GOTT TIL ÞESS AÐ VITA AÐ ÞEIR TVEIR PAKKAR, SEM ERU KOMNIR, VORU BARA MISHEPPNAÐAR ÆFINGAR.......

Það er sagt að æfingin skapi meistarann og núna þegar ríkisstjórnin er búin að fá tvær "æfingar" í að setja fram "björgunarpakka" fyrir þjóðina hlýtur að styttast í það að hlutirnir taki á sig einhverja almennilega mynd og verði að einhverju gagni fyrir land og þjóð.  Gallinn er helst sá að það er verið að reyna að ná utan um einhverja sérstaka hópa og þá vill oft raunin verða sú að útkoman verður hvorki fugl né fiskur og "aðstoðin" fellur milli skips og bryggju og gagnast fáum eða engum, þegar upp er staðið.Ég verð að segja alveg eins og er að bjartsýnin á að ríkisstjórnin skilji almennilega, hversu alvarlegt ástandið er og verður, er ekki mikil.  Því miður er það nokkuð ljóst að við erum að horfa á algjört hrun í ferðaþjónustunni í það minnsta í ár og jafnvel í tvö til tvö og hálft ár.  Það er alveg ljóst að 70-90% fyrirtækja í ferðaþjónustu eiga eftir að lenda í "verulegum" fjárhagslegum erfiðleikum og stærstur hluti þessara fyrirtækja á svo eftir að fara í þrot.  Mörgum þessara fyrirtækja verður ekkert hægt að bjarga en svo eru önnur, sem bankar og fjármálastofnanir segja að verði hægt að bjarga MEÐ ÞVÍ AÐ EIGENDUR ÞEIRRA OG FORRÁÐAMENN GANGIST Í PERSÓNULEGAR ÁBYRGÐIR FYRIR.  EN ÞETTA ERU EINUNGIS AÐFERÐIR SEM ERU NOTAÐAR TIL AÐ "SAUMA" VIÐKOMANDI ENDANLEGA INN Í NET SKULDA OG SVO ÞEGAR BÖNKUNUM FINNST NÓG KOMIÐ AF BLEKKINGARLEIKNUM, ER FYRIRTÆKIÐ SETT Í ÞROT OG EIGENDUR OG FORRÁÐAMENN ERU KOMNIR Í PERSÓNULEGAR ÁBYRGÐIR FYRIR SKULDUNUM, ER LÍKA GENGIÐ AÐ ÞEIM OG EIGNUM ÞEIRRA.  Það voru stór mistök að setja það í hendur bankanna að ákveða það hvaða fyrirtæki eru "lífvænleg" og hver ekki.  Bankarnir eru HAGNAÐARDRIFIN fyrirtæki og hugsa fyrst og fremst um eigin hag, þær sögur heyrast núna að bankarnir séu á fullu núna við að koma fyrirtækjum, sem voru komin í mikil og alvarleg vanskil, áður en covid-19 veiran kom til skjalanna, inn í BRÚARLÁNAPAKKANN til að lágmarka SINN skaða.            mér skilst að það hafi nú ekki verið hugsunin á bak við BRÚARLÁNIN Það lýtur mun betur út með Sjávarútvegsfyrirtækin okkar, því þótt fólk hætti að ferðast þá verður það að borða.  Og sjávarútvegurinn þarf að takast á við lægð og jafnvel aðra markaði en hann nær sér á strik.  Verra er ástandið í "stóriðjunni" Það verðu ekki séð að álmarkaðurinn nái sér á strik í næstu framtíð.  Það er mjög líklegt að Álverið í Straumsvík verði lagt niður í næstu framtíð með mjög alvarlegum afleiðingum fyrir Hafnarfjörð, starfsfólk og þau fyrirtæki sem hafa byggt afkomu sína á Álverinu í Straumsvík.

Nú hef ég farið yfir helstu atvinnugreinarnar, sem Íslenskt hagkerfi byggir á og hvað segir þessi yfirferð helst?  Jú við þurfum fleiri stoðir undir hagkerfið okkar og eigum alls ekki að hafa ÖLL eggin í sömu körfu.  og eitt í viðbót AÐGERÐIRNAR ÞURFA AÐ VERA ALMENNAR OG ALLS EKKI AÐ BEINAST AÐ EINHVERJUM VISSUM HÓPUM.

  • Setja þarf neyðarlög í landinu, sem taka gildi STRAX.
  • Byrjað verði á að kippa verðtryggingunni úr sambandi, þannig að almenningur verði ekki látinn greiða fyrir "sukkið" eins og gert var í HRUNINU 2008, en það virðist vera að SUMIR hafi EKKERT lært af HRUNINU.
  • Þessi neyðarlög fælu meðal annars í sér að 45% launahækkunin sem Kjararáð færði þingmönnum, ráðherrum og æðstu embættismönnum þjóðarinnar, verði afturkölluð.  Þessi hækkun launa ráðherra,þingmanna og æðstu embættismanna ríkisins, var réttlætt með því að mikil uppsveifla væri í hagkerfi landsins - nú er mikil niðursveifla í hagkerfinu og því hafa skapast aðstæður til lækkunar launa hjá þeim hæst launuðu.  Eiga ekki allir að leggja eitthvað af mörkum við þessar aðstæður?
  • Tryggingagjaldið á atvinnurekstur verði aflagt fyrir alla starfsmenn yfir 50 ára aldur en verði 5% fyrir starfsmenn 20-30 ára, 3% fyrir starfsmenn 31-40 ára og síðan 1% fyrir starfsmenn 41-50 ára.  Þetta myndi auka vilja atvinnurekenda til að hafa reynslumeira fólk í vinnu og kannski myndi þessi aðgerð slá aðeins á þessa æskudýrkun sem er í gangi hér á landi og jafnvel ætti að leggja tryggingagjaldið alveg niður strax í dag.
  • Felldur yrði alfarið niður tekjuskattur á laun undir 550 þúsundum og eftir það færi tekjuskattur stighækkandi en aldrei meiri en 30%.
  • Allar nýráðningar í opinbera geiranum yrðu "frystar".
  • Stórauka á og efla nýsköpun í landinu.  Nýsköpunar ráðherra á að HÆTTA við að leggja  NÝSKÖPUNARMIÐSTÖÐ NIÐUR OG ÞESS Í STAÐ AÐ GERA HANA ÖFLUGRI og endurskipuleggja stofnunina.
  • Gjaldeyrishöft þarf að setja á sem allra fyrst.  Ég hef heimildir fyrir því að fjársterkir aðilar í þjóðfélaginu séu að verða sér úti um gjaldeyri og það er bara þannig að sá gjaldeyrir sem er til klárast fljótt ef ekkert er að gert.


Eins og áður hefur komið fram, þá er staðan í heiminum ALGJÖRLEGA FORDÆMALAUS og ég er ekki viss um að ríkisstjórnin hafi mikinn tíma til "ÆFINGA" og verði bara að fara að taka sig saman í  og fara að vinna vinnuna sína.  Þó svo að vissir aðilar innan ríkisstjórnarinnar séu teknir og þreytulegir, geta þeir bara hvílt sig að þessum "darraðardansi" loknum, en þangað til verður að vinna "effektíft".  En eins og staðan er í dag virðast þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar vera með öllu "máttlausar" og gagnslausar með öllu, kannski vegna þess að tvö síðustu skipti voru bara "æfingar", sem fóru illa..  Því miður virðast flestar aðgerðir ríkisstjórnarinnar ganga út á að FRESTA sköttum og skattaálagningu nema bankaskattinum sem á að leggja STRAX niður.  Halda forráðamenn landsins virkilega að þegar að búið verður að lengja svona í "hengingarólinni" hjá fyrirtækjunum, verði þau betur í stakk búin til að greiða þá skatta og skyldur sem hefur verið frestað á meðan það versta gekk yfir, því eftir að þessum ósköpum lýkur fer ekki allt á fulla ferð einn tveir og þrír?  Það er nokkuð víst að þegar þessi ósköp eru gengin yfir horfum við á gjörbreytta heimsmynd og mér segir svo hugur að lífsviðhorfin verði önnur og betri.....


mbl.is Tíu pakkar hið minnsta (Hlaðvarp)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist þetta vera góðar tillögur hjá þér. Við þetta má kannski bæta að 40% aukning á listamannalaunum eigi að taka til baka.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 25.4.2020 kl. 09:19

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir Jósef Smári.  Þetta er alveg hárrétt hjá þér enda get ég ekki með nokkru móti séð hvernig 40% aukning á listamannalaunum getur hjálpað þjóðinni í þessum þrengingum og listamannalaun bara yfirleitt.......

Jóhann Elíasson, 25.4.2020 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband