Föstudagsgrín

 

Jónas fann upp alveg skothelda aðferð til að losa sig við stress dagsins. Á hverju kvöldi þegar hann fór að hátta settist hann á rúmið sitt, tók af sér annan skóinn og henti honum af öllu afli í gólfið. Síðan tók hann af sér hinn skóinn og henti honum af öllu afli í gólfið. Með þessu fann hann stress og streitu dagsins líða af sér með skónum. Dag nokkur kom maðurinn á hæðinni fyrir neðan að máli við hann og sagði honum að það væri óþægilegt fyrir hann og konuna hans að þurfa að búa við þennan hávaða á hverju kvöldi, hvort Jónas gæti ekki sleppt því að grýta skónum sínum í gólfið. Jónas afsakaði sig mikið og bar við hugsunarleysi. Auðvitað myndi hann taka tillit til þeirra og gera þetta ekki aftur. Nokkrum dögum seinna kom Jónas seint heim eftir erfiðan dag, Settist á rúmið sitt, tók af sér annan skóinn og henti honum af öllu afli í gólfið. Þegar hann var að taka af sér hinn skóinn mundi hann eftir granna sínum og lagði þann skó gætilega frá sér og fór að sofa. Tveim klukkutímum seinna var hringt á bjölluna hjá Jónasi. Þar var kominn granninn á hæðinni fyrir neðan, óður af bræði. Hann öskraði "Viltu gjöra svo vel að kasta hinum skónum líka, svo við getum farið aftur að sofa!!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahahahaha góður.   Held að ég hafi heyrt þessa sögu eftir Mart Twain á sínum tíma.  En hún er alltaf frábær.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2012 kl. 10:01

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.6.2012 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband