VIRÐINGARVERT FRAMTAK

Fyrir nokkrum árum fóru kunningjahjón mín ásamt syni sínum í ferð á vegum Vildarbarna Icelandair (eða Flugleiða eins og það hét víst þá), sonur þeirra var með hjartagalla og blóðflæðið var lélegt þannig að hann þjáðist líka af súrefnisskorti og varð hann ávalt að hafa súrefniskút meðferðis og var alfarið bundinn við hjólastól.  Eins og gefur að skilja var lífsbaráttan erfið hjá þessum ungu hjónum og þau höfðu ekki ráð á að veita syni sínum eitt eða neitt umfram það allra nauðsynlegasta.  Því kom það eins og himnasending til þeirra þegar drengurinn fékk styrk úr þessum sjóð og enn meiri var undrunin þegar þau fengu að vita það að þetta væri fyrir ALLA FJÖLSKYLDUNA.  Þá var farið í LEGO-land og Tívolí í Køben.  Þetta var þvílík upplifun fyrir drenginn og þau áttu ekki orð til að lýsa starfsfólki Flugleiða og hversu allir voru tilbúnir til að leggja sig fram til að ferðin yrði eftminnileg fyrir börnin og aðstandendur þeirra.  Að lokum vil ég hvetja alla sem geta til að styrkja þetta góða málefni með því að kaupa vildarengilinn um borð í flugvélunum og/eða láta smáræði af hendi rakna í söfnunarbaukana á Keflavíkurflugvelli.


mbl.is 23 vildarbörn fara í skemmtiferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Frábært framtak hjá Icelandair. Fleiri fyrirtæki mættu fara að þeirra dæmi. Arðgreiðslur sýna að víða er svigrúm í rekstri fyrirtækja til góðra verka, sé viljinn fyrir hendi, að taka höndum saman með almenningi og láta gott af sér leiða. Það myndi stórbæta ímynd fyrirtækja og ekki veitir sumum af.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.4.2016 kl. 06:11

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að við getum varla orðið meira sammála.  Mér hefur oft orðið hugsað til þess að "stærri" fyrirtæki gætu tekið viss málefni að sér, það er mikið talað um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og gæti þetta verið hluti af því.  Oft er meira talað um hlutina en framkvæmdir vantar.

Jóhann Elíasson, 22.4.2016 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband