AÐEINS FARIÐ AÐ "FALLA Á" SILFRIÐ

Ég setti mig í stellingar til að fara nú að sjá þátt sem virkilega myndi nú "kryfja" til mergjar, það eða þau mál sem hvíla á þjóðinni um þessar mundir.  Eins og við var að búast var aðeins EITT mál í umræðunni og jók það vissulega á væntingarnar, því það ætti nú að vera hægt að komast að einhverri vitrænni niðurstöðu á tæpum klukkutíma.  En viti menn, þarna kom saman hópur af fólki með mismunandi skoðanir og vitsmuni til að koma þeim á framfæri og allur tíminn fór í að karpa um einhver smáatriði, sem í stóra samhenginu komu málinu ekkert við, þannig að úr varð samhengislaust kjaftæði og lítið dæmi má nefna að einum þátttakendunum, í þessum "panelumræðum" fannst það alveg tilvalið að bera saman laun leikskólakennara og forstjóra og eins af eigendum Samherja.  Svo eins og venjulega var "drottningarviðtal" í þættinum við Þorstein Pálsson (reyndar var líka sýndur bútur af viðtali við þennan Norska Seðlabankstjóra, sem Jóhanna og Gunnarsstaða Móri fluttu hingað, til að taka við af Davíð Oddssyni og ég man bara ekki hvað heitir, en ég get ekki skilið hvað það átti að þýða því viðtalið var bæði stutt og ómerkilegt).  En Þorsteinn fór að tala um hversu nauðsynlegt það væri að kvótakerfið skilaði sem MESTU til þjóðarinnar með því að handhafar kvótans greiddu markaðsverð fyrir kvótann.  Þetta fannst mér mjög merkilegt að heyra hann segja, því það var HANN sem heimilaði VEÐSETNINGU KVÓTANS.  Hann stuðlaði að því, ásamt fleirum, að kvótinn var festur í sessi með því að afnema það að kvótinn yrði aðeins til eins árs í senn.  Þannig má segja að hann sé GUÐFAÐIR KVÓTANS EINS OG HANN ER Í DAG.  Þó að menn séu í svona "drottningarviðtölum" og það ætti að vera einfalt að fá það fram sem leitað er eftir, þá eru menn bara það "klókir" að þeir fara bara að tala um eitthvað annað og þáttastjórnandinn er bara svo illa að sér í málinu að hinn sleppur með skrekkinn.  Í framtíðinni verður það ekkert forgangsmál að horfa á "SILFRIÐ".......


mbl.is Ekki í mínum höndum að krefjast frystingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, var það ekki í þessum þætti sem Elliði Vignisson varði kvótakerfið fram í rauðan dauðan?

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 19.11.2019 kl. 03:44

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú einmitt Helgi og þakka þér kærlega fyrir innlitið.  En ég verð að segja eins og er að ég veit ekki hvaða beinu hagsmuni hann hann hefur af því eða er hann bara svona "harður" Sjálfstæðisflokksmaður?????????

Bestu kveðjur af Suðurnesjunum.......

Jóhann Elíasson, 19.11.2019 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband