MEÐ ÖÐRUM ORÐUM "ÞAÐ MÁ EKKI UPPLÝSA NEYTENDUR UM AÐ ÞAÐ SÉ SVINDLAÐ Á ÞEIM".

Matvælastofnun sé skaðabótaskyld fyrir að hafa komið upp um SVINDL fyrirtækis, er niðurstaða, sem er furðulegri en allt sem furðulegt er.  Ef stofnunin hefði átt að vinna með öðrum hætti við að upplýsa um málið er allt annar handleggur.  Svona lagað er ekki til að auka traust almennings á réttarkerfinu.


mbl.is Skaðabótaskyld vegna nautabökufréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Við hverju er að búast í dómsmálum Íslendinga sem hafa dæmda glæpamenn að leika sér í þyrluflugi þegar að þeir ættu að vera undir lási og slá. Til að bæta gráu ofan á svart þá eru flughryðjuverkakerlingar gerðar að hetjum.

Nei réttvísin á Íslandi er ekki upp á marga fiskana.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.6.2016 kl. 16:53

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er algjörlega á sama máli, nafni.  Það er gremjulegt til þess að vita að það megi ekki segja almenningi frá því þegar verið er að taka það ósmurt í ras......

Kveðja af Suðurnesjunum.

Jóhann Elíasson, 3.6.2016 kl. 17:12

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Dómstólarnir dæma eftir lögum en semja þau ekki, að gerir Alþingi. Ef lögin eru svona, þá eru þau gölluð og þá ekki hvað síst sú hugsun sem skóp þau. Hvaða flokkur er það sem fremstur fer að hygla fyrirtækjum og fjármagninu á kostnað almennings?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.6.2016 kl. 23:51

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Axel, það hefur nokkrum sinnum komið upp að dómarar hafa EKKI fylgt lagabókstafnum og er það að sjálfsögðu grafalfarlegt mál.  Og svo er annað sem þarf að gæta að en það er viðurkennt, að mál eru orðin þannig að lögmenn eru í keppni um það að sannfæra dómara mála um það AÐ SÚ TÚLKUN SEM ÞEIR ERU MEÐ Á LÖGUNUM SÉ SÚ RÉTTA þannig að lögin eru þannig að það er hægt að túlka þau á fleiri en einn veg.

Jóhann Elíasson, 4.6.2016 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband