Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Á ekki að skipa SKILANEFND yfir Seðlabankann?????

Sem hefur náttúrulega í för með sér nýja(n) bankastjóra því þeir sem fyrir voru reyndust ekki starfi sínu vaxnir.  Þegar "gömlu" bankarnir voru yfirteknir þá var skipt um bankastjóra, verður ekki það sama gert við Seðlabankann?
mbl.is Ríkið yfirtekur kröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjúkur einstaklingur.......

Það getur ekki verið í "lagi" með fólk sem svona gerir.
mbl.is Slysatilkynning reyndist gabb
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hvaða GENGI skyldu olíufélögin kaupa olíuna????

Kannski fylgist ég ekki nógu og vel með en finnst eldsneytisverð ekkert sérstaklega lágt hér á landi.  Því er ekki nema vona að spurt sé á hvaða gengi olíufélögin greiði fyrir olíuna, ég og margir hafa haldið því fram að skráð gengi Seðlabankans sé ekki rétt en þess má geta að evran er skráð helmingi hærri hjá seðlabanka Evrópu en hjá seðlabanka Íslands. 
mbl.is Olíutunnan komin niður fyrir 39 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er virkilega búist við því að einhver trúi þessu?????

Þá getur einhver alveg eins reynt að telja mér trú um að ég heiti Nikkólína.........
mbl.is Ekki ágreiningur í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkór LÍÚ......

Auðvitað var Jóni Kristjánssyni, fiskifræðingi ekki boðið að halda þarna framsöguræðu, enda þekkja kvótakóngarnir í LÍÚ klíkunni hans afstöðu og sú afstaða er þeim ekki að skapi.
mbl.is Fjallað um sjávarútveg og ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimilisiðnaður?????

Reyndar er þarna um nokkuð mikið magn að ræða, það hefur kannski verið ætlunin að vera með bás í Kolaportinu?
mbl.is Kannabisræktun í Grafarholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Týpískt fyrir hagræðinguna!!!!!

Það á "bara" að bjóða út ræstinguna og reyna þannig að ná hagræðingu, er þetta eina hagræðingarráðið, sem þessir kálfar vita um, að ráðast á störf þeirra sem eru með lægstu launin og eru minnsta byrðin á starfseminni, er ekki hægt að segja upp stjórnendum spítalans og bjóða stjórnunina út?  Þar væri kannski hægt að spara umtalsverðar upphæðir????
mbl.is „Það er ekkert heilagt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Eitt sinn kom stór og mikill svertingi inn á bar í New Orleans, hann var með frosk á höfðinu.  „Guð minn almáttugur" sagði barþjónninn „hvernig í ósköpunum stendur eiginlega á þessu"?  „Jú" svaraði froskurinn mæðulega, „þetta byrjaði bara sem svartur blettur á rassinum á mér".


Hvað með það að erlendir aðilar megi ekki eiga í Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum??

Eru þessi lög alveg marklaus, hvað erum við að gera með löggjafarvaldið þegar lögin sem eru sett eru þverbrotin og enginn virðist sjá nokkra ástæðu til þess að fylgja þeim?  Eru menn ekki búnir að sjá það að KVÓTAKERFIÐ með sinni frjálsu framsalsheimild og heimild til þess að VEÐSETJA kvóta, er búið að koma okkur í þessar ógöngur?  Nú er búið að hleypa útlendingum bakdyramegin inn í fiskveiðilögsöguna með þessu bulli og svo keppast menn við að "mæra" þennan ófögnuð.
mbl.is Erlendir bankar með veð í kvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á að halda dauðahaldi í Bakkafjöruklúðrið sama hvað það kostar......

Enn eru sjálfstæðismenn og þeirra fylgifiskar við sama heygarðshornið í þessu Bakkafjörudæmi.  Það er nokkuð mikið um það að yfirvöldum hafi verið bent á það hversu hæpin þessi framkvæmd sé en allt kemur fyrir ekki TÖLVULEIKIR Siglingastofnunar sýna nefnilega að þetta sé hægt og því kjósa þeir að trúa eins og nýju neti.  Og nú á að gera enn meiri farsa úr þessu með því að kaupa 11 ára gamla "innanfjarðaferju" frá Danmörku, sem ætlað er að sigla á opnu hafi á einhverri erfiðustu siglingaleið sem til er.  Hvaða fáránleik taka þessir "snillingar" upp á næst, til þess að fullkomna eigin aulahátt?  Það hefur verið fjallað mikið um þessa framkvæmd og eins og gefur að skilja eru um hana afskaplega skiptar skoðanir og á það jafnt við um heimamenn sem aðra, ég hef nokkuð "bloggað" um þetta og meðal annars þann 24.10.2007, sjá hér.
mbl.is Vestmannaeyjabær með danska ferju í sigtinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband