ER ÞETTA HLUTI AF LÖGLEGRI KJARABARÁTTU??????

Eða er ekki forystusveit lækna aðeins að fara svolítið á "grátt svæði" með þessum aðgerðum og ansi er ég hræddur um að samúð almennings, með læknum, sé eitthvað að dala.............


mbl.is Læknanemar sækja ekki um stöður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forystusveit lækna kom ekki að þessari ákvörðun. Læknanemar skirfuðu undir þetta samkomulag í ágúst, áður en læknar kusu að fara í verkfall. Þetta er í raun ekki verkfallsaðgerð, því við erum ekki ráðin í vinnu. Við getum bara ekki hugsað okkur að starfa við þær aðstæður og þau launakjör sem bjóðast.

Með bestu kveðju, 

Helga V. Ísaksdóttir, 6. árs læknanemi

Helga V Ísaksdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2014 kl. 12:33

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Getur þú þá sagt mér hvað var þess valdandi að þú valdir þér þetta nám, sem hefur enga framtíðarmöguleika hér á landi???

Jóhann Elíasson, 8.12.2014 kl. 14:37

3 identicon

Sorry Jóhann en ég er sammála Helgu hér. Það er ekki hægt að tala um það að læknir sem að ekki er í vinnu sé í verkfalli. Ríkið er að gera sér þetta sjálft. Það verður að redda penning einhvernveginn, annað hvort með því að skera niður á einum stað eða með því að hækka skatta. Mér fyndist þó rökréttast að leyfa einkaaðilum að gera meira því það myndi taka hluta af þunganum frá ríkinu.            

Málefnin (IP-tala skráð) 8.12.2014 kl. 15:51

4 identicon

Ég hóf nám fyrir hrun, haustið 2008, með þá hugsjón að ég gæti hjálpað fólki, læknað sjúkdóma og stundað rannsóknir á sviði læknisfræðinnar. Eftir að hafa farið í gegnum námið og kynnst aðstæðum starfsfólks og sjúklinga hér á landi fallast manni hendur við tilhugsunina um að starfa hér að óbreyttu. Álagið er ómannlegt, vaktirnar langar, húsnæðið lélegt en sjúklingarnir afar þakklátir fyrir þá þjónustu sem starfsfólkinu tekst að veita þrátt fyrir allt. Háskóli Íslands og Læknadeild hafa náð að halda uppi gæðum í námi þrátt fyrir niðurskurð en maður sér læknum fækka og með hækkandi aldri þjóðarinnar leggjast fleiri verk á færri hendur. Það er því ekki spennandi tilhugsun að ráða sig til vinnu þar sem maður hefur séð afar færa sérfræðilækna brenna út í starfi á mjög skömmum tíma. Það þarf að leiðrétta laun lækna til að fá fólk heim sem hefur menntað sig erlendis og til að viðhalda þekkingunni hér heima.

Helga V Ísaksdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2014 kl. 16:54

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Helga, þá verður þú bara að venda þínu kvæði í kross og velja þér einhvern annan starfsvettvang.  Vissulega verður að leiðrétta laun margra heilbrigðisstétta en það vita það allir að laun ýmissa stétta eru alveg í ágætis lagi en þau laun sem þarf nauðsynlega að laga, eru hjá unglæknum og vinnutilhögun þeirra.  En það er fráleitt að það þurfi að leiðrétta laun allra.

Það er nokkuð ljóst að þú sem kallar þig málefnin ert frekar illa læs eða "tregur", nema hvort tveggja sé. Það sem ég á við í þessari færslu er að læknafélagið hafi með málið að gera, en Helga hefur svarið fyrir það svo þær hugleiðingar mínar falla um sjálft sig, en ég geri alls ekki ráð fyrir að þeir sem eru ekki í vinnu séu að fara í verfall enda geta þeir það ekki.  Að sjálfsögðu ætti að stokka allt heilbrigðiskerfið upp og bjóða út ýmsa heilbrigðisþjónustu.

Jóhann Elíasson, 8.12.2014 kl. 20:46

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Bíðið aðeins.

Norðmenn eru að tala um að fella gengið, ef það gerist eru þá ekki læknar i Norgi og a Íslandi komnir nokkurn veginn a sama kaup?

kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 9.12.2014 kl. 03:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband