ÞAÐ ER EKKI NOKKUR SPURNING AÐ ÞAÐ VERÐUR AÐ "HERÐA" Á ÍSLENSKUKENNSLUNNI.....

Og í þessu átaki VERÐA ALLIR AÐ TAKA ÞÁTT,hér hafa fjölmiðlarnir verið þeir ALLRA VERSTU í því að halda Íslenskunni á lofti það er engu líkara en að þeir skammist sín fyrir Íslenska tungu.  Dæmi um þetta, var viðtal við mann sem hafði flutt hingað til lands FYRIR 20 ÁRUM SÍÐAN OG VAR ÞAR AÐ AUKI KVÆNTUR ÍSLENSKRI KONU, VAR Í VIÐTALI Í ÞÆTTINUM "MEÐ OKKAR AUGUM" Á RUV OG VITI MENN VIÐTALIÐ FÓR FRAM Á ENSKU.  Hefur maðurinn ekki getað lært Íslensku á 20 árum og hvernig er það eiginlega var ekki nokkur manneskja, sem umgekkst manninn í þessi 20 ár þess megnug að kenna manninum Íslensku og hvað með konuna hans?  Nú horfi ég töluvert mikið á Norska sjónvarpið (NRK 1), þegar er viðtal við erlent fólk sem er búsett í Noregi, FER VIÐTALIÐ ALLTAF FRAM Á NORSKU og ef viðkomandi talar mjög bjagaða Norsku ER VIÐTALIÐ BARA TEXTAÐ.  Reyndar hef ég ekki fylgst með öðrum Norðurlandasjónvarpsstöðvum og get því ekki tjáð mig um það.  ÍSLENSKIR FJÖLMIÐLA ÆTTU Í ÞESSU TILFELLI AÐ FARA AÐ FORDÆMI NORÐMANNA Í ÞESSUM MÁLUM.......


mbl.is Ummæli sem lýsi fordómum og áhugaleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Engils plís!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 5.11.2019 kl. 11:40

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já því miður er þetta svoleiðis í dag, Sigurður en þessu þarf að breyta og menn eiga að hætta þessum UNDIRLÆGJUHÆTT og þar fara Íslenskir fjölmiðlar fremstir í flokki......

Jóhann Elíasson, 5.11.2019 kl. 11:56

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég er sammála þér Jóhann, góður að vanda. Þar sem ég horfi ekki lengur á sjónvarp get ég lítið tjáð mig um "fréttamenn" RÚV og Stövar 2, hversu vandað mál þeir tala, en fréttamennskan á mbl.is er oft döpur, svo vægt sé til orða tekið. Aðra innlenda miðla fylgist ég ekki með, hef löngu fengið nóg af þeim og geri því ekki ráð fyrir að þeir séu nokkuð betri.

Tómas Ibsen Halldórsson, 5.11.2019 kl. 12:34

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir Tómas.  Þú missir ekki af miklu við að hætta að horfa á sjónvarp.  Mér finnst með ólíkindum að ekki skuli vera tekið á þessu með Íslenskukunnáttu útlending, sem hér búa og starfa, það er ekkert mál að taka viðtöl við þetta fólk á Íslensku og ef kunnáttan hjá þeim er eitthvað "broguð" þá er minnsta mál í heimi að texta viðtalið...

Jóhann Elíasson, 5.11.2019 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband