OG FYRSTI HOLLENDINGURINN TIL AÐ VINNA FORMÚLU 1 KEPPNI

Menn áttu ekki til orð til að lýsa hrifningu sinni á akstri Max Verstappen í dag.  Það segir sitt um hann að þrátt fyrir þennan gífurlega þrýsting, sem var á honum, frá Raikkonen síðustu 15 hringina, þá gerði hann engin mistök allan tíman, nema ein smámistök í tíundu beygju á síðasta hring en þau mistök voru svo smávægileg að Raikkonen náði ekki að nýta sér þau.  En það má ekki gleyma því að óhappið á fyrsta hrin þar sem Rosberg og Hamilton keyrðu hvorn annan út úr keppninni, gerði það að verkum að við fengum að sjá einn skemmtilegasta kaappakstur sem verið hefur í mörg ár.  Það segir sitt um hversu Ferrari og Red Bull bílarnir eru lang næst bestir að þrátt fyrir að springi dekk hjá Daniel Ricciardo í lokin, náði hann inn á þjónustusvæðið og fékk ný dekk og kláraði samt í fjórða sæti.  En það er nokkuð ljóst að Mercedes-menn ætla sér stóra hluti í Mónakó eftir hálfan mánuð og verður örugglega fróðlegt að fylgjast með þá.  En það fór ekki á milli mála að Max Verstappen átti daginn í dag alveg skuldlausan og er þetta sjálfsagt einhver besta byrjun nokkurs manns hja nýju liði.


mbl.is 18 ára strákur sigrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband