Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

HVER "RÉÐIST" Á HVERN????????

Þetta er nú með því fáránlegra sem hefur komið frá "Greenpeace" að halda því fram að Aðgerðarsinnar hafi MEÐ FRIÐSÖMUM HÆTTI reynt að "frelsa" fiskana.  Það er greinilega gengið út frá því að þeir sem lesa þessar fréttatilkynningar þeirra séu með öllu lausir við GAGNRÝNA HUGSUN OG RÖKHYGGJU.  Ég hef aldrei vitað til þess að svona aðgerðir fari algjörlega fram með friðsamlegum hætti.  Það fer ekki milli mála að samtökin eru orðin miklu "harðari" í aðgerðum sínum og á sínum tíma þegar Paul Watson, var rekinn úr samtökunum vegna þess að hann þótti of róttækur, þá eru "baráttuaðferðir" Greenpeace og Sea Shephard (samtaka Paul Watson) mjög svipaðar.  Það er vonandi að þetta fólk fari að gera sér grein fyrir því að kjötið sem það borðar á uppruna sinn í dýrum en kemur ekki beint úr kjötborðum stórmarkaðanna..............
mbl.is Sjómaður skaut skutli í fót Grænfriðungs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI VORU ÞEIR FÉLAGAR TRAUSTVEKJANDI Í KASTLJÓSINU Í KVÖLD...

Þeir höfðu ekki nokkra hugmynd um hvað þeir ætluðu að gera á kjörtímabilinu nema Bezti flokkurinn stendur fast á því að það verði ísbjörn í húsdýragarðinum, samt eru þeir búnir að vera að tala saman í viku.  Og þegar Þórhallur spurði Jón Gnarr að því hvernig stæði á því að hann hefði ekki talað við aðra, var frekar fátt um svör (hann vissi bara hreinlega ekki hvernig hann átti að svara) og þá fór hann bara að tala um TRAUST en það fékkst aldrei á hreint hvað var átt við.  Margt bentir til að þetta verði Reykvíkingum ansi dýrt "grín", sem menn verða lengi að býta úr nálinni með.
mbl.is „Litli“ stóri bróðir í Fellunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

 
  • „Veistu hvers vegna hreindýr eru með horn"???
  • „Nei, ég hef nú bara aldrei hugsað um það. Af hverju er það???
  • „Þau væru svo asnaleg ef þau væru með rúnstykki......................."

GAMLAR FRÉTTIR - EN NÝJAR HJÁ HAFRÓ.........

Hvernig þeir hafa farið að því að finna þennan þorsk, sem hefur verið að þvælast fyrir öllum nema HAFRÓ mönnum, er alveg hulin ráðgáta.  Það vita það allir nema "spekingarnir" á HAFRÓ að það heldur sig enginn fiskur lengur á "togslóðum" togararallsins, þaðan er allur fiskur farinn - því eins og allir vita þá fer fiskurinn þangað sem von er um æti en hangir ekki á sömu slóðum ár eftir ár bara til að "spekingarnir" á HAFRÓ geti gert "stofnstærðarmælingar".
mbl.is Þorskstofninn stækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MIKIÐ VAR!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ekki er karlinn búinn að gera það svo gott með Liverpool og nokkuð ljóst að það var eitthvað í þjálfuninni hjá honum sem ekki passaði við liðið.  Kannski Ítalski boltinn henti honum betur, aldrei að vita?????
mbl.is Benítez á leiðinni til Inter?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TAP "EFTIR SKATTA"?????

Þurfa blaðamenn ekki eitthvað að fara að endurskoða fyrirsagnirnar hjá sér?????  Hvenær var farið að skattleggja tap?????
mbl.is Tap hjá Speli fyrri hluta árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FLJÓTIR AÐ AÐLAGAST "GAMLA" FLOKKAKERFINU............

Já, byltingin lengi lifi............  Og það er litið til vinnubragða LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR, sem fyrirmyndar (það hefur verið talað um að Bezti flokkurinn sé bara afsprengi Landráðafylkingarinnar og heyrst hefur að þar á bæ hafi verið búist við skell í kosningunum og þeir hafi komið að framboði Bezta flokksins en það eigi bara bara að vera leyndó eins og annað sem sá flokkur kemur að) með því að vera með LEYNIFUNDI úti um allan bæ sýnir þetta fólk að það er fljótt að "læra" og það hversu þeir ætla að gefa viðræðunum við Landráðafylkinguna langan tíma, gefur sögunum um tengsl við Landráðafylkinguna byr undir báða vængi.
mbl.is Leynifundir boðaðir næstu daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband