STILLTI Á BBC1 OG VAR ALVEG LAUS VIÐ GÍSLA MARTEIN.

En að Ukraina skyldi vinna var bara staðfesting á því hversu "pólitísk" þessi keppni er orðin.  Lagið sjálft var hvorki fugl eða fiskur, það eina sem þetta framlag hafði var textinn og Evrópa "spilaði með".  Næsta ár verður örugglega undirlagt af "þjóðarharmleikjum", spurningin er bara hvrjum tekst best upp í að ná athyglinni?


mbl.is Úkraínskur sigur í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég horfði alls ekki á sjónvarp í kvöld og slapp við allt þetta lélega drasl, enda er ég tónlistarunnandi. Eurovision hefur alltaf verið pólítísk, þ.e. stigagjöfin, alveg frá því að þetta byrjaði á dögum kalda stríðsins. Og símakosning hefur aldrei sýnt sig að vera réttlát.

Og að lokum vil ég benda fréttariturum á að höfuðborg Úkraínu heitir ekki Kænugarður, heldur Kyiv (úkraínska) eða Kiev (rússneska). Þessi borg hefur aldrei heitið Kænugarður.

Pétur D. (IP-tala skráð) 15.5.2016 kl. 01:37

2 identicon

Pétur,

Vísindavefurinn hefur þetta að segja

Hvaðan er heitið Kænugarður upprunnið?

Spurningin í fullri lengd var þessi:

Er vitað hvaðan nafnið Kænugarður er upprunnið, mér finnst svolítið sérkennilegt að þetta nafn skuli ávallt vera notað af fjölmiðlafólki hérlendis, sérstaklega í seinni tíð, borgin heitir Kiev (eða Kyiv) og er að mér hefur skilist ævafornt nafn á höfuðborg Ukraínu.

 

 

Orðið Kænugarður er gamalt orð í íslensku og þekkist þegar í fornum bókmenntum. Í Kristni sögu segir að þeir Þorvaldur víðförli Konráðsson og Stefnir Þorgilsson hafi ferðast víða um lönd til að boða kristni. Í 13. kafla sögunnar stendur (stafsetningu breytt):

 

 

Þeir Þorvaldur Konráðsson og Stefnir Þorgilsson fundust eftir hvarf Ólafs konungs. Þeir fóru báðir saman víða um heiminn og allt út í Jórsalaheim og þaðan til Miklagarðs og svo til Kænugarðs hið heystra eftir Nepur. Þorvaldur andaðist Í Rúzía, skammt frá Pallteskju (2003:37).

 

 

Í neðanmálsskýringum útgefenda stendur um Kænugarð á sömu síðu:

 

 

Kænugarður er borgin Kiev á bökkum árinnar Nepur (Dniepr). Hún var lengstum höfuðborgin í veldi Rússa meðan það stóð í blóma. Pallteskja er borgin Polotsk á bökkum árinnar Dvínu í vestanverðu Rússlandi. Hún var ein af þrem helstu borgum í ríki Rússa ásamt Kænugarði og Hólmgarði (Novgorod).

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 15.5.2016 kl. 07:36

3 identicon

Þetta styður skoðun mína, að Kiev hafi aldrei heitið Kænugarður. Skiptir engu þótt Íslendingar til forna hafi uppnefnt borgina Kænugarð (og gera enn) vegna hégómleika, þetta hefur aldrei verið opinbert nafn borgarinnar.

Þessi úrslit Eurovision mun líklega gera það að verkum, að Rússland og Byelorus  muni endanlega gera alvöru úr því draga sig úr Eurovision og setja sína eigin söngvakeppni á laggirnar ásamt ásamt fleiri ríkjum í A-Evrópu og Asíu eins og Kazakhstan líkt og talað hefur verið um, og ég lái þeim það ekki. Annars hef ég alltaf furðað mig á að Ísrael, sem ekki er í Evrópu hafi getað tekið þátt áratugum saman. Og nú síðast Ástralía. Næst verður það sennilega Canada. En ég geri ráð fyrir, að það sé eins og með NATO, sem ekki tengist Norður-Atlantshafsríkjunum eingöngu. Og öfugt er ESB ranglega kallað Evrópa (af ESB-sinnum), þótt aðeins 28 af u.þ.b. 50 af evrópskum ríkjum eigi aðild.

Pétur D. (IP-tala skráð) 15.5.2016 kl. 11:10

4 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Rosalega ertu heppinn Jóhann;) er ekki Eurojackpot næst, tekur það með vinstri!coolwink

Jónas Ómar Snorrason, 15.5.2016 kl. 16:08

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eurojackpot kemur þessu ekkert við og ef menn ætla að fá vinning þurfa þeir að eiga miða, Jónas Ómar.  En ég var mjög lánsamur að losna við bullið í Gísla Marteini og bresku þulirnir voru mjög góðir, það eina sem skyggði á var vinningslagið, sem var frekar lélegt í það minnsta voru þarna MÖRG skárri lög.

Jóhann Elíasson, 15.5.2016 kl. 17:30

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég var svo rosalega heppinn að ég losnaði ekki bara við Gísla Martein heldur líka þetta hörmulega vinningslag og öll hin lögin líka sem sennilega hafa þá verið illskárri. Skiptir sennilega engu máli hvort einhver áróður hafi verið í vinningslaginu vegna þess að sá áróður hefur ekki komist til skila nema til þeirra sem höfðu geð í sér til að hlusta á lagið. Sem er sennilega enginn, því hver vill vera að kvelja sig á því að hlusta á hörmulegt lag. Og er þá ekki bara allt í góðu? Jú, svo sannarlega.

Jósef Smári Ásmundsson, 15.5.2016 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband