ERU LÖGIN UM YFIRTÖKUSKYLDU BARA SÝNDARMENNSKA???

Eða er eftirlitið  með að lögunum sé framfylgt bara í „skötulíki“?  Við kaup Síldarvinnslunnar hf. Í Neskaupsstað á Vísi hf, í Grindavík vöknuðu ýmsar spurningar, ekki aðeins um yfirtökuskyldu einstakra félaga heldur um eignatengsl fyrirtækja,  „kvótaþakið“, verðmat fyrirtækja í sjávarútvegi (hversu stórt hlutverk „kvótinn“ spilar þar) og svona mætti  lengi telja.  Spurningarnar eru óteljandi en það verður að segjast eins og er að svörin við sumum spurningum er erfiðara að nálgast en við öðrum.  Helsta ástæða þess að ég hef ekki fjallað um þetta fyrr er sú að ársreikningar Síldarvinnslunnar hf. Og Vísis hf. Fyrir árið 2021 lágu ekki fyrir við söluna og svo  hef ég verið nokkurn tíma að vinna úr þeim upplýsingum sem þar voru eftir að þeir voru birtir. 

En nú skulum við líta á hluti sem koma fram í þessum ársreikningum, sem einhver umræða hefði átt að fara fram um að mínu mati. Við skulum byrja á að fara yfirhluta af ársreikningi Síldarvinnslunnar hf.:

Í ársreikningi Síldarvinnslunnar hf., á blaðsíðu 3, er skrá yfir tíu stærstu hluthafa fyrirtækisins í lok árs 2021 og borið saman við árið 2020, eins og lög um ársreikninga gera ráð fyrir.

 

Hluthafar í Síldarvinnslunni hf. 2021

 

 

 

 

 

Mynd 1: Tíu stærstu  hluthafar Síldarvinnslunnar hf. 2021 og 2020

 * ATH "klikkið" á myndina til stækka hana.

Á sömu blaðsíðu ársreikningsins koma einnig fram „heildarfjöldi“ hluthafa fyrirtækisins, sem mér þykir alveg stórfurðulegar og þar sé nokkuð sem þarfnast nánari útskýringa.  Það er sagt í ársreikningnum að í upphafi árs 2021 hafi hluthafar verið 281 en í lok sama árs hafi þeir verið 4.094.  Ekki verður séð að nýir hluthafar séu aðrir en lífeyrissjóðir og starfsmenn fyrirtækisins og því er vandséð hvernig hluthöfum getur hafa fjölgað um 3.813. Er hver lífeyrissjóður reiknaður sem einn eigandi eða eru ALLIR félagar viðkomandi lífeyrissjóðs taldir eigendur?  Það er ljóst að árið 2020 er eign Samherja hf. í Síldarvinnslunni hf. 44,64% og til þess að komast hjá yfirtökuskyldu (sem er samkvæmt lögum 30% ATKVÆÐISRÉTTAR lög 22/2009).  Aðalreglan er sú að ATKVÆÐISRÉTTUR fylgi hlutfalli hlutafjáreignar en til er að sérreglur kveði á um annað fyrirkomulag. SAMHERJI HF. MINNKAR EIGNARHLUT SINN  MILLI ÞESSARA TVEGGJA ÁRA UM 12%, SEM EKKI DUGIR TIL ÞVÍ ENN ER EIGNARHLUTURINN 32,64%  OG SVO ER ANNAÐ FÉLAG, KJÁLKANES HF. , SEM LÆKKAR EIGNARHLUT SINN UM 16,79%  (úr 34,23% í 17,44%) SENNILEGA Í SAMA TILGANGI.  Ekki gerði ég neina tilraun til þess að sjá hverjir væru eigendur að KJÁLKANESI HF..  Margar spurningar vakna þegar þegar farið er yfir þessa skrá yfir tíu stærstu hluthafana til dæmis að árið 2020 eiga ÞRÍR stærstu hluthafarnir 89,84% í félaginu og þar af eru  þeir tveir stærstu með 78,87% eign.  En árið 2021 eru þessir þrír aðilar komnir niður í 61,05% eignarhlut.

Nú hlýtur að vakna sú spurning hvort Samherja hf. beri ekki skylda til að gera hluthöfum Síldarvinnslunnar hf. yfirtökutilboð í hluti þeirra og fari þar með að lögum? Eða eru þeir kannski hafnir yfir lög?

En þá skulum við fara yfir í önnur og að mínu mati mun ALVARLEGRI mál.

EKKI VERÐUR BETUR SÉÐ EN AÐ AFLAHEIMILDIR FYRIRTÆKISINS SÉU FÆRÐAR INN SEM EIGN Í ÁRSREIKNINGI FYRIRTÆKISINS.  Reyndar eru aflaheimildirnarrnar færðar inn sem ÓEFNISLEGAR EIGNIR en ég get ekki fundið lagalega heimild fyrir þeim gjörningi en ekki get ég séð að heimilt sé að skrá aflaheimildir sem eign í ársreikning.

 

 

Eignir Síldarvinnslunnar 2020 og 2021 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd 2:  Eignir Síldavinnslunnar hf. árin 2021 og 2020.

* ATH "klikkið" á myndina til stækka hana. 

Svo er annað sem ég rak augun í þegar ég var að fara yfir ársreikning fyrirtækisins en ég hélt að það væri ekki heimilt að afskrifa aflaheimildir.  En skoði maður skýringu númer 7 við efnahagsreikninginn kemur í ljós að aflaheimildir eru  afskrifaðar (sjá hér fyrir neðan):

Óefnislegar eignir Síldarvinnslunnar hf. l

 

 

 

 

Mynd 3: Óefnislegar eignir Síldarvinnslunnar hf. fyrri hluti.

* ATH "klikkið" á myndina til stækka hana. 

Þarna er um að ræða fyrri hluta skýringar númer sjö við efnahagsreiknings Síldarvinnslunnar hf. en þarna kemur það skýrt fram að árið 2020 voru veiðiheimildir afskrifaðar án þess að nokkur heimild væri til þess í lögum.

 

 Óefnislegar eignir Síldarvinnslunnar hf. ll

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd 4: Óefnislegar eignir Síldarvinnslunnar hf. seinni hluti.

* ATH "klikkið" á myndina til stækka hana. 

Og fleira vekur að sjálfsögðu athygli og auðvitað hlýtur hver einstaklingur að spyrja sig að því: Hvaða heimild liggur eiginlega að baki því að fyrirtækið EIGNFÆRIR ÚTHLUTAÐAR VEIÐIHEIMILDIR Í EFNAHAGSREIKNING FYRIRTÆKISINS?  Ætlar skattstjóri virkilega að láta þetta viðgangast í framtíðinni? 

Þá hef ég einnig undir höndum ársreikning Vísis hf. í Grindavík og þar er ýmislegt, sem mér finnst orka tvímælis (það skal tekið fram að þarna er ég að tjá mína eigin persónulegu skoðun).  Í ársreikningi Vísis hf., eru fiskveiðiheimildirnar einnig skráðar sem eign en munurinn er sá að þar er talað um „varanlegar“ fiskveiðiheimildir og þær eru afskrifaðar um 5% og hef ég leitað mikið að HEIMILD fyrir þeim gjörningi en ekki fundið (þarna er ekki verið að tala um neina smáaura).  En samkvæmt lögunum um stjórn fiskveiða er fiskveiðiauðlindin í eigu þjóðarinnar.  EN ER ÞAÐ SVO Í RAUNINNI?

Það sem kom mér nokkuð mikið á óvart er að það er ekki hægt að  finna nokkra einustu réttlætingu fyrir himinháu söluverði Vísis hf. til Síldarvinnslunnar hf. í ársreikningi félagsins 31 MILLJARÐUR og samkvæmt lauslegum útreikningi mínum þá gat ég ekki betur séð en að ef kvótans hefði ekki notið við þá hefði verið TAP á rekstrinum árið 2020 og eigið fé verið neikvætt.  En það hefur litla þýðingu að segja ef og hefði en er það ekki lágmarkskrafa að farið sé að lögum?  Eins og ég sagði áður þá finn ég ekki nein rök fyrir verðlagningu fyrirtækisins, ÞAÐ EINA SEM GETUR TALIST RÖKRÉTT AÐ ÞAÐ SÉ VERIÐ AÐ SELJA VEIÐIHEIMILDIRNAR.  En veiðiheimildirnar eru EKKI eign þess sem hefur þær til afnota.  Til dæmis get ég ekki séð það fyrir mér að ég kæmist upp með að  SELJA íbúðina sem ég hef  á leigu?  ER KANNSKI EKKERT GERT Í ÞESSU ÞVÍ ÞAÐ ER VERIÐ AÐ BÍÐA EFTIR ÞVÍ AÐ KVÓTAHAFAR NÁI SÉR Í HEFÐARRÉTT?????????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Bara það sem hentar LÍÚ (núna sfs) eins og vanalega. 

Sigurður I B Guðmundsson, 24.10.2022 kl. 10:26

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú rétt er það Sigurður en það að þetta vekur ekki nokkra athygli annað hvort er mönnum alveg sama eða hreint og beint að menn skilja ekki hvað er í gangi.  Ég sé ekki betur en að veiðiheimildirnar séu á leið úr höndum þjóðarinnar og til útgerðarmanna og enginn lyftir einu sinni litlafingri.  Andskotinn hafi það það er alveg á mörkunum að ég nenni að standa í þessum barningi lengur, það er ekki eins og ég rökstyðji ekki það sem ég er að segja......

Jóhann Elíasson, 24.10.2022 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband