HANN ÆTTI NÚ FREKAR AÐ HUGSA UM HVERNIG HANN GÆTI NÝTT BETUR ÞÁ TEKJUSTOFNA SEM FYRIR ERU.......

Þar má til dæmis nefna VIRÐISAUKASKATTSKERFIÐ, sem er einn GALLAÐASTI tekjustofn ríkisins sem til er. Virðisaukaskattur var innleiddur 1.janúar árið 1990, eftir næstum tveggja áratuga undirbúning og japl og fuður (árið 1971 skilaði Jón Sigurðsson, síðar Viðskiptaráðherra, skýrslu um ágæti þess að taka upp virðisaukaskatt hér á landi).  Íslenskir stjórnmálamenn (sumir eru jú ákafari en aðrir) hafa nú alltaf verið veikir fyrir inngöngu  í ESB og að kröfu ESB var virðisaukaskatturinn tekinn upp og GALLAR þess gerðir eins slæmir og mögulegt var (þegar nefnd um upptöku virðisaukaskatt, fór til Norðurlandanna til að kynna sér hvernig virðisaukaskatturinn virkaði þar, vöruð Danskir embættismenn skattsins þar í landi sérstaklega við því að hafa virðisaukaskattsþrepin fleiri en EITT því þá yrði kerfið mjög flókið og eftirlit erfitt eða jafnvel óframkvæmanlegt).  En hvað var gert?  Virðisaukaskatturinn var ekki búinn að vera lengi í gangi þegar bætt (árið 10993) var við ÞRIÐJA skattþrepinu, alveg frá upphafi þess að virðisaukinn var tekinn upp voru þrepin tvö (núll prósent virðisaukaskattur er líka skattþrep).  ÞRIÐJA þrepið vara "ranglega" nefnt MATARSKATTURINN (en með tímanum var ýmsum flokkum starfsemi bætt þarna inn og með tímanum er þetta þriðja þrep orðið mjög stórt vandamál svo ekki sé talað um 0-þrepið).  Og svo eru undanþágurnar frá þessu kerfi orðnar allt að því óteljandi.

EN HVER GÆTI LAUSN VANDANS VERIÐ:  Til að byrja með þarf að EINFALDA virðisaukaskattinn VERULEGA.  Með því að FÆKKA undanþágum VERULEGA, vera með EITT skattþrep til dæmis 11% (sem er það sama og LÆGRA þrepið er í dag).  Setja inn í lög að enginn fái hærri greiðslu úr virðisaukaskattskerfinu en hann hefur greitt þar inn.  Sem dæmi er hægt að nefna að þar sem öll framleiðsla álveranna fer til ÚTFLUTNING lenda þau í 0-þrepinu en fá ALLAN innskatt sinn endurgreiddan (ÚTSKATTUR er sá virðisaukaskattur nefndur sem fyrirtæki greiðir af SÖLU sinni en INNSKATTUR er það sem fyrirtækið fær endurgreitt vegna starfseminnar), sá INNSKATTUR  sem álverin fá endurgreddan eru meira en 100 MILLJARÐAR Á HVERJU ÁRI.  Fleiri atvinnugreinar er hægt að nefna sem eru með tekjur sinar (útskatt) í lægra þrepi en kostnaðinn (INNSKATT) í hærra þrepi eins og til dæmis ferðaþjónustan og það segir sig alveg sjálft að hún (ferðaþjónustan) er að fá tugi milljóna endurgreiddar út úr þessu kerfi á ári.  Bara með þessum aðgerðum væri hægt að auka tekjur ríkisins MIKIÐ og eflaust er margt annað hægt að gera....... 


mbl.is Salan fjármagni innviði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. mars 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband