STRAX BYRJAÐ AÐ "UNDIRBÚA" FRAMÚRKEYRSLU.........

Og grunnurinn ekki einu sinni kominn.  Einhvern tímann var sagt að flestar kostnaðaráætlanir væru þannig að óhætt væri að taka upphaflegu kostnaðaráætlunina og margfalda hana með "píi" (3,1416).  Miðað við fyrri reynslu virðist þetta vera nokkuð nærri lagi...........


mbl.is Aukinn kostnaður við bankahúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvaða einstaklingar ákváðu þessa staðsetninguna og hverjir skipuðu þá?

Sigurður I B Guðmundsson, 11.2.2020 kl. 09:20

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Nákvæmlega Jóhann, tölur sem birtar eru sem kostnaðaráætlun virðast aldrei standast. Menn fara glaðbeittir út í framkvæmdir út frá þeim forsendum en standa svo eftir með allt niður um sig. Hvenær læra menn af reynslunni???

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.2.2020 kl. 10:20

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er nefnilega málið Sigurður, með því að færa Landsbankann yfir í OHF er engu líkara en að ráðherra hafi misst alla stjórn á honum og nú er honum bara stjórnað af einhverjum ókjörnum fulltrúum eins og ESB........

Jóhann Elíasson, 11.2.2020 kl. 15:16

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Tómas og svo kemur aðalatriðið:  ÞAÐ BER ENGINN ÁBIRGÐ.........

Jóhann Elíasson, 11.2.2020 kl. 15:17

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Jú Jóhann minn, þegar illa fer er það væntanlega sauðsvartur almenningurinn sem er látinn borga brúsann þ.e. þú og ég. En í þessu tilfelli viðskiptavinir Landsbankans og svo við hin þegar bankinn er kominn á hausinn. Hvernig fór það ekki með Hörpuna, Braggann og Mathöllin við Hlemm, hvað þá Vaðlaheiðagöngin eða Landeyjarhöfn, svo nokkur dæmi séu nefnd, almennur skattborgari þarf alltaf að borga brúsann og pólitíkusum virðist alveg sama!!!

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.2.2020 kl. 15:41

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú Tómas þannig er það bara, ekki veit ég hvað er hægt að gera í þessu. eitt sem væri hægt að gera, en ekki yrði það vinsælt, hægt væri að "hýrudraga" verkefnastjórann ef verkefnið fer yfir vissa prósentu framyfir kostnaðaráætlun.  Hýrudráttur var velþekkt fyrirbæri hérna áður fyrr og "effektífur", nú svo ef framúrkeyrslan yrði veruleg þá væri beitt bæði hýrudrætti og brottrekstri.  Varðandi OHF fyrirtækin ætti að setja þau í fyrra horf og ef vandkvæði væru á því er ekki um neitt annað að ræða en að selja þau.  Bestu dæmin um fyrirtæki sem eru alveg stjórnlaus eru ISAVIA og RÚV.....

Jóhann Elíasson, 11.2.2020 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband