ÞETTA ER AFSKAPLEGA EINFALT MÁL; SAMÞYKKI ALÞINGI ÞRIÐJA ORKUPAKKANN HEFUR EKKERT AÐ SEGJA HVORT RÁÐHERRA MÓTMÆLI STRENGNUM........

Ísland hefur afsalað sér öllu forræði yfir orkuauðlindunum og verður bara að gera það sem ESB segir þeim að gera.  Þar með talið að virkja allt sem hægt er að virkja eins og til dæmis Gullfoss og Dettifoss. því það vantar rafmagn í Evrópu......


mbl.is Ice Link-strengurinn á lista ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, þú skrifar að "Ísland hefur afsalað sér öllu forræði yfir orkuauðlindunum og verður bara að gera það sem ESB segir þeim að gera"

En nú erum við ekki í Evrópusambandinu, þá hefði ég haldið að ráðum yfir öllum sprænum hér á landi, ekki satt?

Kær kveðja frá Eyjum. :-)

Helgi Þór Gunnarsson, 10.11.2018 kl. 14:08

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Komdu sæll Helgi!  Rétt er það að við erum EKKI í ESB en þessi þriðji orkupakki ESB kveður á um yfirstjórn ESB á ÖLLUM orkuauðlindum viðkomandi lands.  Það verður skipaður svokallaður "landsreglari" (þetta er vont orð en því miður kann ég ekkert annað) í hverju landi og komi upp ágreiningur milli "landsreglara" og ESB, verður sá ágreiningur leystur af Evrópudómstólnum og ætli nokkur sé í vafa hvernig verði dæmt?  Vegna þessa ákvæðis og nokkurra fleiri hafa flestir, sem hafa kynnt sér málið, sagt að þarna sé um meirihátta valdaframsal að ræða og þar með STJÓRNARSKRÁRBROT.   Ég vona að ég hafi getað svarað spurningu þinni þokkalega.......

Jóhann Elíasson, 10.11.2018 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband