ÞEIR ERU NÚ REYNDAR FLEIRI SEM ÆTTU AÐ ÍHUGA PÓLITÍSKA STÖÐU SÍNA....

Það eru ekki margir sjávarútvegsráðherrarnir, sem hafa gengið erinda LÍÚ-mafíunnar af jafn miklum krafti og hann sjálfur..........................
mbl.is Ráðherrar hugi að pólitískri stöðu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Lái engum að standa vörð um fjöregg þjóðarinnar. En hef ákaflega litlar mætur á fólki sem sem reynir að rífa niður atvinnuvegina,sama hvaða háskólagráðu þeir hafa.

Ragnar Gunnlaugsson, 25.8.2011 kl. 09:57

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fjjöregg þjóðarinnar er ekki L.Í.Ú.  heldur fiskurinn í sjónum.  Hann verður veiddur, verkaður og etinn eftir sem áður. Málið er að ef okkur tekst að rippa upp þetta óréttláta kerfi og vinna að því eins og menn að koma á réttlæti í sjávarútvegi verður það okkur öllum til góðs.  Ekki bara einstakasægreifum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.8.2011 kl. 10:04

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ásthildur. Skil því miður ekki þann hugsunargang að það felist einhverjir hagsmunir  í því að setja núverandi sávarútvegsfyrirtæki á hausinn sem hafa mikla reynslu á því sviði, bara til þess að eftilvill verði einhverjir aðrir sem  reyna fyrir sér í greininni með tilheyrandi fjárfestingum þá eru líklegastir menn sem seldu sínar aflaheimildir á sínum tíma oft vegna slæms reksturs. Fiskurinn í sjónum er ekki mikilsvirði nema hann sé nýttur á sem allra haghvæmastan hátt. Við þurfum öflugar útgerðir til að nýta þann fisk sem hér er við land og sækja jafnvel á fjarðlæg mið.

Ragnar Gunnlaugsson, 25.8.2011 kl. 10:23

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ragnar, það er greinilegt að þú hefur gleypt LÍÚ áróðurinn alveg hráan og hvað sem þú segir um menn með háskólagráður, þá hefur LÍÚ-mafían lagt mikið upp úr því að koma háskólaspekingum í sínar raðir til þess að gera áróður sinn trúverðugri.  Ég á eftir að hrekja þessar "staðreyndir" þeirra og þá er það sérstaklega þessi "hagkvæmni" sem þarfnast skoðunar, en vegna anna verður það ekki alveg strax.

Jóhann Elíasson, 25.8.2011 kl. 10:38

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ragnar sjávarútvegurinn skuldar 500 milljarða. Ef þessir menn eru svona hagkvæmir og kunna vel til verka, af hverju hafa útgerðirnar þá safnað svoma miklum skuldum?  Það er vegna þess að menn hafa tekið þessa peninga út úr greininni og notað þá í eitthvað annað, byggt hallir bæði í Reykjavík og erlendis. 

Fiskurinn er EKKI nýttur í dag á sem hagkvæmasta hátt, þar fara milljónir í súginn með brottkasti og arfa vitlausri stjórnun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.8.2011 kl. 10:41

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

LÍÚ hefur keypt lögfræðiálit sem segir það brjóta gegn atvinnufrelsi þeirraverði hróflað við einkaleyfi þeirra að nýta auðlindir hafsins. Lögfræðingar hafa af því atvinnu að selja lögfræðiálit og túlka lögin að hagsmunum viðskiptavina sinna. Það er þeirra atvinnufrelsi. Lögfræðingar á launum hjá LÍÚ halda eðlilega ekki á lofti öðrum hagsmunum en þeirra.

Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna ályktaði að gjafakvótakerfið væri ólögmætt, ósanngjarnt og brjóti gegn mannréttindum og atvinnufrelsi fólks á Íslandi. Það er óumdeilt að mannréttindanefnd Sþ gengur ekki erinda hagsmunaaðila eða annarra á Íslandi.

Það er ansi hæpið að nota orðið starfsheitið sjávarútvegsráðherra um Einar Kr. Guðfinnsson, LÍÚráðherrann væri nær lagi. Ekkert gerði hann eða framkvæmdi sem ráðherra þessa málaflokks nema fá fyrst blessun stýrimannsins hjá LÍÚ. Stýrimaðurinn var í raun ráðherrann,  ekki Einar nema að nafninu til.

Ríkisstjórnin er í erfiðri stöðu, hún hefur ekki styrk til að framkvæma afturköllun gjafakvótans með þeirri hörku og hraða sem æskilegast væri og þarf því að fara "mýkri" leið. 

Það er óneitanlega broslegt að þeir sem vilja breytingar á kvótakerfinu skuli margir vera hvað harðastir með kröfu um að stjórnin fari frá og boðað verði til kosninga. Það þarf ekki að fara í grafgötur með hvaða flokkar eru líklegastir til að komast þá til valda og fyrr frýs í helvíti en að þeir flokkar breyti neinu varðandi núverandi kerfi nema þá að styrkja það enn betur í sessi.

Þeir sem í raun vilja breytingar á kerfinu ættu að veita stjórninni lið í málinu í stað þess að berja á henni. Verði glugganum lokað núna, opnast hann líklega aldrei aftur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.8.2011 kl. 10:49

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þið segið það, mér finnst alveg gleymast að það varð fjármálahrun og hvort sem það voru heimili Landsmanna eða fyrirtæki og þá í hvaða mynd sem þau eru, þá kom þetta hrun við alla, og er alveg ljóst að ALLAR lánaskuldir uxu úr takt við raunveruleikan, og hvort sem það eru Sjávarútvegsfyrirtæki eða önnur önnur fyrirtæki nú eða heimili Landsmanna þá virðist lausnin hjá núverandi Ríkisstjórn vera að setja allt heilla Þjóðfélagið á hausin vegna þess að Fjármálafyrirtækin með sína ólöglegu starfsemi á lánaformi meðal annars verða samt sem áður að fá allt sitt bætt í topp...

Það sem ég held að almenningur sé mest farin að óttast er að það verði svo ESB sem muni sjá um að deila fisknum hér við Land úr þessu svokallað potta-formi Ríkisstjórnar...

Það eru ekkert annað en svikin loforð komin frá þessari Ríkisstjórn og alveg ljóst á stöðunni í Þjóðfélaginu að Ríkisstjórnin hefur nákvæmlega ekkert traust frá Þjóðinni sinni til vinnuverka lengur í hvaða mynd sem það er...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.8.2011 kl. 11:00

8 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

" Sjávarútvegurinn skuldar 500 miljarða" segir Ásthildur ekki hef ég þessa tölu á hreinu hvort rétt er,en gufa þessar skuldir bara upp ef þessum fyrirtækjum verður gert ókleift að standa skil á þeim.? Aðal atriðið er hjá mörgum er að einhverjir aðrir fá aflaheimildirnar og fara að skuldsetja sig líka,verður það til að lækka vexti og bæta afkomu þjóðarbúsins. Við getum kannski leikið okkur í nokkur ár með svona tilraunastarfsemi meðan við eyðum upp lánum frá Aljóðagjaldeyrissjóðnum, en varla mikið lengur. Hefur einhver töfralausn á að brottkast hverfi algjörlega.? Mestar líkur held ég að menn gangi vel um auðlindina ef þeir nýta hana til langs tíma ,heldur en þeir sem nýta hana til að ná skjótfengnum gróða.

Ragnar Gunnlaugsson, 25.8.2011 kl. 11:39

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það ER verið að nýta hana til að fá skjótfengin gróða Ragnar.  Fé streymir út úr sjávarútveginum í eitthvað allt annað.  Það er nú málið.  Þess vegna þarf þjóðin að hafa umráð yfir auðlindinni, og útgerðarmenn geta leigt aflaheimildir fyrir sanngjarnt verð og þeir fá ekki meira til umráða EN ÞAÐ SEM ÞEIR VEIÐA. Þeir eiga ekki að fá að hafa þetta allt í hendi sér og framleigja kvóta til lítilla kvótalausra útgerða sem berjast í bökkum með tilheyrandi landauðn.  Það var einfaldlega vitlaust gefið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.8.2011 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband