Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Rugl og ráðaleysi einkennandi fyrir aðgerðir stjórnvalda í fjármálakreppunni.....

Nú í "Silfri Egils" viðurkenndi Sigmundur Davíð Gunnlausson, að núverandi ríkisstjórn hefði valdið honum vonbrigðum, það hefði einfaldlega ekkert verið gert af þeim þremur eða fjórum hlutum, sem þessi ríkisstjórn hefði verið stofnuð um, heldur hefði verið farið í einhverjar pólitískar aðgerðir skiptu sem ENGU máli fyrir efnahag þjóðarinnar.  Það voru margir sem vöruðu við því að þingið kæmi að því að mynda ríkisstjórn fram að kosningum meðal annars bloggaði ég um þetta sjá hér, nú er þetta allt komið fram.
mbl.is Hálft ár liðið frá því kreppan skall á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engir SMÁKRIMMAR á ferðinni!!!!!

Svo virðist lögreglan ekki hafa bolmagn til þess að fást við þessa "HVÍTFLIBBAGLÆPAMENN" þess í stað er verið að eltast við þessa svokölluðu "góðvini" lögreglunnar alltaf er verið að agnúast út í þá og nú er svo komið að þeir verða að sitja inni á sumrin líka og þrengslin á Hrauninu eru víst slík að sumir klefarnir eru tvísetnir nú og svo er alltaf verið að gera SÉRSVEITINA öflugri, en  gallinn er bara sá að það eru mjög fáir sem vita hvert hlutverk sérsveitarinnar er.
mbl.is Illa þefjandi stórgróði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

 

Þrír félagar voru að flytja í 50.hæða blokk. Þegar þeir eru komnir á þriðju hæð segir einn: "Strákar, ég þarf að segja ykkur dálítið..." "Æji, segðu okkur það bara þegar við erum komnir upp." Þegar félagarnir eru komnir upp á 50.hæð spyrja hinir tveir: "Hvað var það sem þú ætlaðir að segja okkur?" "Ég gleymdi lyklunum niðri"


Er ekki bara best að leggja þessa forystulausu hjörð niður???

Þegar ekki eru til neinir "forystusauðir", sem er treystandi fyrir þessari mjög svo sundurlausu hjörð, aðrir en fólk sem er að hætta í stjórnmálum eða er hætt.
mbl.is Blysför til Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við fyrstu sýn virðist ekki vera flókið mál hvernig eigi að meðhöndla þessa glæpamenn!!!!!!

Það kemur fram hvert málið á fætur öðru gegn eigendum og stjórnendum bankanna en samt virðist það vefjast eitthvað fyrir stjórnvöldum til hvaða aðgerða ætti að grípa.  Er nokkur furða þótt almenningi ofbjóði úrræðaleysið og dugleysið á öllum sviðum?  Á meðan almenningur missir ofan af sér húsnæðið og atvinnuleysi eykst bara þá lifa þeir sem sök eiga á HRUNINU eins og blóm í eggi og HLAKKA yfir úrræðaleysi okkar við að hafa hendur í hári þeirra.
mbl.is Eigendur virðast hafa fengið há lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er þetta eiginlega, er einhver þörf á að meðhöndla þetta öðruvísi en önnur sakamál????

Það tekur efnahagsbrotadeild "brandaralöggunnar" óratíma að "rannsaka" málið, er kannski verið að bíða eftir að málið fyrnist????
mbl.is Farbannsúrskurður felldur úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei spurning um það hvoru megin sigurinn lennti.........

Svo gríðarlegur er getumunurinn á liðunum.  Eina skýringin á því að FH-ingar unnu þessa tvo leiki í Kaplakrikanum í haust, er að þeir "toppuðu" þá og Haukarnir voru þá í "lægð" og voru með of mikið með hugann við Evrópukeppnina en núna var ekkert að trufla þá og þeir "rúlluðu" yfir litlu strákana úr Kaplakrikanum.
mbl.is Öruggur sigur Hauka á grönnum sínum í FH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögurstund runnin upp hjá liðinu......

"Hondamenn" gera sér alveg grein fyrir í að því að sýni liðið ekki góðan árangur á komandi formúluvertíð, getur það þýtt endalokin fyrir liðið í formúlunni og því má búast við þeir leggi sig extra mikið fram í sumar.
mbl.is Brawn GP byrjar vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýndarmennskan ríður ekki við einteyming!!!!!!!

Það hefur ekki mikið upp á sig að flytja hvert frumvarpið af öðru ef ekki er hugsað fyrir því hver eða hvernig á að fylgja því eftir að lögunum sé framfylgt, eins og virðist vera í þessu tilfelli.  Það virðist vera lenska hjá Samfylkingarfólki, eins og var hjá mörgum fúskaranum, að því að gera ekki við lekann heldur að setja ílát undir en hugsa ekki fyrir því að  það þurfti að losa vatnið úr ílátinu þegar það væri orðið fullt.


mbl.is Leggja fram frumvarp um upplýsingaskyldu fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrunadansinn heldur áfram......

Og því miður þá lagar þetta ekki orðstír landsins á erlendri grundu og kallar bara á frestun þess að hægt verði að SETJA KRÓNURÆFILINN Á FLOT - eða í það minnsta geta menn notað svona lagað sem afsökun fyrir því að krónunni verði EKKI ÝTT ÚR VÖR.  Líklega er þetta ekki síðasta fjármálafyrirtækið, sem verður þjóðnýtt þessi fjármálakreppa ætlar að verða ansi djúp, svo ekki verði nú tekið dýpra í árinni.
mbl.is Ríkið tekur Straum yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband