Hvað varð um afganginn af rekstri ríkissjóðs í "góðærinu"?????

Eitthvað fer nú lítið fyrir "HINNI STYRKU EFNAHAGSSTJÓRN SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS" síðustu ár.  Hinn mikli afgangur, sem var alltaf á fjárlögum síðustu ára, hefði nú átt að fara nokkuð langt með að jafna út þá niðursveiflu sem þjóðin er í núna.  Einhverra hluta vegna er þetta ekkert í umræðunni núna heldur er engu líkara en að við förum í þessar þrengingar núna án þess að hafa NOKKRA einustu krónu til ráðstöfunar frá síðustu árum.  Ef farið yrði alvarlega skoðun gæti þá komið í ljós að afgangurinn á rekstri ríkissjóðs hafi LÍKA verið LOFTBÓLUPENINGAR?
mbl.is Ríkissjóður í jafnvægi 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Það má ekki gleyma því að sá afgangur var notaður til að greiða erlendar skuldir ríkissjóðs. Nú má deila um hversu gott það var og sumir meina að skynsamlegra hefði verið að safna gjaldeyri. Ekki hef ég vit á hvort hefði verið skárra. Ég hallast að því að þessir kostir séu í grófum dráttum sambærilegir þegar upp er staðið. Útistandandi erlendar skuldir hefðu ekki verið til bóta sem stendur.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 13.1.2009 kl. 10:48

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það fór ekki allur rekstrarafgangur ríkissjóðs þessi ár í að greiða erlendar skuldir, það er ekki nóg að koma með fullyrðingar á bak við fullyrðingarnar þurfa að vera tölur og talandi um tölur þá var rekstrarafgangurinn þessi ár, eftir því sem ég kemst næst, rúmlega 320 milljarðar.

Jóhann Elíasson, 13.1.2009 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband