Bloggfærslur mánaðarins, maí 2020

HVAR ER EGILL HELGA EIGINLEGA??????

Ég átti ekki von á því að ég ætti eftir að sakna þess að hafa ekki Egil Helgason í "Silfrinu", en svo bregðast Krosstré sem önnur tré.  Egill var þannig að hann lagðist ekki flatur fyrir gestum sínum og hafði fyrir því að spyrja þá út í óþægilega hluti, kannski það sé þess vegna sem hann er ekki í þættinum?  En sú er alls ekki með þann stjórnanda, sem hefur verið undanfarna sunnudaga, sem verður til þess að þættirnir verða "flatir" og leiðinlegir og álíka spennandi áhorfs og að horfa á málningu þorna.   Maður veit að málningin þornar á endanum, þannig að þættirnir skilja akkúrat EKKERT eftir sig.  Það er afskaplega stutt í að ég gefi þessum þáttum endanlegt líf, ég tel mig líka geta notað tímann mun betur en að horfa á svona lagað og finnst afskaplega illa farið með þá peninga sem ég er nauðbeygður til að greiða í RÚV, sem er sagt að sé miðill ALLRA landsmanna.......


mbl.is Fyrirtæki með stjórnendur á „ofurlaunum“ fái ekki aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG SVO ERU MENN HISSA Á ÓRÉTTLÆTINU OG SPILLINGUNNI HÉR Á LANDI...

Gefur það ekki til kynna, að hann fer svona seint af stað í undirskriftasöfnunina, að hann er nokkuð sigurviss.   Enda hefur það verið reynsla undanfarinna ára að við Íslendingar erum kvartandi og kveinandi yfir óréttlætinu og spillingunni hér á landi, en svo þegar kemur að kosningum þá er sama spillingarliðið kosið aftur.  Ég fékk að heyra það með núverandi forseta að hann hefði ekkert gert og það væri jú alveg ágætt því hann gerði þá ekkert af sér á meðan.  Þá spurði ég viðkomandi hvort hann væri ánægður með það að forsetinn hefði undirritað lögin um FÓSTUREYÐINGU, samþykkt ORKUPAKKA ÞRJÚ, sleppt því að fara á HM í knattspyrnu í Rússlandi vegna þess að Ríkisstjórnin vildi EKKI að hann færi OG SVO BEIT HANN HÖFUÐIÐ AF SKÖMMINNI MEÐ ÞVÍ AÐ TILKYNNA ÞAÐ ,EFTIR AÐ HANN HAFÐI VERIÐ KJÖRINN, AÐ HANN MYNDI ALDREI GANGA GEGN RÍKJANDI STJÓRNVÖLDUM MEÐ ÞVÍ AÐ BEITA 26 GREIN STJÓRNARSKRÁRINNAR?  Nei hann var það nú ekki EN SAMT VAR HANN BARA NOKKUÐ ÁNÆGÐUR MEÐ NÚVERANDI FORSETA og reiknaði með að kjósa hann.  HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ OKKUR ÍSLENDINGUM ER KANNSKI SVONA RÍK ÞRÆLSLUND Í OKKUR????????


mbl.is Guðni byrjaður að safna undirskriftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ENGINN SAMDRÁTTUR HJÁ REYKJAVÍURBORG.......

"Borgarlínuverkefnið" virðist eiga að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist.  Er það sama uppi á teningnum varðandi flugvöll í Hvassahrauni?  Það sagði við mig kunningi minn að vegna aðstæðna þá hlytu svona fáránlegar hugmyndir eins og BORGARLÍNA, FLUGVÖLLUR Í HVASSAHRAUNI, HRAÐLEST MILLI FLUGSTÖÐVAR LEIFS EIRÍKSSONAR OG REYKJAVÍKUR og fleira í þessum dúr, að detta upp fyrir.  En því miður virðist þessi góði maður EKKI hafa haft algjörlega rétt fyrir sér.  Það væri gaman að vita hvort einhverjar umræður hafa farið fram um þessi mál eftir að þessi veirufaraldur skall á......


mbl.is HR og borgin semja um Borgarlínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SAMLÍKINGIN HJÁ ELLIÐA GLETTILEGA NÆRRI RAUNVERULEIKANUM........

Ég hef velt fyrir mér tengslum nasista og ESB (áður EBE) SJÁ HÉR en Elliði gengur lengra og veltir fyrir sér tengslum Samfylkingarinnar og nasista.  Elliði virðist hafa nokkuð mikið til síns máls, ef grannt er skoðað og sé þessi samantekt um tengsl ESB við nasista skoðuð nokkuð vel koma nokkuð mikil líkindi heim og saman.........


mbl.is Skiptar skoðanir um nýtt merki Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TÖKUM STJÓRNARSKRÁNA ALVARLEGA OG FÖRUM EFTIR HENNI.....

Nú er verið að gera heilmiklar breytingar á þingsalnum, svo hægt verði að fara eftir sóttvarnarreglum.  En eftir stendur að um þessar mundir eiga ekki fleiri en 50 að koma saman en síðast þegar ég vissi þá voru þingmenn 63 og hvað á þá að gera við þá sem eru umfram þessa 50?  Nú er tækifærið til þess að fara eftir stjórnarskránni að einhverju leyti.  Málið er að ráðherrarnir eiga EKKERT erindi á Alþingi (það er nánar fjallað um þetta síðar í greininni).  Þegar ráðherrar hafa verið skipaðir verður að kalla inn varamenn fyrir þá, en þá verður engin FÆKKUN á Alþingi.  Þá er helsta ráðið að gerð verði breyting á lögum um fjölda Alþingismanna á þessu kjörtímabili þar, sem lagt yrði til að Alþingismönnum yrði FÆKKAÐ í 63 í 40 (Það þarf ekki fleiri þingmenn til að samþykkja þau lög og reglugerðir sem koma frá ESB).  Það  verður að fara fram endurskoðun á EES samningnum og uppsögn á Schengen samkomulaginu.

Allt frá okkar fyrstu árum í skóla hefur okkur verið sagt að hin svokallaða þrískipting ríkisvaldsins sé grundvöllurinn að stjórnskipun lýðveldisins Íslands.  Eins og allir vita skiptist valdið í: LÖGGJAFARVALD, FRAMKVÆMDAVALD og DÓMSVALD.

En eftir að stöðuveitingar ráðherra komust í hámæli, þá fór ég nú að skoða þessa þrískiptingu ríkisvaldsins betur og miðað við þá skoðun þá komst ég að því að skilin þarna á milli eru orðin afskaplega óskýr og sum staðar eru þau bara alveg horfin, hafi þau einhvern tíma verið til staðar.

LÖGGJAFARVALD er samkvæmt stjórnarskránni í höndum Alþingis og forseta.  Alþingismenn og konur fá umboð sitt frá þjóðinni, til fjögurra ára í senn, þeirra hlutverk er að setja lög sem þjóðin á að fara eftir og forseti veitir þessum lögum samþykki sitt. 

FRAMKVÆMDAVALD er ráðherra viðkomandi málaflokks og staðfestir forsetinn skipan viðkomandi ráðherra.  Viðkomandi ráðherra á að sjá um framkvæmd þeirra laga sem Alþingi setur.

DÓMSVALD er í höndum dómara.

Þannig er þrískiptingu ríkisvaldsins háttað þessum ÞREMUR þáttum á að halda algjörlega aðskildum til að tryggja sem best lýðræði og réttláta meðferð þegna landsins gegn hinu opinbera.

En eitthvað virðist þetta hafa skolast til á undanförnum árum og jafnvel áratugum og hægt er með nokkuð góðri samvisku að fullyrða það að þrískipting ríkisvaldsins hafi aldrei að fullu verið til framkvæmdar hér á landi.  Þessa fullyrðingu verður að skoða nánar og mun ég gera tilraun til þess hér á eftir.

Við skulum byrja á því að skoða LÖGGJAFARVALDIÐ:  Á Alþingi sitja 63 fulltrúar kjörnir af þjóðinni, það er óumdeilt, en af þessum 63 þingmönnum eru 11 ráðherrar,  Þarna er strax komin skörun.   Það er þannig að þegar kjörnir þingmenn, verða tilnefndir sem ráðherrar, þá eiga þeir að segja af sér þingmennsku og kalla inn varamenn sína.   Það er svo tilhögunin á Alþingi, að svokölluð ráðherrafrumvörp njóta forgangs í störfum þingsins, en þetta þýðir að þau frumvörp sem eru borin upp af ráðherra hafa forgang framyfir svokölluð þingmannafrumvörp.  Ég tel að þarna sé um að ræða brot á stjórnarskránni.  Samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins eiga ráðherrar ekki að hafa atkvæðisrétt á Alþingi og spurning hvort þeir eigi yfirhöfuð nokkuð að eiga sæti þar.   Það er spurning hvort störf Alþingis yrðu ekki bara “skilvirkari” ef ráðherrar myndu bara mæta einu sinni í viku eða sjaldnar í fyrirspurnartíma niður á þing?  Það er erfitt að skrifa nokkuð sérstaklega um FRAMKVÆMDAVALDIÐ vegna þess að þessi grein fjallar um það hvernig það hefur smám saman verið að “taka yfir” LÖGGJAFARVALDIÐ og DÓMSVALDIÐ.  Það verður ekki um það deilt að FRAMKVÆMDAVALDIÐ er alltaf að verða fyrirferðarmeira í stjórnsýslu okkar Íslendinga.  Þá er eftir að fara yfir DÓMSVALDIÐ.  Ekki hefur það orðið útundan í þessari þróun.  DÓMSVALDIÐ á samkvæmt stjórnarskránni að standa alveg sjálfstætt.  En er það alveg sjálfstætt?  Ég verð að viðurkenna vankunnáttu mína þar en ég veit ekki hvenær ráðherra byrjaði að skipa dómara, en í stjórnarskránni stendur í 59 grein “Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum” (Tilvitnun líkur, leturbreytingar eru mínar), þá er það skilningur minn, samkvæmt þessu,að ráðherra eigi EKKI að skipa dómara og er þá ekki með góðu móti hægt að segja að stjórnarskráin hafi verið brotin í  mörg ár eða jafnvel áratugi?  Ekki einvörðungu hefur framkvæmdavaldið seilst til áhrifa í löggjafarvaldinu heldur er það einnig komið með puttana í dómsvaldið (sbr. Það að flestir dómarar, bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti, eru orðnir pólitískt skipaðir) og ALLIR MUNA EFTIR „FARSANUM“ Í SAMBANDI VIÐ SKIPUN DÓMARA Í LANDSRÉTT.  En í því máli tel ég að hafi verið gerð AFDRIFARÍK MISTÖK.  Í dómi mannréttindadómstóls Evrópu kom fram að ALLIR DÓMARAR LANDSRÉTTAR VÆRU ÓLÖGLEGA SKIPAÐIR, EKKI BARA FJÓRIR, VEGNA ÞESS AÐ ALÞINGI HAFI EKKI STAÐIÐ RÉTT AÐ SKIPAN ÞEIRRA. ALÞINGI ÁTTI AÐ KJÓSA UM HVERN OG EINN ÞEIRRA Í STAÐ ÞESS AÐ KJÓSA UM ALLAN HÓPINN Í EINU.  þá kom einnig fram ádeila á FORSETA LÝÐVELDISINS fyrir hans afgreiðslu á málinu.  En minnsta ádeilan var á störf Dómsmálaráðherra, sem samt var sú eina í þessu máli, sem var „látin“ sæta ábyrgð.

 Það er mín skoðun að stjórnarskráin, sem slík sé mjög gott plagg og hefur hún þolað mjög vel tímans tönn en aftur á móti hef ég meiri áhyggjur af þeim sem eru á Alþingi og eiga að sjá til þess að það sé unnið í samræmi við stjórnarskrána m.a á að gæta þess að lög sem eru sett séu í samræmi við stjórnarskrána á því vill nú vera misbrestur.  Það er tími til kominn að stjórnarskráin verði virt og fyrsta skrefið í þá átt er að „MOKA“ RÁÐHERRUNUM út af Alþingi enda eiga þeir alls ekki heima þar.  Sem dæmi má geta þess að það getur ekki verið eðlilegt að ráðherrarnir sitji heilu og hálfu dagana niðri á Alþingi og „bori bara í nefið á sér“.  Maður hefði haldið að það væri full vinna að stjórna landinu í það minnsta er ekki mjög trúverðugt að menn og konur geti bara gert þetta með annarri hendinni.   Það er ekki skrítið að hver ráðherra skuli hafa minnst tvo aðstoðarmenn, því ráðherrann þarf að eiða tímanum niðri á þingi, þar sem hann á EKKERT ERINDI.  Svo eru þingmenn orðnir alt of margir.  Með því að henda ráðherrunum út úr Alþingishúsinu, væri stigið fyrsta skrefið í því að FÆKKA alþingismönnum, en þar væri einungis komið FYRSTA skrefið af mörgum.  Alþingismenn þurfa alls ekki að vera fleiri en 40 – 45, það sem þarf að gera er að störf Alþingis verði gerð markvissari og einfaldari.  Þegar sjónvarpað er frá þingfundi (nema „Eldhúsdagsumræðu“ hvers vegna hún hefur fengið þetta nafn er mér algjörlega hulin ráðgáta), er þingsalur yfirleitt hálftómur.  Þetta vekur þá spurningu hvort ekki væri hagstæðara að hafa þingfundi tvisvar í viku og þar af yrði annar dagurinn þar sem ráðherra tækju þátt og svöruðu fyrir embættisfærslur sínar.  Þrír dagar yrðu svo teknir í nefndastörf og önnur störf þingsins.  Áður en fólk fer að tala um að það vanti nýja stjórnarskrá er lágmark að sú stjórnarskrá sem er nú þegar til staðar sé virt.  Það hefur verið alveg með ólíkindum að horfa upp á starfsemi þingsins og oft hefur það hvarflað að manni að þingið sé með öllu stjórnlaust, ég er alveg viss um að það væri búið að reka forseta þingsins fyrir stjórnleysi og handvömm ef hann væri að vinna í einkageiranum.


mbl.is Bilið breikkað milli þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HEFUR ÞÁ COVID-19 VEIRAN VIT Á AÐ HALDA SIG FRÁ ESB OG SCHENGEN????

Þetta segir okkur að ESB og Schengen eru ekkert annað en lélegur brandari. OG LÍKA ÞAÐ AÐ EES SAMNINGURINN ER ALGJÖRLEGA HANDÓNÝTT FYRIRBÆRI OG ÞARF AÐ SEGJA HONUM UPP EKKI SEINNA EN STRAX Í ÞAÐ MINNSTA VERÐUR AÐ TAKA SAMNINGINN TIL ALVARLEGRAR ENDURSKOÐUNAR.........


mbl.is Íbúar ESB og Schengen þurfi ekki í sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÚ ER TÆKIFÆRI TIL AÐ LÁTA FÉLAGIÐ FARA Í GJALDÞROT OG HAFA SVO HRAÐAR HENDUR VIÐ AÐ STOFNA RÍKISFLUGFÉLAG Á RÚSTUNUM.......

Í framhaldinu yrði svo tekið almennilega til í rekstrinum, það þyrfti að losa sig við "toppana" og stjórnina eins og hún leggur sig en leggja allt kapp á að sem flestir almennir starfsmenn verði endurráðnir og þá á endurskoðuðum kjörum.  ER EINHVER ÁSTÆÐA TIL ÞESS AÐ "RÍKIÐ" SÉ AÐ HLAUPA UNDIR BAGGA MEÐ ÞESSU FÉLAGI TREKK Í TREKK OG ÁSTÆÐAN FYRIR LÉLEGRI AFKOMU ER FYRST OG FREMST ÓSTJÓRN OG ÓRÁÐSÍA?  ER EITTHVAÐ VIT Í ÞVÍ AÐ EINKAVÆÐA HAGNAÐINN, ÞEGAR HANN ER, EN RÍKISVÆÐA TAPIÐ?  OG SVONA Í RESTINA, VARÐANDI SÍÐUSTU AÐGERÐIR RÍKISSTJÓRNARINNAR Í COVID-19 MÁLUM, FLEST ÞESSI FERÐAÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI, SEM VAR VERIÐ AÐ "BJARGA", VORU KOMIN Í BULLANDI VANDRÆÐI FYRIR COVID-19 FARALDURINN, ÞANNIG AÐ ÞESSAR AÐGERÐIR GERA EKKERT ANNAÐ EN AÐ LENGJA Í HENGINGARÓLINNI OG AUÐVITAÐ ENDAR BARA MEÐ ÞVÍ AÐ ÞESSI FYRIRTÆKI FARA Í GJALDÞROT.  OG SVO KEMUR HVERGI FRAM HVERSU LENGI ÞESSI "BJÖRGUN" Á AÐ STANDA........


mbl.is Tap Icelandair 26,8 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GUÐMUNDUR FRANKLÍN JÓNSSON ER MEÐ LAUSNINA........

Horfði á meiriháttar góða útsendingu Guðmundar Franklíns Jónssona, á You Tube áðan SJÁ HÉR.  Þarna fer Guðmundur Franklín alveg á kostum og segir hreint út það sem aðrir kannski hugsa en hafa ekki þorað að segja upphátt enda er ég ansi hræddur um að ýmsir "sterkir aðilar" í þjóðfélaginu komi til með að leggja stóra steina í götu hans í leið hans að forsetaembættinu.  Það er nokkuð ljóst að þjóðin þarf á svona manni að halda en það er víst nóg til af "HÆLBÍTUM og HÝENUM" SEM VILJA HAFA ÓBREITT ÁSTAND OG SÖMU SPILLINGARÖFLIN VIÐ STJÓRN ALLRA MÁLA HÉR.....


mbl.is Ræða lánalínu eða ábyrgð á lánum til Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Tvær ljóskur sátu á verönd og horfðu á tunglið. Þá segir önnur:

„Hvort heldurðu að það sé lengra til tunglsins eða London"?

Þá litur hin ljóskan á hana og svarar: „Halló, sérð þú London héðan"??????


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband