Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Var klukkaður.......

 

... af bloggvini mínum Helga Gunnarssyni.  Að sjálfsögðu svara ég kallinu og svara spurningunum eftir bestu getu og legg ég þar við drengskap (stráksskap) að allt verður satt og rétt.

 

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Sjómennska, kokkur, háseti, bátsmaður, stýrimaður.

Framkvæmdastjóri

Fjármálastjóri

Kennari

 

Fjórar bíómyndir sem eru í uppáhaldi:

Ég fer afskaplega sjaldan í bíó en ég get nefnt þá mynd sem mér leiddist mest á ef það telur.  Fyrir nokkuð mörgum árum talaði fyrrum konan mín mig inná það að fara með sér á mynd sem hét Sense and Sensability, mér hefur aldrei leiðst eins mikið á nokkurri mynd, en ég man að henni þótti þessi mynd alveg meiriháttar.

 

Fjórir sjónvarpsþættir sem eru í uppáhaldi:

Nýjasta tækni og vísindi Ég veit að það er hætt að sýna þessa þætti fyrir mörgum árum en þeir lifa góðu lífi í minningunni og verða seint "toppaðir".

Formúla 1 kappaksturinn Bæði tímatakan og keppnin

Fréttir á báðum stöðvum ef ég ætti að velja þá eru fréttirnar á ríkissjónvarpinu.

Boston Legal

 

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Þórshöfn á Langanesi

Hafnarfjörður

Kristiansand

Ísafjörður

 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

London

Akureyri

Stuttgart

Luxemburg

 

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

unak.is

mbl.is

hafnarfjordur.is

finanzasforex.com

 

Fernt sem ég held upp á matarkyns:

Grillað Hrefnukjöt einhver albesti matur sem ég hef fengið

Íslenskt lambakjöt Ég lærði að meta Íslenska lambakjötið eftir að hafa búið í Noregi

Maturinn hjá mömmu Ekkert "toppar" matinn hjá mömmu

Sigin grásleppa

 

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

Bör Börsson

Símaskráin Það eru nokkuð margir sem koma við sögu í henni en söguþráðurinn er frekar rýr

Stjórnkerfi fiskveiða í nærmynd Eftir Guðbjörn Jónsson

Money for nothingEftir Roger Bootle

 

Fjórir bloggar sem ég ætla að klukka:

Jakob Kristinsson

Hallgrímur Guðmundsson

Guðni Þorbjörnsson

Árni Gunnarsson

 

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:

Bergen

Kristiansand

Vestmannaeyjar

Grímsey


Er ekki öllum skítsama?????

.....og þar að auki eru þær sennilega óþvegnar, skyldi það auka verðgildi þeirra, ætli þær séu með "bremsuförum"?  Upp á hverju er hægt að taka þegar menn vantar peninga??
mbl.is Nærbrækur Jacksons til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boðflenna????

Ekki hef ég nokkurs staðar séð að það hafi þurft að BJÓÐA íþróttamálaráðherranum til að vera viðstödd úrslitaleikinn í handboltanum, þó var hún nýbúin að þiggja BOÐ um að vera við opnunarhátíð ólimpíuleikanna. Var hún þá boðflenna á úrslitaleiknum?  Látum við BJÓÐA okkur svona útskýringar?
mbl.is Einum ráðherra var boðið til Peking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn er búmaður nema hann barmi sér!

Óli heitinn í Olís, var með afbrigðum duglegur maður og með eindæmum orðheppinn, margar skemmtilegar sögur eru til af Óla og skal ósagt látið um sannleiksgildi þeirra allra en þær eiga það flestar sameiginlegt að vera skemmtilegar, hér á eftir fer ein:  Eitt sinn sem oftar var Óli að sinna erindum uppi í Hvalfirði og varð hann fyrir því óláni að keyra á hest.  Hesturinn meiddist það mikið að það varð að aflífa hann og bíllinn, sem Óli hafði ekið var óökufær eftir óhappið.  Bóndinn, sem var eigandi hestsins, gerði mikið úr því tjóni sem hann hafði orðið fyrir og meðal annars sagði hann að þetta hefði verið uppáhalds hesturinn sinn.  Óla fannst þetta nú orðið svolítið þreytandi og sagði þá:"Þetta var nú líka uppáhalds bíllinn minn".

Kreppa, kreppa, hvað er kreppa???????

Maður opnar ekki svo dagblað, að ekki sé verið að fjalla um "kreppu" í efnahagslífinu og svo koma umfjallanir í sjónvarpinu á öllum stöðvum og eitthvað minnist ég þess að hafa heyrt talað um "kreppu" í útvarpinu, á flestum stöðvum.  Allt þetta "krepputal" hefur mér fundist reist á fákunnáttu og jafnvel "móðursýki".  Vissulega er það rétt að gjaldmiðillinn okkar hefur fallið í verði en það kemur útflutningsatvinnuvegunum okkar til góða, vöruskiptajöfnuðurinn er á "réttri" leið, lánsfé liggur ekki á lausu og vextir eru óheyrilega háir og koma illa niður á atvinnuvegum og einstaklingum.  Við megum ekki gleyma því að efnahagsveiflurnar eru fjórar: Fyrst kemur UPPSVEIFLA (ÞENSLA), á eftir uppsveiflunni kemur GÓÐÆRI, það hefur nú staðið yfir í nokkuð mörg ár og nú er komið að NIÐURSVEIFLU, sem eins og áður segir erum stödd nú um stundir, á eftir niðursveiflunni kemur svo KREPPA, niður á það stig er ég nokkuð klár á að við erum ekki komin enn en ég tel að það ráðist af viðbrögðum stjórnvalda hversu hörð kreppan verður.  Ef við tölum um "kreppu" eins og almenningur finnur fyrir henni:  Þá verður mikið atvinnuleysi, fólk á ekki fyrir nauðþurftum, fólk getur ekki staðið í skilum með skuldbindingar sínar.  Ástandið verður ekkert í líkingu við það sem það er núna, að fólk verði að draga saman í lúxus, eins og að fara tvisvar á ári í utanlandsferð í staðinn fyrir þrisvar áður og endurnýja bílinn á tveggja ára fresti í staðinn fyrir árlega og jafnvel þarf að minnka við sig húsnæði. Þeir sem tala um kreppu núna virðast ekki vita hvað kreppa er.
mbl.is Ógnvænleg efnahagsþróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru engin takmörk fyrir þeirri vitleysu sem fólki er boðið uppá?????

Þá er það næsta að fara að útrýma ÖLLUM kjötætum. Hvar endar þetta kjaftæði eiginlega og eru einhverjar vísindalegar rannsóknir á bak við svona bull?
mbl.is Minni kjötneysla dregur úr hlýnun andrúmsloftsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er gaman að lesa Norsku blöðin, þar sem fjallað er um LEIKINN.

Þeir hefðu átt að vera aðeins "kokhraustari" fyrir leikinn og tala aðeins meira um að þarna væru nú auðveld stig fyrir Norðmenn.  Í rauninni segja þeir hjá Aftenposten að Norðmenn megi nú bara þakka fyrir að hafa ekki tapað þessum leik, því markmaðurinn hafi ekki átt séns í skotið frá Veigari Páli Gunnarssyni, sem hafnaði í stönginni.  Strax eru orðnar háværar raddir í Noregi, þess efnis að þjálfari Norska landsliðsins segi af sér eða verði látinn fara.
mbl.is Frábær úrslit í Osló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú getur hann farið að snúa sér að kappakstrinum!!

Kaupin á snekkjunni eru í höfn, en það er sennilegt að þar sé kominn helsta skýringin á slökum framgangi hans í undanförnum mótum.  Ég hef trú á því að hann "skjóti" sér framúr Kovalainen í ræsingunni og ekki kæmi það mér svo rosalega á óvart þótt Massa færi framúr Hamilton.
mbl.is Räikkönen heldur í sigurvon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir hverju er Sjávarútvegsráðherra eiginlega að bíða??????

Það er mjög hæpið að það komi "betra veður" úr þessu.  Er hann kannski eitthvað smeykur við "Náttúruverndar-Ayatollana" og "Soyjalatté-liðið"?  Það hefur sýnt sig að þessi kvóti upp á 40 dýr annar ekki nema rúmlega 50% af innanlandseftirspurninni, stofninn af hrefnu er MJÖG stór og þolir mörum sinnum meiri veiði en heimiluð hefur verið.  Eina "röflið" út af veiðum á sjávarspendýrum, sem ég man eftir, eru lygarnar í formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands, þegar hann laug því í sjónvarpsviðtali að algengur stórhvalur og Hrefna væru í útrýmingarhættu.  Er ekki tími til kominn að sjávarútvegsráðherra vakni af Þyrnirósarsvefninum og athugi það í fullri alvöru að gefa út aukinn hrefnukvóta?
mbl.is Hrefnukvótinn að klárast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu lengi ætlum við að láta þetta viðgangast????

Olíufélögin, bæði smá og stór og gömul og ný, taka okkur neytendur ósmurt í ra......, þannig að meirihluti landsmanna á bágt með að sitja án óþæginda en samt sem áður gerir enginn neitt.  Reynir W. Lord kom með ágætis uppástungu áðan, það væri fín byrjun, hvernig væri nú að byrja á einhverjum aðgerðum og sjá hver útkoman verður?  Það er alveg pottþétt að það verður engin breyting meðan olíufélögin hafa það á tilfinningunni að þau komist upp með hvað sem er.
mbl.is Krónan heldur aftur af bensínlækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband