Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Eitthvað hefur kunnáttunni verið ábótavant!

Hver "meðalskussi" á nú að geta komið bát klakklaust til hafnar þó það sé nú ekki alveg heiðskýrt, ef hann hefur tileinkað sér og lært eins og maður þegar hann tók skipstjórnarprófið sitt.  Nú koma sjálfsagt einhverjir "spekingar" fram og segja; jú, en tækin biluðu hvað átti hann að gera?"  Það er einmitt málið, mönnum er kennt að komast heilu og höldnu til hafnar þegar bilanir verða á tækjabúnaði.  En það kemur ekkert fram í þessari frétt hvort um borð hafi verið maður sem hafði réttindi til að sigla bátnum.  Það dettur mjög fáum í hug að aka bíl án þess að hafa bílpróf en það virðist í hugum margra ekki vera tiltökumál að stjórna bát án þess að hafa til þess réttindi eða kunnáttu.  Hvað veldur?


mbl.is Bátur strandaði við Garð í Gerðahreppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa ekki undanfarin ár verið ár hálfvitans?

... nú tekur bara ár SAUÐNAUTSINS við (meðvirkrar ríkisstjórnar og embættismanna).  Þetta lið þarf allt saman að fara frá "kjötkötlunum" til þess að hægt verði að gera nokkuð til þess að uppræta spillinguna.
mbl.is Ár hálfvitans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í hvaða HEIMI lifir þetta fólk eiginlega?

Sjávarútvegsráðherra segist vita að skuldastaða sjávarútvegsins sé slæm þó hann viti ekki "nákvæmlega" hver hún sé en hann TELUR að krónan muni styrkjast á næstunni.  Hefur sjávarútvegsráðherra eitthvað fyrir sér í þeim efnum eða er þetta bara einhver óskhyggja af hans hálfu og ef svo er hefur hann einhverja hugmynd um hvað verður gert?
mbl.is Skuldastaðan mun batna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AFEITRUN - er það rétta orðið yfir ástandið??

Fólk sem er langt leitt af langvarandi neyslu áfengis og fíkniefna fer í "afeitrun" en fyrirtæki, sem hafa orðið illa úti vegna efnahagshrunsins, er ekki eitthvað annað að hrjá þau?  Það er alltaf verið að tala um aðgerðir til þess að "bjarga" fyrirtækjunum en hvenær á að fara í aðgerðir til að "bjarga" almenningi, hvenær átta menn sig á því að almenningur er hluti "efnahagskeðjunnar" og án hans (almennings) verða engin fyrirtæki?  Hagkerfið er samansett af ÞREMUR meginstoðum; Hinu opinbera - fyrirtækjunum og almenningi.  Höfum það í huga að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn.
mbl.is Reksturinn afeitraður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru FRAMLEIDDIR dýrafeldir í Kína????

þá geta þeir varla verið ekta.  Ég get alveg skilið Hönnu Maríu að vilja ekki eitthvað óekta drasl enda verður að segja að vörur framleiddar í Kína eru ekki með háan "gæðastandard".  Annars er þessi umræða um dýrafeldi alltaf svolítið sérstök, að mínum dómi og ekki finnst mér hún hafa mikið með dýravernd að gera, heldur eitthverja ímyndun eða sérvisku viðkomandi aðila.
mbl.is Með óbragð í munni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

 Maður kemur inn á Skuggabarinn og pantar drykk.  Stuttu seinna heyrir barþjónninn síma hringja og sér að maðurinn lyftir hendinni upp að andlitinu og byrjar að tala.  Þegar hann hefur lokið við að tala spyr þjónninn hvað sé í gangi. Maðurinn segir að hann noti símann það mikið að hann hafi látið græða GSM síma í hönd sína svo hann þurfi ekki alltaf að muna að hafa hann með.  Þjóninn trúir þessu ekki svo maðurinn hringir í númer, setur höndina á eyra þjónsins og leyfir honum að heyra þegar síminn hringir hinum megin.  Næst spyr maðurinn hvar klósettið sé og fer þangað eftir að hafa sagt þjóninum að hann verði enga stund að þessu.  Þjónninn fyllti glasið hjá manninum og beið.  Þegar hálftími er liðinn og maðurinn kemur ekki út af klósettinu fór þjóninn að undrast og að lokum fór hann inn á klósett að gá hvort allt væri í lagi. Þegar hann kemur inn sér hann manninn liggjandi á gólfinu, buxnalaus, með fæturna upp á vegg og salernispappír rúllandi út úr afturendanum. "Hvað er um að vera?" spurði þjónninn.  Maðurinn brosti kindarlega og sagði, "bíddu aðeins, ég er að fá fax."

Hver er hin RAUNVERULEGA breyting??????

Er kannski eina raunverulega markmiðið að "réttlæta" það að forstjóri stofnunarinnar verði settur á ofurlaun og verði með "fríðindi" til jafns við aðra forstjóra í einkageiranum, eins og raunin var með útvarpsstjóra?????


mbl.is Keflavíkurflugvöllur ohf. tekur til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sátum of lengi á handónýtri krónu!!!!!

Við hefðum átt að skipta um gjaldeyri fyrir tveimur árum, þegar það var hægt, verðbólgan var innan hæfilegra marka, fjárlög voru afgreidd hallalaus og stýrivextir voru innan "eðlilegra" marka.  En ráðamenn landsins (aðallega sjálfstæðismenn) voru með "glýju" í augunum og töldu að efnahagsgóðærið yrði eilíft og því fór sem fór.  En nú er allt tal um að skipta um gjaldeyri í bili og við verðum bara að vinna okkur út úr þessum þrengingum með krónuna innanborðs, í það minnsta næstu tvö til þrjú árin. 

Snúum nú bökum saman og vinnum sameiginlega að þessu verkefni.  GLEÐILEGT ÁR!


mbl.is Gengisvísitala krónu hækkaði um 80,24% á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband