ÞARF ENGAN SNILLING TIL AÐ SJÁ ÞETTA...................

Vissulega tók "Ríkisstjórn Fólksins" við mjög erfiðu búi og ekki dettur mér í hug að draga "fjöður" yfir það.  Allt sem þessi ríkisstjórn hefur gert er þvert á það sem ráðlagt er að gera þegar kreppa skellur á og þar á meðal er varað sterklega við því að hækka skatta.   En að halda því fram, eins og gert hefur verið af forráðamönnum ríkisstjórnarflokkanna og áhangendum þeirra, að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur hafi VALDIÐ hruninu er svo mikil fjarstæða að það að halda þessu fram gerir menn að ósannindamönnum og bullurum.  Það má kannski minna á það að það varð efnahagshrun úti um allan heim og mér vitalega voru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hvergi nærri stjórnataumunum í Bandaríkjunum, löndum Evrópu eða í Asíu.  Með svona málflutningi eru vinstri menn á Íslandi bara að draga athyglina frá eigin aumingjaskap, vankunnáttu og getuleysi til að fjalla um og taka á þeim erfiðleikum sem við blöstu.............
mbl.is Versnandi afkoma afleiðing „ofurskattastefnu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rétt Jóhann, það var kolvitlaust haldið á málunum, það gleymdist að styrkja og efla atvinnulífið, það var frekar drepið í dróma með allof háum sköttum og forræðishyggju sem er algjörlega óþolandi. Bara bendi á Sykurskattinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2013 kl. 17:10

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það þarf nú ekki að fara í miklar og flóknar athuganir til þess að sjá vitleysuna sem hefur verið í gangi hjá þessum vitleysingum á yfirstandandi kjörtímabili.  Sykurskatturinn er ágætis dæmi...............

Jóhann Elíasson, 15.5.2013 kl. 17:24

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm og svo á að skrifa söguna upp á nýtt, þannig er það bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2013 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband