Eitthvað hefur kunnáttunni verið ábótavant!

Hver "meðalskussi" á nú að geta komið bát klakklaust til hafnar þó það sé nú ekki alveg heiðskýrt, ef hann hefur tileinkað sér og lært eins og maður þegar hann tók skipstjórnarprófið sitt.  Nú koma sjálfsagt einhverjir "spekingar" fram og segja; jú, en tækin biluðu hvað átti hann að gera?"  Það er einmitt málið, mönnum er kennt að komast heilu og höldnu til hafnar þegar bilanir verða á tækjabúnaði.  En það kemur ekkert fram í þessari frétt hvort um borð hafi verið maður sem hafði réttindi til að sigla bátnum.  Það dettur mjög fáum í hug að aka bíl án þess að hafa bílpróf en það virðist í hugum margra ekki vera tiltökumál að stjórna bát án þess að hafa til þess réttindi eða kunnáttu.  Hvað veldur?


mbl.is Bátur strandaði við Garð í Gerðahreppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, er þetta ekki bara arfleið frá því er þjóðin leit á sjómenn öðrum augum, heldur en aðrar stéttir í landi voru, svo er sem betur fer farið að taka strangara á því ef menn brjóta af sér út á sjó, það má til dæmis ekki vera drukkin upp í brú á vaktinni, eins og kom fyrir hér á árum áður.

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 6.1.2009 kl. 00:14

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð spurning.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2009 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband