Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

HART UNNIÐ AÐ ÞVÍ AÐ BÆNDASTÉTTIN VERÐI LÖGÐ NIÐUR.............

Hverjir hafa hagsmuni af því, ekki eru það langtíma hagsmunir neytenda sem ráða þarna ferðinni????  Ég held að það sjái það allir sem vilja að þegar landið getur ekki lengur séð sér fyrir matvælum þá verða landbúnaðarafurðir EKKI LENGUR neitt ódýrar.  Innlimunarsinnar hafa löngum klifað á því að með því að ganga í ESB verði matvæli svo ódýr. Halda menn virkilega að ESB-batteríið GREIÐI flutningskostnað matvælanna til Íslands svo verðið verði það sama og í öðrum löndum ESB?????
mbl.is Verðið stýrir framboðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STAÐFESTING Á SKATTASTEFNUNNI..............................................

Þessi frétt er bara staðfesting á því að skattheimta er orðin of mikilÞað vill gleymast í umfjölluninni að það eru oftast fleiri en ein hlið á málunum..........................
mbl.is Skattafrádrátturinn 1,7 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AUÐLINDARÁÐUNEYTI???????????????

Var það ekki í stefnu "ríkisstjórnar fólksins" að sameina og þannig að fækka ráðuneytum??????  Svo koma einhverjir "kálfar" (ég bið kálfana velvirðingar á þessari samlíkingu) með þá hugmynd að BÆTA VIÐ ráðuneyti og ofan á allt virðist þetta ráðuneyti ekki eiga að hafa neitt á sinni könnu annað en að fylgja því eftir að farið sé eftir stjórnarskránni, nákvæmlega eins og hin ráðuneytin EIGA að gera.  Þá er nokkuð vandséð hvert hlutverk þessa "nýja" ráðuneytis ætti að vera, nema að bruðla með fjármuni, sem nóg virðist vera til af í svona "húmbúkk" og vitleysu (sbr. INNLIMUNARUMSÓKNINA í ESB).
mbl.is VG styður auðlindaráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVER ER SVO ÞESSI ÓTVÍRÆÐI ÁRANGUR??????

Er hann kannski sá að heimili landsins eru á vonarvöl, atvinnulífinu er að blæða út, engin nýsköpun á sér stað, engar framkvæmdir eru í gangi.  Allt þetta og mikið fleira, sem ég nenni ekki að telja upp, er afrakstur skattastefnu VG (WC) sem er víst að skila ÓTVÍRÆÐUM ÁRANGRI.............
mbl.is Veruleikafirring Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"DRIVER OF THE DAY"..........................................

Ekki spurning að Michael Scumacher var ökumaður dagsins.  Hann var 24 á ráslínunni, eftir að afturhjól losnaði af bílnum í fyrstu umferð tímatökunnar í gær og varð til þess að hann gat ekki sett einn einasta tíma í gær, samt sem áður endaði hann í fimmta sæti í kappakstrinum í dag.  Að hækka sig um 19 sæti er árangur sem er alveg með ólíkindum og svona lagað gera bara afburðamenn.  Þá er árangur Jensons Buttons alveg stórkostlegur hann var í 13 sæti á ráslínu og klárar í 3 sæti.  Öll dekkjastoppin hjá honum og dekkjavalið var fullkomið og svo er hann þekktur fyrir sinn "mjúka" akstursstíl þannig að hann heldur góðu lífi í dekkjunum allan tímann.  Enn einu sinni olli Nico Rosberg mér miklum vonbrigðum.  Hann átti frábært start, hann komst létt í annað sætið og strax á öðrum hring náði hann forustunni en reyndar var hann bara í fyrsta sæti í tvo eða þrjá hringi þegar Vettel tókst að endurheimta sætið.  Svo fór smám saman að síga á ógæfuhliðina hjá honum þegar þeir fóru hver af öðrum framúr honum og hámark niðurlægingarinnar fyrir hann var þegar liðsfélagi hans Michael Scumacher fór framúr honum, maðurinn sem hóf keppni í 24 sæti.  Það virðist vera að þrátt fyrir það að Rosberg sé góður ökumaður þá vanti hann úthald svo hann geti haldið út heila keppni.  Vinni hann ekki í úthaldinu verður hann aldrei annað en meðal ökumaður.  Enn heldur Lewis Hamilton áfram að gera sig sekan um heimskuleg mistök og þessi kostuðu hann keppnina ef hann hefði verið eins og maður hefði hann að minnsta kosti endað í þriðja sæti ef ekki ofar.  Hann verður að fara að laga til í hausnum á sér til þess að hann verði alltaf þar sem hann á að vera á TOPPNUM..............
mbl.is Léttur sjöundi sigur hjá Vettel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NEI, NÚ ERU ÞESSIR "KÁLFAR" KOMNIR FULL-LANGT YFIR STRIKIÐ..........

Maður vissi það alltaf að "forsjárhyggjan og miðstýringin" væri mun meiri en góðu hófi gegndi, hjá þessu liði en þarna fór það svo gjörsamlega útfyrir öll mörk skynseminnar.  OG ÞETTA LIÐ ER VIÐ STJÓRNVÖLINN ég segi bara eins og góður maður sagði eitt sinn "GUÐ BLESSI ÍSLAND"!!!!!!!!!
mbl.is Banni hvalveiðar á Faxaflóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER HANN EINI MAÐURINN Á ALÞINGI SEM LÆTUR SIG EINHVERJU VARÐA UM ÞAÐ HVERT STEFNIR????????

Svo virðist í það minnsta vera, á meðan "ríkisstjórn fólksins" gerir ekkert annað en að hækka skatta, bæta nýjum við og skera niður þjónustu á vegum hins opinbera, steinhalda þingmenn kj.... um ástandið.......................
mbl.is „Það er ekkert eftir til að ná endum saman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

   

Konan sló létt í hausinn á karlinum sínum og hann spurði af hverju hún gerði þetta?

 ,,Ja ég fann miða í vasanum þínum sem á stóð "Sara sexy".

Hann var fljótur að hugsa og sagði:,,Já, þetta er bara nafnið á hesti sem ég veðjaði á í dag". Konan bað hann afsökunar.

 Viku seinna lambdi hún hann í hausinn með pönnu!

,,Hvað er að þér" sagði hann reiður.

 Hesturinn þinn hringdi í dag, sagði frúin!!


ÞEIR ERU NÚ REYNDAR FLEIRI SEM ÆTTU AÐ ÍHUGA PÓLITÍSKA STÖÐU SÍNA....

Það eru ekki margir sjávarútvegsráðherrarnir, sem hafa gengið erinda LÍÚ-mafíunnar af jafn miklum krafti og hann sjálfur..........................
mbl.is Ráðherrar hugi að pólitískri stöðu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KJAFTÆÐI............................

Ef LÍÚ-klíkan vill fara að tala um stjórnarskrárbrot, þá er það að finna í upphafi þegar kvótakerfið núverandi var sett á, ekki væri svo vitlaust að það yrði rannsakað ofan í kjölinn.  Að sjálfsögðu verða einhver fyrirtæki gjaldþrota, en þar er helst um að ræða fyrirtæki sem tóku há lán (nokkra milljarða einhver dæmi eru um það), sem runnu í óarðbæran og óskyldan rekstur og í FLESTUM tilfellum töpuðust þessir fjármunir alveg.  Þetta gefur okkur tækifæri á að "losa" okkur við skussana úr greininni............................
mbl.is Leiðir til fjöldagjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband