Færsluflokkur: Dægurmál
20.9.2019 | 00:52
Föstudagsgrín
Maður er í heimsókn hjá 87 ára gömlum föður sínum á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu. Á meðan hann er inni kemur hjúkrunarkona inn með flóaða mjólk og Viagra. til hvers er flóaða mjólkin? Spyr maðurinn. Hún er til að hann sofni. Svaraði hjúkkan. En til hvers er þá Viagrað? Spyr maðurinn aftur. Það er svo hann rúlli ekki fram ú rúminu. Svaraði þá hjúkkan.....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.9.2019 | 05:25
Föstudagsgrín
Jón var niðri í bæ og gekk illa að finna bílastæði.
Jón var trúaður og leit til himins og sagði: "Góði Guð, hjálpaðu mér núna. Ef
þú finnur fyrir mig bílastæði skal ég fara í messu á hverjum sunnudegi það sem
eftir er, ég skal hætta að drekka."
Skyndilega, eins og fyrir kraftaverk, birtist
bílastæði beint fyrir framan Jón. Hann lítur til himins og segir:
"Gleymdu þessu. Fann stæði!"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2019 | 06:58
Föstudagsgrín
Hann borgaði henni með semingi það sem upp var sett, þau luku sér af og þegar hann var búinn að laga sig til sat hann þögull og gneyptur við stýrið.
"Heyrðu, ætlarðu ekki að fara að keyra af stað?" sagði hún, því að henni var hætt að standa á sama um þetta.
Sko, mér er illa við að þurfa að segja þér þetta en sannleikurinn er sá að ég er leigubílstjóri og fargjaldið aftur í bæinn gerir fimmtán þúsund kall".
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.8.2019 | 06:42
Föstudagsgrín
Búktalari nokkur sat með lítinn brúðukarl í fanginu á veitingastað einum í Kópavogi og skemmti viðstöddum með Hafnarfjarðar bröndurum. Er hann hafði sagt nokkra slíka steig stór og illilegur maður og sagði: "Mér líkar ekki þetta grín þitt um okkur Hafnfirðingana." "Fyrirgefðu", svaraði búktalarinn hissa, "en þetta eru nú bara".................
"Ég er ekki að tala við þig", greip Hafnfirðingurinn fram í ,
"heldur þennan litla náunga sem þú ert með í fanginu".
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2019 | 01:10
Föstudagsgrín
Hann Guðmundur var með samviskubit. Alveg sama hvað hann reyndi, hann bara gat ekki gleymt þessu. Hugsanir um spillt siðgæði og brot á læknareglum voru að kæfa hann.En einstöku sinnum heyrði hann rödd í huga sér segja: "Guðmundur, ekki hafa áhyggjur af þessu. Þú ert örugglega ekki fyrsti læknirinn sem sefur hjá einum af sjúklingum þínum, og örugglega ekki sá síðasti. "En svo heyrðist önnur rödd innra með honum, aðeins háværari: "En Guðmundur, þú ert dýralæknir"!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.7.2019 | 03:54
Föstudagsgrín
Þegar hinn eini sanni skörungur Halldóra Bjarnadóttir varð 100 ára, kom til hennar fréttamaður útvarps og tók við hana viðtal. Það kom fréttamanninum verulega á óvart hvað hin aldna kona var vel að sér um allt sem var að gerast í þjóðfélaginu og fannst honum að margir henni yngri mættu vera ánægðir með að búa yfir hennar andlegu heilsu. Fréttamaðurinn endaði viðtalið við hana á þeim orðum að hann ætlaði að koma til hennar í heimsókn þegar hún yrði 150 ára.
Þá varð þögn í smá stund en svo sagði hún: "Hu, þú verður löngu dauður".
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 04:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.7.2019 | 06:43
Föstudagsgrín
Björn og kanína voru úti í skógi að hafa hægðir, sitja þarna í makindum og ræða málin. Björninn segir sísvona við kanínuna:
- Finnst þér ekkert vont að þegar skíturinn festist í feldinum"?
-Nei, nei" svarar kanínan.
-Gott", segir björninn og skeinir sér á kanínunni................
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2019 | 07:02
Föstudagsgrín
Patrekur (Paddy) röltir inn á bar í Dublin, pantar þrjár kollur af Guinness og sest síðan út í horn. Þar sýpur hann til skiptis einn sopa í einu af hverri kollu. Þegar hann kemur aftur að barborðinu og pantar þrjár í viðbót, segir barþjónninn: Þú veist líklega að bjórinn verður fljótt flatur, eftir að hann kemur úr krananum, mundi bjórinn ekki bragðast þér betur, ef þú keyptir eina kollu í einu? Sjáðu til segir Patrekur: Ég á tvo bræður, annar er í Ameríku, hinn í Ástralíu og svo er ég hér í Dublin. Þegar við fórum að heiman lofuðum við því að drekka svona, til þess að minnast gömlu góðu daganna, þegar við drukkum allir saman Barþjónninn hefur ekki fleiri orð um flatan bjór og fellst á að þetta sé fallega hugsað. Patrekur verður síðan fastagestur og drekkur alltaf á þennan sama máta pantar þrjá og sýpur af þeim til skiptis einn sopa í einu. Dag nokkurn birtist hann og pantar aðeins tvær kollur. Þetta fer ekki framhjá neinum fastagestanna og þögn slær á hópinn. Svo pantar Patrekur næsta umgang og þá segir barþjónninn varfærnislega: Þótt ég vilji síður ónáða þig í sorginni, langar mig að votta þér samúð mína: Ég samhryggist þér Paddy minn Augnablik virðist Patrekur ekki vita hvaðan á sig stendur veðrið, svo áttar hann sig og skellir upp úr. NEI, NEI Nei nei ! Almáttugur minn það er allt í lagi með alla. Það er bara ég . Ég er nefnilega hættur að drekka.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2019 | 06:01
Föstudagsgrín
Hún Sigga vaknað eldsnemma á laugardagsmorgni og dreif sig bara á fætur og þreif alla íbúðina hátt og lágt og ryksugaði. Um hádegi var hún búin að þessu öllu saman og var ekki vitund þreytt svo hún ákvað að fara í Kolaportið og vita hvort hún rækist ekki á eitthvað sniðugt þar. Hún var búin að vera þar nokkra stund þegar hún rak augun í Alladín-lampa henni fannst hann ansi flottur og keypti hann og fór með hann heim og setti upp í hillu. Eftir um það bil þrjár vikur, fannst henni að ryk hefði sest á lampann og ætlaði að fara að þurrka af honum. Hún var rétt byrjuð að strjúka af lampanum þegar út úr honum kom ANDI (eins og vera bar) og að launum fyrir að frelsa sig úr þessari prísund bauð hann Möggu að óska sér einhvers. Auðvitað brá Siggu svolítið en hún var fljót að jafna sig og fór nú að hugsa málið. Hún hafði alltaf búið ein og nú seinni árin var heimiliskötturinn hann Brandur hennar eini félagsskapur. Svo eftir nokkra umhugsun sagði hún við andann: Það vildi ég að hann Brandur yrði að fjallmyndarlegum karlmanni, sem myndi gefa mér ALLA sína ást og athygli Og það var eins og við manninn mælt að Brandur breyttist í þann al flottasta mann sem Sigga hafði nokkurn tíma augum litið. Sigga kiknaði í hnjáliðunum og lét sig falla í sófann. Brandur settist við hliðina á henni, horfði djúpt í augun á henni og sagði svo með rödd eins og Michael Jackson: Nú sérðu örugglega eftir því að hafa látið gelda mig, hérna um árið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.5.2019 | 02:57
Föstudagsgrín
Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að efnið getur verið varasamt fyrir viðkvæma einstaklinga og sært blygðunarkennd þeirra verulega. Þeim einstaklingum er ráðlagt að hætta lestrinum ekki seinna en núna.
Fyrir nokkuð löngu síðan voru þrjár ungar stúlkur í verklegri kennslu í meinatækni. Ein þeirra hafði orðið sér úti um sæði og ákváðu þær nú að skoða þetta í smásjá. Kennarinn sá að þær voru að fást við eitthvað annað en þær áttu að vera að gera og gekk til þeirra. Hann spurði hvað þær væru að gera, stúlkurnar roðnuðu og ein þeirra stundi upp að þær væru bara að skoða munnvatn. Kennarinn skoðaði í smásjána í smástund en sagði svo við þá sem hafði orðið fyrir svörum: Þú hefur gleymt að bursta í þér tennurnar í morgun..........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)