ÞAÐ MÆTTI LÍKA SEGJA AÐ ÞAÐ VÆRI "ÞJÓÐHAGSLEGA HAGKVÆMT" AÐ HAGAR YRÐU ´"BÚTAÐIR NIÐUR"

Finnur gerir enga tilraun til þess að rökstyðja þau ummæli sín "Að áfengissala í matvöruverslunum sé þjóhagslega hakvæm".  Á sama hátt er hægt aað halda því fram, án rökstuðnings, "Að Hagar séu það stór aðili á matvörumarkaði að fyrirtækið hamli samkeppni og því sé það þjóðhagslega hagkvæmt að skipta fyrirtækinu upp".  Sitt sýnist alltaf hverjum en margar rannsóknir eru til sem sýna frasm á þessa yfirburði Haga en ég hef ekki séð neina rannsókn sem sýnir fram á að sala á áfengi í matvöruverslunum sé þjóðhagslega hagkvæm.....


mbl.is Ummæli Kára „ómakleg og ósönn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það liggur í augum uppi hvað er þjóðhagslega hagkvæmt við að afnema einkasölu ÁTVR á áfengi, stjórnvöldum væri þá í lófa lagt að leggja niður ÁTVR og látið einkaaðilum um að sjá um smásölu á áfengi en með því sparar ríkið sér rekstur á fjölmörgum verslunum og einnig dýrri dreifingu og starfsmannahald. Ríkið heldur samt áfram að græða á áfengi og tóbaki því að gjöld og skattar eru um það bil 90% af verðinu og hin 10% hafa farið í reksturinn á ÁTVR.

Varðandi það hvort þjóðhagslega hagkvæmt sé að búta Haga niður, þá er ég því algjörlega ósammála því ég er vel kunnugur því ágæta fyrirtæki og veit vel hversu vel rekið það fyrirtæki er. Hagar reka fjölmargar matvöruverslanir og einnig með smásölu á fatnaði og einnig reka þeir innkaupafyrirtæki(Aðföng og Hýsing). Þessi fyrirtæki sjá um öll innkaup á matvöru og fatnaði og geta í krafti stærðar sinnar gert mjög hagkvæm magninnkaup neitendum til hagsbóta. Ef fyrirtækið yrði bútað niður, þá gæti fyrirtækið ekki beitt sér eins vel í krafti stærðar sinnar, að ná hagkvæmari innkaupum og væri þá hætt við því að matvælaverð og verð á fatnaði myndi snarhækka.

Ég myndi frekar leggja til að heildsölukerfið yrði lagt niður því þar eru margar afætur og dæmi um að aðeins ein vörutegund haldi heilu og hálfum fjölskyldunum uppi með hárri álagningu.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 18.1.2016 kl. 08:30

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Helgi, enn bullarðu bara, fyrirgefðu en ég get ekki með nokkru móti séð það augljósa við að einkaaðilar sjái um verslun með áfengi og tóbak.  Á móti þeim kostnaði, sem ríkið hlýtur af rekstri fjölmargra verslana, "dýrri dreifingu" (hvaðan þær upplýsingar eru komnar er mér hulin ráðgáta) og starfsmannahaldi, koma tekjur af áfengissölunni.  SVO ÞETTA ERU NÚ SVOLÍTIÐ "VEIK" RÖK, HJÁ ÞÉRSVO EKKI SÉ NÚ MEIRA SAGT.

Einu sleppir þú að nefna í sambandi við stærð og stærðarhagkvæmni, en það er að þegar fyrirtæki ná of mikilli stærð og markaðshlutdeild, þá fer fasti kostnaðurinn að aukast óhóflega mikið (þetta hefur nánast verið lögmál) og fyrirtækin fara að verða óhagkvæm,þau fara að taka þátt í verkefnum sem eru allsendis óskyld grunnstarfseminni og ýmsar rekstrareiningar verð óhagkvæmar.  Ekki líður á löngu fyrr en viðskiptavinir þessa fyrirtækis sjá þetta í vöruverði fyrirtækisins.  FYRIRTÆKIÐ SEM EITT SINN GAT GERT HAGKVÆM INNKAUP Í KRAFTI STÆRÐAR SINNAR ER ORÐIРDRAGBÍTUR Á VIÐSKIPTAVINUM SÍNUM Í KRAFTI STÆRÐAR SINNAR.

Ég er sammála því að það þarf að "stokka" heildsölukerfið upp og það fyrir löngu síðan.  En það breytir ekki því að þú verður að koma með einhver skárri rök fyrir því að selja áfengi í matvöruverslunum.

Jóhann Elíasson, 18.1.2016 kl. 09:03

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Samkvæmt frumvarpinu á vínið að vera á sérstað í búðinni - það er nú ekki mikið þjóðhagsleg hagkvæmi að vera með verslun í verslun. Þetta er bara gleypigangur í Högum að vilja fá allt þeir eiga sem dæmi Ferskar kjötvörur og í mörgum verslunum hjá Högum eru þeir með yfir 90% af öllum kjötvörum aðrir kjötframleiðendur komast ekki inn. Ef Hagar væru í Bandaríkjunum þá myndu þeir falla undir einokunarlögin.

Ekkert áfengi í verslunum.

Ómar Gíslason, 18.1.2016 kl. 10:52

4 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Sammála þér Ómar G. 

Jónas Ómar Snorrason, 18.1.2016 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband