Færsluflokkur: Dægurmál
10.5.2019 | 06:51
Föstudagsgrín
Dag einn sagði Adam við Guð: Drottinn, ég er með vandamál.
Hvað er að? Spurði Guð.
Drottinn, þú skapaðir mig og þennan fallega garð og þessi fallegu dýr, en ég er samt ekki ánægður.
Hvernig má það vera? spurði Guð.
Ég er einmana. svaraði Adam.
Jæja. svaraði Guð. Ég kann lausnina á því. Ég bý bara til konu handa þér.
Hvað er kona?
Þessi kona verður gáfaðasta, umhyggjusamasta og fallegasta vera sem ég hef búið til. Hún verður svo gáfuð að hún veit hver vandi þinn er áður en þú segir henni frá því. Hún verður svo umhyggjusöm að hún veit alltaf í hvaða skapi þú ert og reynir alltaf að vera góð við þig og gleðja þig. Fegurð hennar skín frá henni hvernig sem liggur á henni og hún gerir auðvitað allt sem þú biður hana um. Vá, þetta hljómar mjög vel. segir Adam.
En þú þarft að borga mér fyrir hana. segir Guð.
Hvað kostar hún?
Hún kostar einn hægri handlegg, einn vinstri fót, eitt auga, eitt eyra og fimm rifbein.
Adam tekur sér góðan umhugsunartíma og segir loks við guð: En hvað fæ ég fyrir eitt rifbein??????
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.4.2019 | 00:41
Föstudagsgrín
Hafnfirðingur nokkur ákvað að brjóta blað í sögu fjölskyldu sinnar og ganga menntaveginn. Hann sótti um inngöngu í Háskóla Íslands og fékk inngöngu (þetta var þegar aðeins EINN háskóli var á öllu landinu). Nokkrum dögum eftir að hann hafði fengið þau gleðitíðindi að hann hefði hlotið inngöngu í skólann hitti hann rektor skólans, í veislu innan fjölskyldunnar en þeir voru tengdir fjölskylduböndum en ekki voru samskipti þeirra mikil, auðvitað sagði hann honum tíðindin. Rektorinn samgladdist með vininum en bætti svo við......"En var ekki neitt erfitt fyrir þig að velja þér grein"? Þá sagði Hafnfirðingurinn: Hvað fæ ég ekki borð og stól eins og hinir"????????
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.4.2019 | 01:23
Föstudagsgrín
Hún Sigga gamla kenndi sér meins en einhverra hluta vegna vildi hún ekki fara til læknis í almennilega rannsókn og í framhaldi af því að fá bót meina sinna. Barnabarn hennar hún Linda, sem var rétt rúmlega tvítug og gullfalleg, bar mikla umhyggju fyrir ömmu sinni og fékk hana til að fara til læknis en með því skilyrði að hún færi með þeirri gömlu og varð það úr. Þegar þær komu á heilsugæsluna byrjuðu þær á því að fá sér sæti á biðstofunni og svo kom nú röðin að Siggu gömlu. Þegar þær komu inn horfði læknirinn á Lindu og sagði:- Farðu úr fötunum svo ég geti skoðað þig
- Já en............. Svaraði Linda.-
-Heyrðiru ekki hvað ég sagði, farðu úr fötunum og vertu fljót ég er með fleiri sjúklinga og hef ekki allan daginn fyrir mér..
- Loksins komst Linda að og sagði: Ég kom nú bara með henni Siggu, það er hún sem þarf að skoða.
- Þá leit læknirinn á Siggu gömlu og sagði: Opnaðu munninn, rektu út úr þér tunguna og segðu AAAAAAA.............
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2019 | 00:31
Föstudagsgrín
Þessi saga gerðist á fraktara og mér er sagt að hún sé alveg sönn. Þannig var að þarna var handstýrt og var fyrirkomulagið þannig að vakthafandi hásetar stýrðu á 4 klst vöktum og að sjálfsögðu hafði vakthafandi stýrimaður umsjón með siglingu skipsins. Nýliði kom upp í brú til að handstýra. Þegar vaktin hjá nýliðanum var að verða hálfnuð fannst vakthafandi stýrimanni þó nokkuð athugavert við siglingu skipsins svo hann spurði þann á stýrinu: Heyrðu, hvaða stefnu stýrir þú eiginlega? Ha, stefnu hvað? Sagði strákurinn, það veit ég ekki, þegar ég tók við var sólin beint framundan.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2019 | 07:25
Föstudagsgrín
Tvær vinkonur, Sossa og Systa, voru saman í golfi þegar önnur varð fyrir því óhappi að hitta kúluna illa í upphafshöggi og horfði með skelfingu á eftir kúlunni sem stefndi á hóp karlmanna.
Kúlan lenti inni í miðjum hópnum og einn maðurinn hné til jarðar haldandi
báðum höndum á milli fótanna, greinilega sárþjáður.
Vinkonurnar hlupu til mannanna og þegar þær komu að hópnum hélt maðurinn enn höndunum á milli fótanna.
Sú sem hafði slegið kúlunni baðst afsökunar og bauð fram aðstoð.
Maðurinn vildi ekki að svo stöddu þiggja aðstoð og sagðist jafna sig eftir
smá stund.
Konan þráaðist við, sagðist vera sjúkraþjálfari og vildi fá að þreifa aðeins
á manninum.
Maðurinn lét tilleiðast og fékk hún hann til að leggjast á bakið, tók hendur
hans frá, renndi buxnaklaufinni niður og byrjaði að nudda hann rólega.
Eftir smástund spurði hún manninn hvernig honum þætti þetta.
Maðurinn svarar "Þetta er mjög gott, en ég er ennþá að drepast í
þumalputtanum!"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2019 | 07:51
Föstudagsgrín
Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að efnið getur verið varasamt fyrir viðkvæma einstaklinga og sært blygðunarkennd þeirra verulega. Þeim einstaklingum er ráðlagt að hætta lestrinum ekki seinna en núna.
Þau voru bæði vel yfir áttrætt og komu til kynlífsráðgjafa
"Hvað get ég gert fyrir ykkur?"spyr ráðgjafinn.
Karlinn svarar, "Geturðu fylgst með okkur hafa samfarir?"
Furðu lostinn ráðgjafinn á því ekki að venjast að svo fullorðið
fólk leiti sér kynlífsráðgjafar, en samþykkir.
"Það er ekkert athugavert við aðfarir ykkar",
er úrskurðað að athöfninni lokinni.
Þeim er þakkað fyrir komuna, rukkuð um
5.600 krónur, kvödd og óskað velfarnaðar.
Viku seinna kemur sama par aftur og biður um sömu þjónustu.
kynlífsfræðingurinn er tvístígandi, en samþykkir.
Sömu uppákomur eru endurteknar nokkrar vikur í röð.
Parið pantar tíma, hefur samfarir án vandkvæða,
þau greiða fyrir ráðgjöfina og hverfa á braut.
Þegar á þessu hefur gengið í 3 mánuði, segir kynlífsfræðingurinn:
"Því miður get ég ekki hjálpað ykkur án nánari upplýsinga:
Hvað eruð þið eiginlega að reyna finna út?"
Kallinn svarar: "Við erum ekki að reyna að finna neitt út.
Hún er gift, svo við getum ekki farið heim til hennar.
Ég er giftur og við getum ekki farið heim til mín
Holliday Inn rukkar 11.000
Á Sögu heimta þeir 15.600
Hérna gerum við það fyrir 5.600 og
af því borgar Tryggingastofnun 4.800
Mér finnst við sleppa vel með 800 krónur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2019 | 00:05
Föstudagsgrín
Lögræðingur og ljóska sitja hlið við hlið í flugvél og lögfræðingurinn stingur upp á því að þau bregði á leik á leiðinni. Ljóskan var þreytt og vildi frekar nota tímann til að sofa en lögræðingurinn var þrjóskur og nauðaði í ljóskunni. Hann útskýrir: - sko ég spyr þig spurningar og ef þú veist ekki svarið, þá borgar þú mér og öfugt.Aftur afþakkar ljóskan og reynir að sofna.En lögfræðingurinn gefst ekki upp svo hann gerir henni tilboð: Allt í lagi, í hvert skipti sem þú veist ekki svarið borgar þú mér 500 krónur en ef ég veit ekki svarið greiði ég þér 50.000 krónur. Ljóskunni líst vel á samninginn og samþykkir að taka þátt í leiknum.Lögfræðingurinn spyr: Hvað er langt frá jörðinni til tunglsins? Ljóskan þegir, teygir sig svo í budduna sína tekur úr henni 500 kall og réttir lögfræðingnum. Nú er komið að ljóskunni, sem spyr:Hvað fer upp á fjall með þrjá fætur en kemur niður með fjóra?Lögfræðingurinn horfði á hana alveg kjaftstopp. Hann tekur upp fartölvuna og fer að leita á Netinu, meilar á vin sinn en allt kemur fyrir ekki. Eftir klukkutíma eða svo játar hann sig sigraðan og borgar henni 50.000 kall. Ljóskan tók peninginn, stakk honum í budduna sína og fór að sofa.Lögfræðingurinn er nú ekki alveg sáttur við þessi málalok og hnippir í ljóskuna og krefst svars við þessari spurningu. Ljóskan snýr sér að honum, teygir sig svo í budduna sína og réttir honum 500 krónur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2019 | 08:33
Föstudagsgrín
Prestur var að messa fyrir þétt setinni kirkju þegar skrattinn birtist allt í einu. Hann ógnaði og hótaði í allar áttir svo allir í söfnuðinum urðu óttaslegnir og flúðu út úr kirkjunni, nema einn gamall maður. Þegar kirkjan var orðin tóm þá fór skrattinn til gamla mannsins og spurði: "Ertu ekki hræddur við mig, ég er illmennskan endurholguð, hræðilegasta skepnan í öllum heimi og mun mjög líklega pynta þig!" Gamli maðurinn svaraði: "Þú hræðir mig ekki, ég er búinn að vera giftur systur þinni í 45 ár."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2019 | 09:02
Föstudagsgrín
Jónu var boðið í kvöldverð til Sigga sonar síns og herbergisfélaga hans Maríu. Á meðan á máltíðinni stóð tók mamma eftir því hve falleg María var. Eftir því sem leið á kvöldið varð mamma sannfærðar og sannfærðari um að eitthvað væri meira á milli Sigga og Maríu en bara vinskapur.
Siggi áttaði sig á hugsunargangi móður sinnar og sagði; "Mamma, ég veit alveg hvað þú ert að hugsa, en það er ekkert ...á milli okkar Maríu, við erum bara herbergisfélagar."
Viku síðar og eftir mikla leit sagði María við Sigga: "Ég hef verið að leita
að sykurkarinu í marga daga en ég hef ekki séð það síðan mamma þín var hjá okkur. Heldurðu nokkuð að hún hafi tekið það?".
"Ég efa það, en ég skal senda henni tölvupóst og spyrja", sagði Siggi.
"Elsku mamma, ég er ekki að segja að þú hafir tekið sykurkarið þegar þú varst í heimsókn og ég er ekki að segja að þú hafir ekki tekið það. En
staðreyndin er sú að við höfum ekki fundið sykurkarið síðan þú varst hjá okkur í mat."
Kveðja, Siggi
Nokkrum dögum síðar barst Sigga svar frá mömmu.
"Elsku sonur, ég er ekki að segja að þú sért að sofa hjá Maríu og ég er
heldur ekki að segja að þú sofir ekki hjá Maríu. En staðreyndin er sú að ef María svæfi í sínu eigin rúmi, hefði hún fundið sykurkarið."
Kveðja, mamma
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2018 | 00:08
Föstudagsgrín
Þennan sendi mér dyggur lesandi og sendi ég honum bestu þakkir fyrir.
Tvö ungmenni sátu hlið við hlið á ströndinni og horfðu út yfir hafið. Veistu eitt, Árni, sagði stúlkan, þú minnir mig alltaf á sjóinn.
Er það? sagði ungi maðurinn. Áttu við að ég sé sterkur, óhaminn og rómantískur?
Nei. Ég á við að mér verður óglatt af þér.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)