SKRÍLSLÆTIN Á AUSTURVELLI 17JÚNÍ ÞJÓÐINNI TIL ÆVARANDI SKAMMAR

Að það skuli vera til fólk, sem finnst allt í lagi að trufla hátíðarhöld á sjálfan þjóðhátíðardaginn, setur að manni hroll og á sér vart hliðstæðu.  Ég bjó í Noregi og ég veit bara ekki hvað yrði gert við þann aðila sem léti sér detta í hug að gera svona lagað, svo efast ég bara um að nokkur léti sér detta svona "helgispjöll" í hug þar.  Menn geta haft sína skoðun á stjórnvöldum í viðkomandi landi en það eru takmörk fyrir skrílslátum og hvað hægt er að leyfa sér en látið þennan dag í friði óbermin ykkar.  Þessu liði sem mótmælti í gær tókst að ræna hátíðarblænum sem jafnan er yfir þessum degi.....


mbl.is Mótmælendur hafi skemmt fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jóhann Stýrimaður - og aðrir gestir þínir !

Jóhann minn !

Hvaða Andskotans ströggl er þetta - af þinni hálfu !

Hvað gerir til: þó óþarflega kurteisir og hógværir mótmælendur andæfi LYGA kjaptæðinu í Sigmundi Davíð og nótum hans ? - 17. Júní: er hvort eð er orðinn EINKA hátíðardagur burgeisa hyskisins / og þessa drazlara lýðs, sem kafar sífellt dýpra og dýpra, í þína vasa - sem mína og annarra, fornvinur góður.

Þess utan - var / og er: Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri vestra, ekkert HELGARI maður, en einhverjir Gúrúar eða Anúbis og aðrir, svo sem - bara ósköp venjulegur dauðlegur maður á sinni tíð, og aukinheldur enginn sérstakur baráttumaður í þágu þáverandi ísl. smælingja 19. aldarinnar, heldur og miklu fremur gamalgróinna ræningja- og ribbalda ætta, Jóhann minn.

Sérðu ekki plottið - sem hræsnina, í þessum árlegu hátíðahöldum núv. ræningja hyskis, hins hérlenda ? 

Það er ekki að undra - mótstaðan; við frekari afskiptum útlendinga hér á landi náttúru auðugs allsnægta ríkis, því innlendu ræningja ættirnar, gætu jú:: misst stóra spæni, úr sínum öskum / þó andstaðan við Fjórða ríki Þjóðverjanna (ESB) SÉ SJÁLFSÖGÐ reyndar, að þá væru meiri líkindi til, að Rússar og Kanadamenn t.d. skiptu réttlátlegar auðæfunum, en glæpa klíkur FIMMFLOKKSINS, sem öllu ráða hér, nú um stundir, myndu nokkurn tíma taka í mál - hvað þá:: ræða frekar.

Minni þig svo á Jóhann minn - að suður í Namibíu / sem og vestur í Alaska, fá landsmenn ALLIR: sendar reglubundið, arðgreiðzlur sinna náttúru auðlinda.

Og - sjálfsagt: mun víðar.

Af hverju - ætti ekki slíkt, að geta átt við Íslendinga, einnig ?

Vegna þess - að þú, sem aðrar hneykslunar hellur mótmælenda 17. Júní sýndar hátíðarinnar, viljið viðhalda ÓBREYTTU ástandi hér.

Eða - er ekki svo í rauninni, gamli góði fornvinur ?

Með beztu kveðjum af Suðurlandi - sem endranær /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.6.2015 kl. 12:18

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Íslendingar eru ekki nema rúmlega 300 þúsund þar með talið börn og gamalmenni. Er ekki hægt að leggja niður flokkapólitík í 24 tima?

Ef fólk getur ekki verið sammála um að það skuli vera Íslenskt Lýðveldi og Lýðveldið sé sjálfstætt Ríki, þá kemur auðvitað að því að Þýskaland kaupir Ísland fyrir fáeinar Evrur og nota ESB sem milli lið í kaupunum.

Ég mundi halda að fólk væri sammála um að islendingar vildu vera í sjálfstæðu Lýðveldi, 17. júní ætti að vera sá dagur sem landsmenn mundu sina      ættjarðartilfiningu og sína ættjörðinni og táknum Lýðveldisins virðingu svo sem fána og þjóðsöng Lýðveldisins.

Ef islendingar geta ekki verið sammála um og virt hátíðardag Lýðveldisins, þá sýnist mér að á Íslandi geta landsmenn ekki komið sér saman um eitt eða neitt.

Sköm sé þeim um aldur og ævi sem stóðu að vanvirðingu Þjóðhátíðardags Íslands með skrílslátum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 18.6.2015 kl. 13:02

3 identicon

Komið þið sælir - á ný !

Jóhann Flugvirkjameistari !

Sjálfstæði Íslands: 1. Desember 1918 - voru EINFALDLEGA mistök, fornvinur góður, í ljósi allra kringumstæðna. Þjóðveldis tilraunin (10. öld - 1262/1264) vottfestir það, einna bezt.

Því: er sýndar þjóðhátíðarhald - eins og 17. Júní ár hvert einungis, til þess fallið að skemmta Skrattanum / sem og ísl. burgeisa- og arðringja stétt einvörðungu, Jóhann minn Kristinsson.

Því miður.

Þú getur: líkt Jóhanni síðuhafa nafna þínum, því alveg sparað þér köpuryrðin, til hinna ALLTOF hógværu mótmælenda: þér:: að segja, gamli góði fornvinur.

Og - ekki lakari kveðjur til Houston, en annarra grunda /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.6.2015 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband