SPA KLIKKAR EKKI..............

Þær gerast ekki meira spennandi tímatökurnar í formúlunni en þessi var í dag.  Fyrsti hlutinn byrjaði með hellirigningu og það sem var athyglisverðast þar var að einn ökumaður hjá Caterham liðinu og tveir hjá Marushia komust í aðra umferð með því að verða fyrstir til að skipta yfir á "slikkana" og er þarna besti áarangur þessara liða í tímatöku, í það minnsta þetta árið.  Önnur umferð var alveg þurr en það sem vakti helst athygli þar og sýnir hversu aðstæður á brautinni breyttust hratt, að báðir Williams bílarnir náðu fyrsta og öðru sæti í byrjun en  þeir komust hvorugur í þriðju umferð tímatökunnar.  Rétt áður en þriðja umferð byrjaði, fór að rigna.  Það myndaðist löng röð því allir ætluðu sér að ná "góðum" hring áður en þeir yrðu að skipta yfir á milliregndekkin, það gekk ekki eftir og menn komu inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti.  En Paul Di Resta hjá Force India hafði tekið sénsinn á að fara strax yfir á milliregndekkin og virtist það ætla að skila honum ráspól en alveg í restina bötnuðu aðstæður svo mikið að hann endaði í fimmta sæti þegar upp var staðið.

En viðtalið sem Eddie Jordan átti við Cristian Horner (stjóra Red Bull) var alveg kostulegt litlu munaði að Eddie tækist að fá það út úr  Horner hver það yrði sem yrði næsti ökumaður með Vettel, en gekk ekki alveg en það náðist þó upp úr honum að það yrði sennilega tilkynnt eftir Monza kappaksturinn.  En það kom í ljós að eitthvað hafði hann rætt við Alonso þótt hann vildi gera sem minnst úr því.  En Eddie Jordan var með það alveg á tæru að búið væri að semja við Riccardo um að koma til Red Bull og Kimi Raikkonen færi til Ferrari.


mbl.is Fjórði ráspóll Hamiltons í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband