að "meta þann miska", sem hver og einn hafði orðið fyrir vegna dvalarinnar á Breiðuvík, hefðu væntanlega fengið HÆRRI greiðslur en það sem næmi miskabótum til Breiðavíkurdrengjanna.  Ef þetta eru ekki drulluvinnubrögð þá veit ég ekki hvað eru drulluvinnubrögð.
mbl.is Birt án samþykkis ráðuneytis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvor er nú gamli Sæfari?

Ef bara hefði nú verið sagt, í þessari frétt, að  fyrri Grímseyjarferjan, hafi verið seld á 620 þúsund evrur sem eru um 76 milljónir króna.  Ein meinleg villa er í þessari frétt en þar segir að kaupverðið hafi verið 620 þúsund evrur eða um 76 milljónir, þegar maður selur eitthvað er ekki talað um kaupverð heldur söluverð. Enn einu sinni verð ég að benda blaðamönnum mbl.is á Íslenskunámskeið.  En salan á þessu "gamla" skipi fyrir 76 milljónir er hrein gjöf miðað við að kaupa "nýja" Sæfara á 120 milljónir, sem var í mörgum sinnum verra ástandi búinn að liggja í reiðuleysi í mörg ár og til þess að koma skipinu í "sómasamlegt" horf varð að henda í hann á fjórða hundrað milljónum.  En að sjálfsögðu ber enginn ábyrgð á þessum viðskiptum, í það minnsta tekur enginn ábyrgð á þessu.
mbl.is Sæfari til Svíþjóðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er sko ekki í lagi með menn!!!!!!!

.....sem svona gera vonandi nást þeir sem eru ábyrgir fyrir þessum voðaverkum og fá þá refsingu sem þeir eiga skilið að fá.  Ekki nóg með að eigendur húsnæðisins verði fyrir tjóni heldur fer þarna fram starfsemi sem snertir mjög marga og er það tjón mun meira en eignatjónið og er ég samt ekki að gera lítið úr því.
mbl.is Kveikt var í húsi í tvígang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænir fingur!!!

Þessi maður var stórtækur í ræktuninni og var verulega farið að þrengja að starfseminni og jafnvel svo að maðurinn hefði þurft að færa út kvíarnar, en mér er spurn hvers konar tæki og tól þarf maður í þessa ræktun? Þarf ekki bara eitthvað dót til að pakka hassinu og koma því til neytenda?
mbl.is Kannabisræktun í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hann kannski við að kvótakerfið verði endurskoðað??

eða verður bara um fjölgun álvera að ræða?  Auðvitað á almenningur að taka á sig "skellinn" vegna útrásarinnar og vitlausra ákvarðana ráðamanna, hefur það ekki alltaf verið þannig?  Framleiðsluaukning hlýtur að þýða að meira verði leift að veiða úr fiskistofnum þjóðarinnar og að HAFRÓ taki "rannsóknaraðferðir" sínar til endurskoðunar og að unnið verði að því að umgengni um sjávarauðlindina verði bætt.
mbl.is Þurfum að búa okkur undir tímabundnar fórnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þá ekki LÆKKUN í pípunum hér á landi?

...eða fylgir ekki eldsneytisverðið heimsmarkaðsverðinu núna????
mbl.is Heimsmarkaðsverð á olíu nálgast 106 dali tunnan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hungrið enn til staðar??

Hraðasekt er nú líklega eins og að skvetta vatni á gæsen það er spurning hvort hann fái nóga útrás fyrir hraðaþörfina við að mæta á keppnisstað, væri ekki betra fyrir Ferrarí að leyfa honum að aka einn og einn "hring"?
mbl.is Schumacher gómaður hraðfara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta auglýsing sem fyrirtækið gat fengið!

...en ég held að Ólafur Magnússon hafi ekki verið að hugsa um það þegar hann ákvað þetta, hann einfaldlega sá fáránleikann í þessum viðbrögðum fjármögnunarfyrirtækisins og ákvað að gera eitthvað í málinu.  Ólafur Magnússon, hefur sýnt það og sannað að hann er maður framkvæmda, hann sá að hann hafði ráðrúm til að framkvæma og gerði það umbúðalaust.

Eitt er víst að framvegis legg ég mig fram um að kaupa afurðir MJÓLKU, þegar ég hef tækifæri til.   Takk fyrir Ólafur!!


mbl.is Fékk styrk til að leysa út vélarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert er þá svarið?

Óskaplega er þetta "Syoalattélið" og "Náttúruverndar-Ayatollar" þreytt lið.  Alltaf ef eitthvað stendur til er það að mótmæla en það kemur aldrei með neinar hugmyndir að neinum lausnum.  Það heldur kannski að LAUSNIN sé að setja upp kaffihús á Ströndum.
mbl.is Hvalárvirkjun ekki svarið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband