Bloggfærslur mánaðarins, október 2022
29.10.2022 | 13:39
HÝENA GETUR ALDREI ORÐIÐ AÐ LJÓNI VIÐ ÞAÐ AÐ BREYTA NAFNINU....
Eðlið breytist ekkert. En því miður eru alltaf einhverjir sem halda að þeir nái að blekkja fólk með því að klæðast dulbúningum. Blekkingin gengur kannski í einhvern stuttan tíma en sannleikurinn kemur alltaf í ljós þegar fram líða stundir. Vonandi verður einhver smá friður innan Samfylkingarinnar í einhvern tíma og ég verð að segja að þeim virðist hafa gengið vel og fengið besta fólkið til forystu fyrir flokkinn, sem völ var á og óska ég þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Þá verður annar stjórnmálaflokkur hér á landi með landsfund sinn um næstu helgi en það er eins og flestir vita Sjálfstæðisflokkurinn. Ekki virðist vera sami friðurinn yfir þeirri samkundu (sumir myndu segja að þar væri hver höndin uppi á móti annarri). Þar er víst nokkuð hart vegið að Bjarna Benediktssyni og er það nokkuð víst að Guðlaugur Þór Þórðarson, bjóði sig fram á móti Bjarna Benediktssyni til formennsku í flokknum á næsta landsfundi. Það var öllum ljóst, að Guðlaugur Þór var settur á "hliðarlínuna" eftir síðustu Alþingiskosningar og núna blæs ekki byrlega fyrir honum. Formaður Sjálfstæðiflossins (BB) tilkynnti það, þegar ráðherrar flokksins voru kynntir til leiks, að Jóni Gunnarssyni yrði skipt út eftir 18 mánuði fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur (og honum er ekki stætt á því lengur að ganga framhjá fyrsta þingmanni flokksins á Suðurlandi, þannig að það er uppi hávær krafa um það að Guðrún fái ráðherrastól). En nú er komið "babb í bátinn", Jón Gunnarsson þykir hafa staðið sig vel í sínu starfi og nýtur aukins stuðnings meðal samflokksmanna og það kemur til með að verða erfitt að hreyfa við honum. Þannig að nú er talið að ráðherrastóll Guðlaugs Þórs sé í skotlínunni. Og við þessu verður Guðlaugur að bregðast og er Sagt að það sé nú eða aldrei fyrir hann að berjast fyrir pólitísku lífi sínu......
Breyta nafni Samfylkingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.10.2022 kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.10.2022 | 12:08
EN HVAÐA "HAGFRÆÐI" ER ÞAÐ SEM KRISTRÚN ÆTLAR AÐ BJÓÐA UPPÁ???
Hún hlýtur að hafa einhverjar lausnir, annars væri hún ekki með þessi gífuryrði en sem hagfræðingur hlýtur hún að vita að það gerir það enginn heilvita maður að halda áfram að hlaðast upp "skuldir" innan fyrirtækis, án þess að grípa til aðgerða. Að mínu mati hefði fyrir löngu átt að grípa til aðgerða og stöðva þessa vitleysu. En það er búið að gefa upp "boltann" og framkvæmdastjóri lífeyrisjóðanna hefur sagt að þar á bæ verði ekki gefin TOMMA eftir og það þýði bara eitt "ÞAÐ ERU ENGIN ÚRRÆÐI EFTIR NEMA AÐ FARI FRAM GJALDÞROTASKIPTI Á ÍBÚÐALÁNASJÓÐI...........
Hvöss orðaskipti um ÍL-sjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2022 | 11:56
EKKI SKRÝTIÐ ÞAR SEM PÚTÍN ER EKKI INNLIMAÐUR Í WORLD ECONOMIC FORUM
Og sennilega er hann einn af fáum stjórnmálamönnum í heiminum, sem Klaus Schwabb og félagar eru ekki búnir að læsa klónum í. Skyldi það vera ein helsta ástæða þess að Bandaríkin og ESB ákváðu að fara í stríð við Rússland í Úkraínu?????
Engar hamingjuóskir frá Pútín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.10.2022 | 13:24
ER EKKI HÆGT AÐ BROTTVÍSA HÆLISLEITENDUM FYRIR ALVARLEG BROT SAMKVÆMT NÚGILDANDI LÖGUM???????
Ef það er þannig ÞÁ ER HÆGT AÐ SEGJA AÐ HÆLISLEITENDUR NJÓT MUN MEIRI RÉTTARVERNDAR EN ÍSLENDINGAR. Það er náttúrulega fyrir neðan allar hellur að menn sem fremja morð eins og til dæmis var framið í Rauðagerði (sumir tala reyndar um að þar hafi verið um aftöku að ræða), skuli halda sinni "vernd" á landinu og sleppa við að vera vísað úr landi. Að sjálfsögðu fá þeir sína refsingu hér á landi og verða dæmdir í fangelsi fyrir brot sín, en þeim er andskotans sama því fangelsi hér á landi er algjör lúxus miðað við fangelsi í þeirra heimalandi. Það er ekki skrítið að þetta frumvarp Jóns Gunnarssonar mæti mikilli mótspyrnu hjá "GÓÐA FÓLKINU" og fleirum sem vinna gegn hagsmunum landsins........
Hægt að brottvísa vegna afbrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2022 | 12:57
ERU LÖGIN UM YFIRTÖKUSKYLDU BARA SÝNDARMENNSKA???
Eða er eftirlitið með að lögunum sé framfylgt bara í skötulíki? Við kaup Síldarvinnslunnar hf. Í Neskaupsstað á Vísi hf, í Grindavík vöknuðu ýmsar spurningar, ekki aðeins um yfirtökuskyldu einstakra félaga heldur um eignatengsl fyrirtækja, kvótaþakið, verðmat fyrirtækja í sjávarútvegi (hversu stórt hlutverk kvótinn spilar þar) og svona mætti lengi telja. Spurningarnar eru óteljandi en það verður að segjast eins og er að svörin við sumum spurningum er erfiðara að nálgast en við öðrum. Helsta ástæða þess að ég hef ekki fjallað um þetta fyrr er sú að ársreikningar Síldarvinnslunnar hf. Og Vísis hf. Fyrir árið 2021 lágu ekki fyrir við söluna og svo hef ég verið nokkurn tíma að vinna úr þeim upplýsingum sem þar voru eftir að þeir voru birtir.
En nú skulum við líta á hluti sem koma fram í þessum ársreikningum, sem einhver umræða hefði átt að fara fram um að mínu mati. Við skulum byrja á að fara yfirhluta af ársreikningi Síldarvinnslunnar hf.:
Í ársreikningi Síldarvinnslunnar hf., á blaðsíðu 3, er skrá yfir tíu stærstu hluthafa fyrirtækisins í lok árs 2021 og borið saman við árið 2020, eins og lög um ársreikninga gera ráð fyrir.
Mynd 1: Tíu stærstu hluthafar Síldarvinnslunnar hf. 2021 og 2020
* ATH "klikkið" á myndina til stækka hana.
Á sömu blaðsíðu ársreikningsins koma einnig fram heildarfjöldi hluthafa fyrirtækisins, sem mér þykir alveg stórfurðulegar og þar sé nokkuð sem þarfnast nánari útskýringa. Það er sagt í ársreikningnum að í upphafi árs 2021 hafi hluthafar verið 281 en í lok sama árs hafi þeir verið 4.094. Ekki verður séð að nýir hluthafar séu aðrir en lífeyrissjóðir og starfsmenn fyrirtækisins og því er vandséð hvernig hluthöfum getur hafa fjölgað um 3.813. Er hver lífeyrissjóður reiknaður sem einn eigandi eða eru ALLIR félagar viðkomandi lífeyrissjóðs taldir eigendur? Það er ljóst að árið 2020 er eign Samherja hf. í Síldarvinnslunni hf. 44,64% og til þess að komast hjá yfirtökuskyldu (sem er samkvæmt lögum 30% ATKVÆÐISRÉTTAR lög 22/2009). Aðalreglan er sú að ATKVÆÐISRÉTTUR fylgi hlutfalli hlutafjáreignar en til er að sérreglur kveði á um annað fyrirkomulag. SAMHERJI HF. MINNKAR EIGNARHLUT SINN MILLI ÞESSARA TVEGGJA ÁRA UM 12%, SEM EKKI DUGIR TIL ÞVÍ ENN ER EIGNARHLUTURINN 32,64% OG SVO ER ANNAÐ FÉLAG, KJÁLKANES HF. , SEM LÆKKAR EIGNARHLUT SINN UM 16,79% (úr 34,23% í 17,44%) SENNILEGA Í SAMA TILGANGI. Ekki gerði ég neina tilraun til þess að sjá hverjir væru eigendur að KJÁLKANESI HF.. Margar spurningar vakna þegar þegar farið er yfir þessa skrá yfir tíu stærstu hluthafana til dæmis að árið 2020 eiga ÞRÍR stærstu hluthafarnir 89,84% í félaginu og þar af eru þeir tveir stærstu með 78,87% eign. En árið 2021 eru þessir þrír aðilar komnir niður í 61,05% eignarhlut.
Nú hlýtur að vakna sú spurning hvort Samherja hf. beri ekki skylda til að gera hluthöfum Síldarvinnslunnar hf. yfirtökutilboð í hluti þeirra og fari þar með að lögum? Eða eru þeir kannski hafnir yfir lög?
En þá skulum við fara yfir í önnur og að mínu mati mun ALVARLEGRI mál.
EKKI VERÐUR BETUR SÉÐ EN AÐ AFLAHEIMILDIR FYRIRTÆKISINS SÉU FÆRÐAR INN SEM EIGN Í ÁRSREIKNINGI FYRIRTÆKISINS. Reyndar eru aflaheimildirnarrnar færðar inn sem ÓEFNISLEGAR EIGNIR en ég get ekki fundið lagalega heimild fyrir þeim gjörningi en ekki get ég séð að heimilt sé að skrá aflaheimildir sem eign í ársreikning.
Mynd 2: Eignir Síldavinnslunnar hf. árin 2021 og 2020.
* ATH "klikkið" á myndina til stækka hana.
Svo er annað sem ég rak augun í þegar ég var að fara yfir ársreikning fyrirtækisins en ég hélt að það væri ekki heimilt að afskrifa aflaheimildir. En skoði maður skýringu númer 7 við efnahagsreikninginn kemur í ljós að aflaheimildir eru afskrifaðar (sjá hér fyrir neðan):
Mynd 3: Óefnislegar eignir Síldarvinnslunnar hf. fyrri hluti.
* ATH "klikkið" á myndina til stækka hana.
Þarna er um að ræða fyrri hluta skýringar númer sjö við efnahagsreiknings Síldarvinnslunnar hf. en þarna kemur það skýrt fram að árið 2020 voru veiðiheimildir afskrifaðar án þess að nokkur heimild væri til þess í lögum.
Mynd 4: Óefnislegar eignir Síldarvinnslunnar hf. seinni hluti.
* ATH "klikkið" á myndina til stækka hana.
Og fleira vekur að sjálfsögðu athygli og auðvitað hlýtur hver einstaklingur að spyrja sig að því: Hvaða heimild liggur eiginlega að baki því að fyrirtækið EIGNFÆRIR ÚTHLUTAÐAR VEIÐIHEIMILDIR Í EFNAHAGSREIKNING FYRIRTÆKISINS? Ætlar skattstjóri virkilega að láta þetta viðgangast í framtíðinni?
Þá hef ég einnig undir höndum ársreikning Vísis hf. í Grindavík og þar er ýmislegt, sem mér finnst orka tvímælis (það skal tekið fram að þarna er ég að tjá mína eigin persónulegu skoðun). Í ársreikningi Vísis hf., eru fiskveiðiheimildirnar einnig skráðar sem eign en munurinn er sá að þar er talað um varanlegar fiskveiðiheimildir og þær eru afskrifaðar um 5% og hef ég leitað mikið að HEIMILD fyrir þeim gjörningi en ekki fundið (þarna er ekki verið að tala um neina smáaura). En samkvæmt lögunum um stjórn fiskveiða er fiskveiðiauðlindin í eigu þjóðarinnar. EN ER ÞAÐ SVO Í RAUNINNI?
Það sem kom mér nokkuð mikið á óvart er að það er ekki hægt að finna nokkra einustu réttlætingu fyrir himinháu söluverði Vísis hf. til Síldarvinnslunnar hf. í ársreikningi félagsins 31 MILLJARÐUR og samkvæmt lauslegum útreikningi mínum þá gat ég ekki betur séð en að ef kvótans hefði ekki notið við þá hefði verið TAP á rekstrinum árið 2020 og eigið fé verið neikvætt. En það hefur litla þýðingu að segja ef og hefði en er það ekki lágmarkskrafa að farið sé að lögum? Eins og ég sagði áður þá finn ég ekki nein rök fyrir verðlagningu fyrirtækisins, ÞAÐ EINA SEM GETUR TALIST RÖKRÉTT AÐ ÞAÐ SÉ VERIÐ AÐ SELJA VEIÐIHEIMILDIRNAR. En veiðiheimildirnar eru EKKI eign þess sem hefur þær til afnota. Til dæmis get ég ekki séð það fyrir mér að ég kæmist upp með að SELJA íbúðina sem ég hef á leigu? ER KANNSKI EKKERT GERT Í ÞESSU ÞVÍ ÞAÐ ER VERIÐ AÐ BÍÐA EFTIR ÞVÍ AÐ KVÓTAHAFAR NÁI SÉR Í HEFÐARRÉTT?????????
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.10.2022 | 07:51
FER EKKI AÐ STYTTAST Í AÐ VIÐ SJÁUM "GALDRABRENNUR"????????
Það er kominn aftur "RANNSÓKNARRÉTTUR KIRKJUNNAR", stjórnmálaflokkarnir margir hverjir eru komnir með einhverjar "kynlífsrannsóknarnefndir" og þess á milli "rannsaka" þeir ýmislegt sem er talið að betur megi fara í samskiptum og samskiptaleysi fólks og svo eru ýmis fyrirtæki að koma sér upp svona "rannsóknarnefndum". En staðreyndin er sú að ef grunur vaknar um eitthvað saknæmt athæfi þá á bara að vísa því beint til lögreglu sem svo afgreiðir málið. Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá enn einu "klúðrinu" hjá þessari "óháðu" rannsóknarnefnd kirkjunnar. Ég veit ekki til að þessi nefnd hafi komið einu einasta máli skammlaust frá sér og engar líkur á að breyting verði þar á í framtíðinni.......
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.10.2022 | 10:15
HVAÐ ER EIGINLEGA Í GANGI HÉR Á LANDI OG VÍÐAR?????????
Nú upp á síðkastið hafa verið MJÖG miklar verðhækkanir á sjávarafurðum (hjá okkur almenningi heitir þetta fiskur og afurðir úr fiski). Kunningi minn er á frystitogara og hann kom að máli við mig og hann hafði fréttir af því að þorskur, sem fór í "fish and chips" í Bretlandi, hafði hækkað um rúmlega 98% en hann hafði ekki séð neina hækkun á sínum launum síðustu mánuði. Hann sýndi mér nokkra síðustu launaseðla máli sínu til stuðnings. Ég veit ekki betur en að fiskur af Frystitogurum hér á landi fari eða réttara sagt eigi að fara beint á markað og því verð hækkun á launum sjómanna þegar hækkun á fiski verður á markaði. Eru Íslendingar kannski hættir að selja á markaði þar sem verð er hátt?Nú er komin í ljós mikil hækkun á fiski undanfarið á fiskafurðum, talað er um að verð á fiski hafi hækkað um allt að 30% upp á síðkastið, svo eru margir alveg kjaftbit á að það sé farið fram á launahækkanir í næstu kjarasamningum.....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.10.2022 | 15:04
NÚ Á AÐ "SLÁTRA" JÓNI GUNNARSSYNI OG NÚ NOTAR "GÓÐA FÓLKIÐ" ÖLL MEÐUL..
Þessi aðför hefur staðið yfir í nokkurn tíma en um helgina var "róðurinn" í þessa átt hertur verulega mikið. Fyrst þegar FLÓTTAMANNABÚÐIRNAR voru reistar í Borgartúninu og þær umræður sem komu í kjölfarið, urðu árásirnar á Jón Gunnarsson mun harðari og þegar hann talaði um að koma jafnvel upp móttökubúðum fyrir hælisleitendur þá fyrst fór nú allt á hliðina. Og strax núna um helgina fór RÚV að fullu af stað í herferðina gegn Jóni. Strax var varið að segja frá því að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við Ráðherraembætti af Jóni og látið að því liggja að hún væri miklu "betri manneskja" en Jón og myndi verða "meðfærilegri" fyrir "GÓÐA FÓLKIÐ". Svo bættu þeir um betur og drógu Guðrúnu inn í "Silfrið" og alla fréttatíma og voru óþreytandi að spyrja hana að því hvort hún væri sammála því sem Jón væri að gera og ætlaði að gera. Ef það er svona sem "GÓÐA FÓLKIÐ" kemur til með að vinna í framtíðinni og menn sem ætla sér að gera breytingar í þágu þjóðarinnar, geti átt vona á svona meðhöndlun, þá getum við bara gert ráð fyrir að ENGINN heilvita maður leggi í að fara í þessa vegferð í framtíðinni...............
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
15.10.2022 | 18:42
STRÁKARNIR OKKAR LÉKU SÉR AÐ EISTUNUM!!!!
Þrátt fyrir að mér þætti nú svolítill "doði" yfir okkar mönnum. Dampurinn í þeirra leik var ekkert í líkingu við leikinn á móti Ísrael. En strákunum okkar til varnar verð ég að segja að það er mjög erfitt að spila á móti svona miklu lélegra liði, enda á tímabili í fyrri hálfleik, munað ekki miklu að Eistarnir næðu að draga strákana okkar niður á sitt "plan" en sem betur fer gekk það ekki eftir. Markvarslan í fyrri hálfleik var bókstaflega engin og var alveg furðulegt að sjá þetta mikinn mun milli leikja. Markvarslan í seinni hálfleik skánaði aðeins en var nokkuð langt frá því að vera á "pari". Vörnin byrjaði fremur illa en hrökk svo í gang þegar fór að líða á ern sóknin gekk nokkuð vel. Vonandi gengur betur á móti sterkari liðum því það er nokkuð öruggt að liðin sem við mætum í janúar, verða MUN sterkari en þetta lið...................
Stórsigur Íslands í Tallinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2022 | 13:04
"STRANDVEIÐAR" ENN Í UPPNÁMI OG BULLIÐ HELDUR ÁFRAM.............
Það koma fréttir alls staðar af landinu að allt sé sneisafullt af fiski en samt er NIÐURSKURÐUR í fiskveiðiráðgjöf HAFRÓ ár eftir ár. Ég hef nokkuð oft, skrifað hérna á bloggið um hinar "vísindalegu" aðferðir HAFRÓ og hversu marktækar ég tel að þær séu, nú hef ég lesið blaðagreinar eftir skipstjóra sem taka undir með mér og hefur mér fundist að "undiraldan" í þessum efnum sé að þyngjast verulega. Ég og margir aðrir hafa löngum sett fram þá kröfu að handfæraveiðar smábáta verði gefnar frjálsar og það strax. Þá koma ráðamenn og aðrir varðhundar kerfisins (síðast Fjármálaráðherra) og segja: af hverjum á þá að TAKA þann kvóta? Svarið er ÞAÐ ÞARF EKKI AÐ TAKA ÞANN KVÓTA AF NEINUM. Ég hef áður talað um það að stofnstærðarmælingarnar hjá HAFRÓ eru ekki nein MERKILEG VÍSINDI og engin einasta ástæða til að fara að veiðiráðgjöf þeirrar stofnunar upp á kíló. Nýlega ákvað Alþjóða hafrannsóknarráðið að leggja til að AUKA veiðar á kolmunna um 81% á næsta ári og hver er ástæðan? jú það "fannst" eitthvert viðbótar magn. Er þetta ekki vísbending um að það sé eitthvað að hafrannsóknum víðar en á Íslandi? Veiðigeta þeirra sem stunda handfæraveiðar er mjög sennilega ekki meiri en um það bil 30.000 tonn á ári án þess að nokkrar takmarkanir séu settar þar á (takmarkanir þarf reyndar að setja á fjölda báta stærð þeirra og annað). En veðráttan og fleira setur á takmarkanir, sem þarf til og punktur og pasta. Svo þarf að taka af margar takmarkanir sem hafa verið settar á vegna strandveiða til dæmis þetta veiðisvæðakjaftæði, annað hvort eru menn á handfæraveiðum eða ekki það skiptir ekki nokkru máli á hvaða svæði þeir eru. Að þeir megi ekki veiða nema eitthvað ákveðið magn í hverri veiðiferð er alveg FÁRÁNLEGT, suma daga veiðist vel og svo er ekkert að fá aðra daga, þannig er það bara. Þá er eitt mál, ÞAÐ AÐ AÐEINS MEGI VERA EINN MAÐUR Á ÞESSUM STRANDVEIÐIBÁTUM ÆTTI HREINLEGA AÐ BANNA, ef eitthvað kemur uppá þar sem einungis er einn maður á bát getur sá maður ENGA BJÖRG SÉR VEITT ef eitthvað alvarlegt gerist, ÞETTA ER EINFALDLEGA ÖRYGGISATRIÐI.
En aftur að frjálsum handfæraveiðum. Að mínu áliti eru þessar tillögur þingmanna VG lítið annað en "bútasaumur" og ekki annað að sjá en að þær geri lítið annað en að lengja í hengingarólinni. sem hefur verið sett um háls smábátasjómanna. Að koma með tillögu um að smábátasjómenn fái að veiða 8,3% af leyfilegum heildarafla í stað 5,3% (aukning um heil 3%), er að mínu mati bara móðgun við smábátasjómenn. EINS OG ÉG HEF SAGT ÁÐUR, ÞÁ ÞARF AÐ TAKA HEILDAR FISKVEIÐISTJÓRNUNARKERFIÐ ALVEG Í GEGN OG HÆTTA ÞESSUM EILÍFÐAR "BÚTASAUMI"............
Telja tillögu þingmanna VG vega á móti samþjöppun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |