30.7.2022 | 11:43
"DÝRAVELFERÐARSJÓNARMIÐ"???????
Um daginn hlustaði ég á þátt á Útvarpi Sögu, þar sem Arnþrúður Karlsdóttir ræddi við Steinunni Þóru Árnadóttur þingmann Vinstri Grænna (VG). Mér hefur nú skilist að ég sé ekki einn um að hafa athugasemdir við málflutning þessarar konu og hvort hægt sé réttlæta allt sem samherjar þeirra gera í nafni PÓLITÍSKS RÉTTTRÚNAÐAR? Sérstaklega hjó ég eftir þessu þegar hún var að réttlæta boðaðar reglugerðir samflokksráðherra síns varðandi hvalveiðar á Íslandsmiðum og þá varð henni tíðrætt um dýravelferðarsjónarmið og hældi hún Ráðherranum í hástert fyrir að hafa þau (dýravelferðarsjónarmiðin) í forgangi. Nú skulum við kíkja á nokkur dæmi þar sem við getum metið það hvort dýravelferðarsjónarmið hafi verið í forgangi við ákvarðanatöku eða eitthvað annað:
Blóðmerahald: Ekki eru mörg misseri síðan að kom upp fremur ljótt mál hér á landi er varðaði málefni vegna fylfullra mera, sem var tekið mikið magn af blóði úr, á þeim tíma sem þær voru fylfullar. Náðst höfðu á myndband athæfi við þetta og var með ólíkindum að horfa á það sem þarna fór fram.ekki var eingöngu meðferðin á dýrunum sem var algjörlega með ólíkindum og var ekki að sjá að dýravelferðarsjónarmið væru í heiðri höfð nema síður væri. Þarna kom einnig fram að í hvert skipti, væru teknir fimm lítrar af blóði úr hverri meri, alls er þetta gert í átta skipti við hverja meri þannig að alls eru teknir 40 lítrar af blóði úr hverri meri. Það gefur auga leið að þegar tekið er svona mikið blóð úr fylfullri meri, þá verður sú næring sem ófætt folaldið fær ekki mjög merkileg enda er mér sagt að þessi grey séu nú ekki neinir stórgripir þegar merarnar loksins kasta og lífslíkur folaldanna séu ekki neitt rosalega mikil. En svo er ekki óalgengt að undir merinni gangi folald síðan árið áður. En ekki eru þessi folöld neinir stórgripir og ekki er víst alltaf haft fyrir að senda þessa ræfla í sláturhús enda ekki alltaf sem það borgar sig.Þrátt fyrir allar þær neikvæðu upplýsingar sem þarna komu fram, fékk þessi starfsemi áframhaldandi leyfi og skyldu dýravelferðarsjónarmið hafa verið í hávegi höfð við þá leyfisveitingu eða eitthvað annað?
Flutningur á skepnum í Sláturhús: Nú er búið að fækka sláturhúsum á landinu mjög mikið og er svo komið að ekið er með fé til slátrunar landshornanna á milli á hverju hausti. Sem dæmi má nefna að EKKERT starfandi sláturhús er á Vestfjörðum og skilst mér að ekið sé með gripina frá Vestfjörðum á Sauðárkrók. Í þessu er sennilega fólgin hagræðing en skyldi vera hugsað mikið fyrir dýravelferð í þessum tilfellum? Það er nokkuð ljóst að það er að mörgu að huga.
Hvalveiðar: Ekki hefur Matvælaráðherra farið neitt dult með andúð sína á hvalveiðum og öllu sem hvalveiðum viðkemur og ekki hefur hún heldur farið dult með það markmið sitt að hún ætli að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir þessa atvinnugrein og þar spila dýravelferðarsjónarmiðin stóra rullu. Eitt er alveg sérstaklega minnisstætt; það náðist af því myndskeið , þegar verið var að skera hval uppi í Hvalfirði, að ein hvalkúin hafði verið kálffull og kom fóstrið í ljós við skurðinn. Eins og vænta mátti, fór allt á hliðina hjá bakborðsslagsíðuliðinu, vegna þeirrar ósvinnu að DREPA fóstrið í móðurkviði og þetta myndband gekk um netið vikum saman og var þvílíkt tilfinningabull í gangi að það gekk alveg fram afmanni og ekki nóg með það heldur gekk það mann fram af manni. Í þessu kom TVÍSKINNUNGURINN algjörlega í ljós hjá þessu liði: ÞAÐ MÁTTI EKKI EYÐA FÓSTRI HVALA EN SVO MÁTTI STUNDA FÓSTUREYÐINGAR Á FÓLKI TIL 22 VIKU OG HELST FRAM AÐ FÆÐINGU AÐ ÁLITI FORSÆTISRÁÐHERRA.
Svo hjó ég nú eftir því að þegar Arnþrúður Karlsdóttir innti Steinunni Þóru Árnadóttur, eftir áliti VG á frjálsum handfæraveiðum smábáta þá sagði hún AÐ MATVÆLARÁÐHERRA FÆRI EFTIR VÍSINDALEGRI RÁÐGJÖF HAFRÓ UM VEIÐAR OG INNAN HENNAR VÆRI EKKERT RÁÐRÚM TIL FRJÁLSA HANDFÆRAVEIÐA.
Allir sem til þekkja vita að ráðgjöf HAFRÓ á ekkert skylt við vísindi og það að hún skuli segja þetta sýnir bara hversu fátæklegt er um að litast í kollinum á henni og fleirum.....
27.7.2022 | 07:52
AUÐVITAÐ EYKST VERÐBÓLGA Á ÍSLANDI LÍKA.........
Sérstaklega þegar EKKERT er gert til að koma í veg fyrir hana og svo verður að huga að því að Íslensk stjórnvöld hafa tekið þá stefnu að fylgja Evrópu og ESB í einu og öllu...........
![]() |
100 milljarða skuldaaukning frá áramótum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.7.2022 | 00:04
EN ERU ALLAR BREYTUR JÖFNUNNAR SKOÐAÐAR?????????
Vissulega eiga sér stað MIKLAR veðurfarbreytingar sér stað á jörðinni. Jöklar bráðna á BÁÐUM skautum jarðar (Norður- og Suðurskauti jarðar) en þessir "loftslaghlýnunartrúðar" tengja þessar veðurfarsbreytingar EKKERT við FÆRSLU segulpólanna. Þegar ég stundaði nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík (1980-1981), var Norðurskaut SEGULPÓLSINS um það bil 5° í vestur og var búinn að vera þar svo árhundruðum skipti og var sveiflan aldrei meiri en 3-5° (sem þýðir að segulskekkjan var 5 gráður í mínus frá reiknuðum pól, sem er Norðurpóllinn). Ég er ekki alveg með nákvæma tölu um stöðu segulpólsins í dag en síðast þegar ég athugaði var hann í 38° austur (sem þýðir að hann er í um það bil 38 gráðum plús, frá reiknuðum pól). Síðast þegar ég athugaði þá voru farnir að myndast jöklar, þar sem segulpóllinn er staddur og Grænlandsjökull bráðnar hratt og svo hlýnar mikið þar sem segulpóllinn var staddur áður en þetta flakk á honum byrjaði. Vísindamenn sem hafa fylgst með þessu flakki segulpólsins telja það að hann komi til með að enda í Indlandshafi, sem þýðir að stór hluti Asíu verður óbyggilegur vegna kulda og hvað ætla "loftslagstrúðarnir" þá að gera þegar flóttamannavandinn hefst og þeir verða búnir að eyða alveg gígantígskum fjárhæðum í að moka ofan í skurði og greiða stórfé til einhverra "loftslagsgúrúa" í formi sjóða sem svo hverfa í einhver "loftslagsský" út í heimi?????????
![]() |
Þessar hitabylgjur verða alltaf tíðari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.7.2022 | 09:35
ENGAR KOSNINGAR HÉR Á LANDI HAFNAR YFIR VAFA............
Það er alveg ÖRUGGT að það er "átt við" ÖLL kosningaúrslit hér á landi. Helsta dæmið eru forsetakosningarnar síðustu. Forsetakosningarnar í Hvíta Rússlandi, þar sem Lúkasjenko vann með 80% atkvæða, andstæðingar hans sögðu að það GÆTI EKKI GERST Í LÝÐRÆÐISRÍKI þar sem tveir væru í kjöri að annar aðilinn fengi 80% atkvæð, EN Á ÍSLANDI FÉKK ANNAR AÐILINN YFIR 90% ATKVÆÐA OG ENGUM FANNST NEITT ATHUGAVERT VIÐ ÞAÐ.........
![]() |
Kosningaframkvæmd enn á reiki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.7.2022 | 15:54
"MONKEY BUSINESS".........
En hvernig komst hann eiginlega að þessari niðurstöðu?? Um það segir ekkert í fréttinni. Helst er hægt að álykta sem svo að hann hafi vaknað eitthvað illa einn daginn og farið "veggmegin" fram úr rúminu og af því hafi hann dregið þá ályktun að fjandans APABÓLAN sé mannkyninu alveg stórhættuleg og það verði að grípa til EINHVERRA harðra aðgerða...........
![]() |
Apabólan er alvarlegt heimsvandamál að mati WHO |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eins og til dæmis kemur fram í ársreikningi fyrirtækis frá 2020, sem nýlega var selt. Þar kom fram mikið rekstrartap og fyrirtækið var með verulega NEIKVÆÐA EIGINFJÁRSTÖÐU en samt sem áður var fyrirtækið "SELT" fyrir rúmlega 31 MILLJARÐ króna. Ekki finnst nein skýring á þessu verði í ársreikningi??????
![]() |
Afkoma í sjávarútvegi ekki betri en í öðrum greinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.7.2022 | 12:00
FRÁ ÞVÍ AÐ "BÓLUSETNINGARNAR" HÓFUST - HAFA KOMIÐ FRAM ÖRUGGAR VÍSBENDINGAR UM AÐ ÞÆR VIRKUÐU EKKI.....
Þannig að það er hægt að segja að engar breytingar hafi orðið alveg frá því að "bólusetningarnar" gegn COVID-19 hófust.......
![]() |
Vísbendingar um að bólusetning virki verr á BA.5 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.7.2022 | 22:22
EKKI SVOSEM VIÐ ÖÐRU AÐ BÚAST................
Í það minnsta hefði ég orðið alveg "KJAFTBIT" ef ráðherranefnan hefði haft dug í sér til að gera nokkurn skapaðan hlut af viti frekar en fyrri daginn. Eina vitið hefði verið að gefa handfæraveiðarnar bara frjálsar. það eru um það bil tveir og hálfur þokkalega góðir mánuðir eftir þar sem handfærabátar geta átt nokkuð góða veiði eftir en eftir miðjan október er varla hægt að segja að það sé hægt að vera að einn einasta dag og nóvember og desember eru má segja alveg steindauðir og varla nokkuð að gera fyrr en Grásleppan byrjar á næsta ári. En að sjálfsögðu er ekki hægt að gera ráð fyrir að ráðherra hafi kjark eða vit til að gera nokkuð sem væri þvert á vilja "stórútgerðarinnar"...............
![]() |
Strandveiðar klárast á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.7.2022 | 08:10
AÐ HVAÐA LEYTI GAGNAST ÞESSI VIÐSKIPTI LANDINU????????
Að selja mikilvæga innviði út úr landinu, getur ekki verið að gagnist landi og þjóð mikið og verður ekki annað séð en að áhyggjur Samkeppniseftirlitsins (SKE) séu fullkomlega eðlilegar og ef eitthvað er þá eru þær full varfærnislega orðaða í andmælaskjali SKE. Af þessu verður ekki annað séð en að Orri Hauksson ætli að leggjast "hundflatur" fyrir Frökkunum og gera ALLT sem hann mögulega getur til þess að af þessum viðskiptum geti orðið, jafnvel þótt hann þurfi allt að því að gefa þeim fyrirtækið...........
![]() |
Viðbrögð Samkeppniseftirlitsins komu á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvótakerfið hefur verið tóm "steypa" alveg frá upphafi og með tímanum hefur verið bætt í þvæluna frekar en hitt og ber þá sérstaklega að nefna að leift var að VEÐSETJA kvóta og svo kom stóra "bomban" en þá kom framsalsheimildin. Ég hef leitað í nokkrum lagabálkum og ÉG HEF HVERGI FUNDIÐ AÐ AÐ SÉ NOKKUR HEIMILD TIL AÐ "SELJA" KVÓTA SEM HEFUR VERIÐ ÚTHLUTAÐ. Enda sér það hver maður að menn geta ekki selt það sem þeir eiga ekki og það er náttúrlega með öllu fáránlegt að það megi "veðsetja" eitthvað sem menn eiga ekki. KVÓTI ER EKKI ÞINGLÝST EIGN NEINS AÐILA. Mér er það STÓRLEGA TIL EFS að ég kæmist upp með að VEÐSETJA leiguíbúðina sem ég er í núna og hvað þá að SELJA hana. Samkvæmt grein sem prófessor Þórólfur Matthíasson skrifaði í Fréttablaðið þann 16.júlí síðastliðinn, var varanlegt þorskígildiskíló selt á kr. 2.556 frá Vísi í Grindavík til Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað FYRIR "SAMEIGINLEGA EIGN ÞJÓÐARINNAR"...............
![]() |
Að óbreyttu með 14% af aflaheimildum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég neita að trúa því að stjórnendur Símans ætli að leggjast "hundflatir" fyrir fætur Frakkanna og gera hvað sem er til að fá þá til að kaupa???????????
![]() |
Ardian sættir sig ekki við kaupsamninginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.7.2022 | 07:40
ALVÖRU MANNESKJA OG TIL MIKILLAR FYRIRMYNDAR.........
Þetta er líka manneskja, sem sér það að með því að að tala og skilja tungumálið, verður hún mun VIRKARI þegn í þjóðfélaginu og getur fylgst með því sem er í gangi, ásamt því að nálgast öll sín réttindi og skyldur og það sem mest er um vert HÚN VERUR EKKI ÖÐRUM HÁÐ UM ALLA HLUTI. Hún er góð fyrirmynd fyrir aðra sem koma til landsins til dvalar hvort sem er til lengri eða skemmri tíma........
![]() |
Með orðabók og talar íslensku við sjúklingana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.7.2022 | 09:45
FORSÆTISRÁÐHERRA KEMUR TIL MEÐ AÐ HAFA NÆGT EFNI Í GLÆPASAGNABÓKAFLOKK UPP Á 20 BINDI....
Það er kannski ekki seinna að vænna fyrir hana að fara að leggja drög að starfslokum sínum, kannski er hún farin að sjá einhverja bresti í stjórnarsamstarfinu og vill hafa vaðið fyrir neðan sig, enda getur enginn, með góðri samvisku, brigslað henni um að skorta vit. Og ekki ætti að verða skortur á "raunverulegum" efnivið en reikna má með að eitthvað af þessu efni sé bundið TRÚNAÐI en hún ætti ekki að vera í neinum vandræðum með að komast framhjá því, hingað til hafa lög og reglur ekki verið að þvælast fyrir henni og ættu ekki að vera nein fyrirstaða seinna meir heldur...........
13.7.2022 | 10:45
ERUM VIÐ KANNSKI AÐ HORFA FRAMHJÁ "STÓRA SAMHENGINU"???????
Núna erum við að fá að sjá alvöru málsins, talsmenn World Economic Forum (WEF) hafa lengi talað um það að mennirnir á jörðinni séu orðnir OF FJÖLMENNIR og það VERÐI AÐ FÆKKA ÞEIM. En hvernig á framkvæmdin á þessu að verða? Ef þetta er skoðað þá segja þeir að ÞAÐ VERÐI AÐ FÆKKA SVO MIKIÐ Í MANNKYNINU AÐ "NÁTTÚRULEG"FÆKKUN DUGI EKKI TIL OG HVAÐ ÞÁ? Klaus Schwab segir í bók sinni "COVIVID-19:THE GREAT RESET" að COVID hafi komið eins og "himnasending" og boðið upp á alveg gríðarleg tækifæri, en betur má ef duga skal: Nú berast fréttir af því að 98 stórum matvælaverksmiðjum í Bandaríkjunum hafi verið lokað, sumir halda því fram að stríðinu í Ukrainu hafi verið "komið af stað" til að stöðva matvælaflutning til þróunarríkjanna, Hollensk stjórnvöld stefna að því að MINNKA MATVÆLAFRAMLEIÐSLU HOLLANDS UM AÐ MINNSTA KOSTI 30% og ýmislegt fleira er að koma í ljós. Hvað er að gerast hérna á Íslandi? JÚ VIÐ HÖFUM VERIÐ AÐ MINNKA HÉR FISKVEIÐAR Í TÆP 40 ÁR OG ENGINN SEGIR NOKKURN SKAPAÐAN HLUT. Í rauninni veit enginn um það hversu lengi þessi samtök (WEF) hafa starfað. Hingað til hefur verið hlegið að þessum mönnum talað um að þetta séu bara ríkir sérvitringar en núna eru menn að "VAKNA" upp við það að þessum mönnum var fúlasta alvara allan tímann og núna eru menn að átta sig á því að það á að FÆKKA mmannnkyninnu MEÐ ÞVÍ AÐ LÁTA ÞAÐ DREPAST ÚR HUNGRI.....
11.7.2022 | 11:30
SKYLDI STANDA TIL AÐ GERA EITTHVAÐ VARÐANDI "KVÓTAÞAKIÐ"??????
Og alltaf verður SAMÞJÖPPUNIN í sjávarútvegnum meiri og meiri og um leið verða færri og færri í þessari grein. Óhjákvæmilega verða þá fleiri sem verða margir "óþægilega" nálægt kvótaþakinu eða FARA jafnvel yfir það (það er náttúrulega mjög óþægilegt að þurfa alltaf að standa "kengboginn" vegna þess að það er of lágt til lofts). En þetta hefur áhrif á marga á fleiri en einn aðila þó svo að Síldarvinnslan sé "kaupandi" að Vísi í Grindavík, þá er Samherji stærsti eigandi að Síldarvinnslunni og þó að sú eignaraðild sé ekki tekin með þá er Samherji ALVEG VIÐ KVÓTAÞAKIÐ. Þannig að spurningin er:SAMÞYKKIR SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ ÞESSI VIÐSKIPTI????????
![]() |
Síldarvinnslan rýkur upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.7.2022 | 13:01
HVERNIG STENDUR EIGINLEG Á ÞVÍ AÐ ÍSLENSKIR FJÖLMIÐLAR "LÁTA" ETJA SÉR ÚT AÐ TAKA ÞÁTT Í ÞESSUM FJÖLMIÐLASIRKUS?????
Það er einmitt svona "tilfinningavella" sem þessi hryðjuverkasamtök lifa á og heldur þeim gangandi, ef þeir fá ekki umfjöllun og eru bara látnir afskiptalausir þá "lognast þeir bara útaf og láta sigg bara hverfa með tímanum. Þessa leið fóru vinir okkar og frændur Færeyingar fyrir nokkrum áarum, með góðm árangi fyrir nokkrum árum. Reyndar gengu þeir aðeins lengra og gerðu stólpagrín að þessum kálfum í Sea Sheperd (ég bið kálfana afsökunar á þessari samlíkingu). Það er alveg á tæru að við getum lært mikið af Færeyingum, á sínum tíma skrifaði Jens Guð mörg afspyrnu skemmtileg blogg um þessi málefni: Jens Guð - jensgud.blog.is (ath að þessi "linkur" er eingöngu yfir á bloggið hjá Jens Guð, ekki á viðkomandi greinar).....
![]() |
Í andlegu áfalli yfir hvalveiðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.7.2022 | 13:49
EN SAMT SEM ÁÐUR HÆKKAR VERÐLAG EINS OG ENGINN SÉ MORGUNDAGURINN???
Það getur ekki verið annað en eitthvað mikið sé að þegar svoleiðis lagað er? Nú hefur eldsneyti verið að LÆKKA á heimsmarkaði undanfarið en samt sem áður bólar ekkert á verðlækkunum hér á landi. Venjan hér hefur verið sú að um leið og verður hækkun á heimsmarkaðsverði, þá hækkar verð á eldsneyti hér og þá helst daginn áður og alltaf hittist þannig á að þegar heimsmarkaðsverð á eldsneyti hækkar þá er ekki til einn einasti dropi af eldsneytisbirgðum í landinu en þegar heimsmarkaðsverðið lækkar, þá eru til alveg heimspekilegt magn af eldsneytisbirgðum í landinu að það tekur marga mánuði að vinna birgðirnar niður. Og eitthvað svipað virðist vera í gangi varðandi GENGIÐ, þegar gengislækkun verður þá hækkar almennt vöruverð í landinu með það sama en þegar gengisstyrking verður, gengisstyrkingin virðist aldrei hafa nein áhrif á vöruverð..............
![]() |
Krónan að styrkjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.7.2022 | 07:12
FJÖLMIÐLARNIR HALDA "LÍFINU" Í ÞESSUM HRYÐJUVERKASAMTÖKUM....
Með því að vera að fjalla um þau. Síðan hvenær er það þeirra hlutverk að "fylgjast" með hvalveiðum á Íslandi og hver hefur eiginlega beðið þau um það? Eru það "samfélagslega nauðsynlegar fréttir" að landsmenn geti fylgst með þessu liði og í hverra þágu eru þessar "fréttir"??????????
![]() |
Sea Shepherd fylgist með hvalveiðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.7.2022 | 11:08
MILLIVERÐLAGNING??????
Nú upp á síðkastið hafa verið MJÖG miklar verðhækkanir á sjávarafurðum (hjá okkur almenningi heitir þetta fiskur og afurðir úr fiski). Kunningi minn er á frystitogara og hann kom að máli við mig og hann hafði fréttir af því að þorskur, sem fór í "fish and chips" í Bretlandi, hafði hækkað um rúmlega 98% en hann hafði ekki séð neina hækkun á sínum launum síðustu mánuði. Hann sýndi mér nokkra síðustu launaseðla máli sínu til stuðnings. Ég veit ekki betur en að fiskur af Frystitogurum hér á landi fari eða réttara sagt eigi að fara beint á markað og því verð hækkun á launum sjómanna þegar hækkun á fiski verður á markaði. Eru Íslendingar kannski hættir að selja á markaði þar sem verð er hátt????????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.7.2022 | 12:49
ENN EIN STAÐFESTINGIN Á KOLVITLAUSRI "FISKVEIÐIRÁÐGJÖF" HAFRÓ....
Það koma fréttir alls staðar af landinu að allt sé sneisafullt af fiski en samt er NIÐURSKURÐUR í fiskveiðiráðgjöf HAFRÓ ár eftir ár. Ég hef nokkuð oft, skrifað hérna á bloggið um hinar "vísindalegu" aðferðir HAFRÓ og hversu marktækar ég tel að þær séu, nú hef ég lesið blaðagreinar eftir skipstjóra sem taka undir með mér og hefur mér fundist að "undiraldan" í þessum efum sé að þyngjast verulega í þessum efnum. Ég og margir aðrir hafa löngum sett fram þá kröfu að handfæraveiðar smábáta verði gefnar frjálsar og það strax. Þá koma ráðamenn (síðast Fjármálaráðherra) og segja: af hverjum á þá að TAKA þann kvóta? Svarið er ÞAÐ ÞARF EKKI AÐ TAKA ÞANN KVÓTA AF NEINUM. Ég hef áður talað um það að stofnstærðarmælingarnar hjá HAFRÓ eru ekki nein MERKILEG VÍSINDI og engin einasta ástæða til að fara að veiðiráðgjöf þeirrar stofnunar upp á kíló. Veiðigeta þeirra sem stunda handfæraveiðar er mjög sennilega ekki meiri en um það bil 20.000 tonn á ári án þess að nokkrar takmarkanir séu settar þar á (takmarkanir þarf reyndar að setja á fjölda báta stærð þeirra og annað). En veðráttan og fleira setur á takmarkanir. Svo þarf að taka af margar takmarkanir sem hafa verið settar á vega strandveiða til dæmis þetta veiðisvæðakjaftæði, annað hvort eru menn á handfæraveiðum eða ekki það skiptir ekki nokkru máli á hvaða svæði þeir eru. Að þeir megi ekki veiða nema eitthvað ákveðið magn í hverri veiðiferð er alveg FÁRÁNLEGT, suma daga veiðist vel og svo er ekkert að fá aðra daga, þannig er það bara. Þá er eitt mál, ÞAÐ AÐ AÐEINS MEGI VERA EINN MAÐUR Á ÞESSUM STRANDVEIÐIBÁTUM ÆTTI HREINLEGA AÐ BANNA, ef eitthvað kemur uppá þar sem einungis er einn maður á bát getur sá maður ENGA BJÖRG SÉR VEITT, ÞETTA ER EINFALDLEGA ÖRYGGISATRIÐI.
![]() |
Þorskafli smábáta 37% meiri en í fyrra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)