Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

HVERNIG VERÐUR HÆGT AÐ TAKA VIÐ SJÚKLINGUM FRÁ FÆREYJUM ÞEGAR EKKI ER PLÁSS FYRIR ÍSLENSKA SJÚKLINGA??????

Henni er greinilega ekki fisjað saman Heilbrigðisráherranum okkar.  Svo getur náttúrulega verið að Færeyskir sjúklingar þurfi mun minna pláss en þeir Íslensku..............
mbl.is Færeyskir sjúklingar hingað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

......ER EKKI LÍKA VALKOSTUR AÐ LEGGJA BARA RÚV NIÐUR??????

Ef stofnun getur ekki sinnt lögboðnu hlutverki sínu finnst mönnum þá virkilega í lagi að breyta bara lögunum???  Það eru mörg ár síðan RÚV hætti að rækja hlutverk sitt og keyrði alveg um þverbak þegar svæðisstöðvarnar voru lagðar niður og svo má ekki gleyma því að þegar jarðskjálftinn stóri varð á suðurlandi fannst forráðamönnum RÚV ekki einu sinni ástæða til þess að rjúfa útsendingu frá HM í fótbolta til þess að sinna "öryggishlutverki" sínu.  Páll Magnússon hefur sýnt það svo ekki verður um villst, að hann er gjörsamlega óhæfur til að stýra RÚV.   Ég get ekki með nokkru móti séð að þessi stofnun hafi nokkra sérstöðu fyrir þjóðina og hafi neitt fram að færa sem þjóðinni er einhver akkur í. 
mbl.is Mikill skellur þrátt fyrir góðan rekstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG VISSI EKKI AÐ TIL STÆÐI AÐ SKIKKA KETTI TIL AÐ VERA MEÐ BINDI Í ÁRBORG??????

Það er nú gott að menn eru búnir að átta sig á muninum á "bindiskyldu" og "bindisskyldu" það er nefnilega þetta auka "s" sem gerir merkingamuninn.  Það er eiginlega best að menn eru búnir að átta sig á því að það er að mestu óframkvæmanlegt að tjóðra kettina.
mbl.is Bindiskyldan óframkvæmanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

James Clark (4.03.1936 – 7.04.1968)

 

James „Jim" (eða „Jimmy") Clark, Jr.  Er einhver virtasti formúlu 1 ökumaðurinn sem uppi hefur verið þó svo að á sínum stutta ferli sem formúlu1 ökumaður (1960 -1968) hampaði hann „einungis" tveimur heimsmeistaratitlum sem formúlu1 ökumaður en það var árin 1963 og 1965. Á árunum 1960 -1968 tók hann þátt í 73 mótum, hann vann 25 þeirra, var 32 sinnum á verðlaunapalli, hann var 33 sinnum á ráspól og átti 28 sinnum hraðasta hring.  Allan þann tíma sem hann var í formúlu1 ók hann aðeins fyrir eitt lið en það var Lotus á þessum árum var Lotus algjört yfirburðalið í formúlunni.  Margt ótrúlega flott gerði hann á sínum ferli en flestir eru á því að sigurinn á Spa árið 1963 standi upp úr og sú frammistaða verði „ALDREI" toppuð.  Aðstæður voru þannig á brautinni að það var svarta þoka og rigning.  Clark hóf keppni í áttunda sæti á ráslínu, Clark fór framúr hverjum á fætur öðrum og ca á 17 hring hafði hann „hringað" alla nema þann sem var í öðru sæti, Bruce McLaren á Cooper, en þegar upp var staðið varð hann um FIMM MÍNÚTUM á undan honum yfir marklínuna.  Á Monza 1967 var hann í forystu þegar sprakk hjá honum, hann komst inn á þjónustusvæðið og fékk nýtt dekk, en á því tapaði hann einum hring og kom aftur inn í keppnina í 16 sæti.  Honum tókst með alveg ótrúlegum akstri að ná forystunni aftur og var að hefja síðasta hring, en ekki hafði verið gert ráð fyrir svona „svakalegum" akstri og á síðasta hring varð bíllinn bensínlaus þannig að ekki tókst að klára keppnina.

James Clark hafði orð á sér fyrir að vera mjög fjölhæfur ökumaður og á sínum ferli tók hann þátt í mörgum mótaröðum m.a Indianapolis 500, sem hann vann 1965 og er hann eini maðurinn utan Ameríku sem hefur unnið þá mótaröð, hann keppti í NASCAR 1967 ásamt formúlu1 og svona mætti lengi telja og í öllum mótum sem hann tók þátt í var hann í fremstu röð.

Þann 7.04. 1968 tók James Clark þátt í formúlu2 keppni á Hockenheim-brautinni (það var áður en brautin var stytt og þá lá stór hluti hennar í gegnum skóglendi).  Ekki er alveg vitað hvað gerðist en uppi eru ágiskanir þess efnis að loft hafi lekið úr afturdekki hjá honum sem orsakaði það að hann missti stjórn á bílnum, ók á tré og tví hálsbrotnaði.  Hann lést á leið á sjúkrahúsið.

Vegna þess að brautinni á Hockenheim hefur verið breitt er aðeins lítill trékross í skóginum þar sem slysið varð en hans er alltaf minnst þegar kappakstrar fara þar fram og eru menn á því að þar hafi farið einn besti ökumaður allra tíma.

Að sjálfsögðu hefði ég átt að vera tilbúinn með þennan pistil FYRIR keppnina á Hockenheim í sumar en ég vona að mér verði fyrirgefið verður maður ekki bara að segja „Betra seint en aldrei".


NÚ ÞARF AÐ KOMA EINHVERJUM "VILDARVINI" AÐ!!!!!!!!!!!!!

Afsprengi LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR, BEZTI FLOKKURINN ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í að koma "sínu" fólki að í "feitum embættum".  Miðað við fréttir af launamálum Orkuveitunnar virðist nú þurfa að gera meira þar innandyra en að skipta bara forstjóranum út.
mbl.is Tillaga um að Hjörleifur víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ÞAÐ HLUTDRÆGNI AÐ REYNA AÐ TRYGGJA AÐ RÉTTARHALD FARI FRAM ÓTRUFLAÐ??????

Og eiga sakborningar ekki rétt á því að réttarhald yfir þeim fari fram án hugsanlegra truflana hvort sem er frá stuðningsmönnum þeirra eða andstæðingum????  Eiga þeir ekki einnig rétt á því að lögmaður þeirra sé ekki alltaf að kalla á fjölmiðlaathygli og sé ekki að verja þá með einhverjum upphrópunum og gagnslausum ávirðingum á dómarann????  Skiptir það einhverju máli, í þessu tilfelli hjá lögmanninum að þetta fólk sem mætir á dómsstað, er talið vera stuðningsmenn ákærðu?  En að öðru:  Krafðist Ragnar Aðalsteinsson þess ekki að dómarin viki vegna HLUTDRÆGNI???
mbl.is Efast um óhlutdrægni dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AUMT YFIRKLÓR HJÁ MERÐI................

Og gerir lítið annað en að staðfesta það á hverra vegum Gylfi Magnússon er í ríkisstjórninni.
mbl.is Fráleitt að Gylfi hafi logið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ER EKKERT SEM HEFÐI RÉTTLÆTT ANNAÐ EN AÐ DÆMA VÍTI Í BÆÐI SKIPTIN!!!!!

Svona ummæli eru Rúnari Kristinssyni til minnkunar og ekki get ég sagt að álit mitt á honum hafi aukist er ég las þessi ummæli hans...............
mbl.is Rúnar: Of margir léku undir getu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ÞAÐ EKKI NOKKUÐ BORÐLEGGJANDI????????????

Það þýðir ekki að segja mér að "topparnir" í "ríkisstjórn fólksins" hafi ekki verið upplýstir um þetta..
mbl.is Lét Gylfi Steingrím vita?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"ÉG STYÐ KJARABARÁTTU SLÖKKVIÐS- OG SJÚKRAFLUTNINGAMANNA SVO FRAMARLEGA AÐ ÞAÐ BITNI EKKI Á MÉR".......

Var rauði þráðurinn hjá fólki sem var rætt við á Reykjavíkurflugvelli í gær...  Er nema von að ástandið hér á landi sé eins og það er????  Einstaklingshyggjan er ofar öllu, samtakamáttur er enginn og menn gefa bara skít í allt ef þeir fá sitt fram......  Í stað þess að sýna slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum samstöðu í kjarabaráttu sinni og hreinlega að sleppa því að fara til Akureyrar í  EINN dag, þá reyndi fólk að komast "framhjá" löglegu verkfalli, með því að ætla sér að fljúga til Húsavíkur og fara svo þaðan í rútu til Akureyrar.  Hefði nú ekki verið nær lagi að reyna að stuðla að því að samningar tækjust, sem fyrst við þessa aðila í stað þess að vera með svona "hundakúnstir", því öll viljum við að þessir menn séu til staðar ef slys og brunar verða.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband