AÐ SJÁLFSÖGÐU Á RÍKIÐ EKKI AÐ KOMA NÁLÆGT ÞVÍ AÐ "BJARGA" ÞESSU FYRIRTÆKI

Kirkjugarðar landsins eru fullir af fólki sem hélt að það væri ómissandi, en sannleikurinn er sá að það kemur alltaf maður í manns stað, sama verður sagt um fyrirtæki,ÞAÐ ER EKKERT FYRIRTÆKI SVO MIKILVÆGT AÐ ÞAÐ SÉ RÉTTLÆTANLEGT AÐ ÞAÐ VERÐI "HENT" MILLJÖRÐUM KRÓNA, AF ALMANNFÉ OG ÞESS ÞÁ HELDUR FJÁRMUNUM SEM EKKI ERU  TIL, Í AÐ FORÐA ÞVÍ FRÁ GJALDÞROTI.  Því miður verð ég að segja að mér finnst umræðan undafarna daga hafa snúist um algjöran "tittlingaskít" og engu líkara en verið sé að afvegaleiða umræðuna, sem er að ganga ágætlega upp hjá forráðamönnum Icelandair og þeir virðast hafa náð nokkuð mörgum í lið með sér (það þarf nú ekki meira til en að lesa nokkrar bloggfærslur hérna á mbl.is).  Sé þetta staðan (sem ég hef vissar efasemdir um), þá tel ég bestu lausnina vera þá að leyfa fyrirtækinu bara að fara í þrot og hafa bara hraðar hendur við að stofna RÍKISFLUGFÉLAG (og svo getur Ríkið komið sér út úr rekstrinum með tíð og tíma) á rústunum, í framhaldinu yrði svo tekið almennilega til í rekstrinum, það þyrfti að losa sig við "toppana" og stjórnina eins og hún leggur sig en leggja allt kapp á að sem flestir almennir starfsmenn verði endurráðnir og þá á endurskoðuðum kjörum.  ER EINHVER ÁSTÆÐA TIL ÞESS AÐ "RÍKIÐ" SÉ AÐ HLAUPA UNDIR BAGGA MEÐ ÞESSU FÉLAGI TREKK Í TREKK OG ÁSTÆÐAN FYRIR LÉLEGRI AFKOMU ER FYRST OG FREMST ÓSTJÓRN OG ÓRÁÐSÍA?  ER EITTHVAÐ VIT Í ÞVÍ AÐ EINKAVÆÐA HAGNAÐINN, ÞEGAR HANN ER, EN RÍKISVÆÐA TAPIÐ? Sendi forstjóri félagsins ekki bréf á starfsmennina, þar sem hann gaf í skyn að starfsmennirnir bæru ábyrgð á stöðu félagsins? Á endalaust reka "ræstingafólkið" ef eitthvað bjátar á í rekstrinum? OG SVONA Í RESTINA, VARÐANDI SÍÐUSTU AÐGERÐIR RÍKISSTJÓRNARINNAR Í COVID-19 MÁLUM, FLEST ÞESSI FERÐAÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI, SEM VAR VERIÐ AÐ "BJARGA", VORU KOMIN Í BULLANDI VANDRÆÐI FYRIR COVID-19 FARALDURINN, ÞANNIG AÐ ÞESSAR AÐGERÐIR GERA EKKERT ANNAÐ EN AÐ LENGJA Í HENGINGARÓLINNI OG AUÐVITAÐ ENDAR BARA MEÐ ÞVÍ AÐ ÞESSI FYRIRTÆKI FARA Í GJALDÞROT.  OG SVO KEMUR HVERGI FRAM HVERSU LENGI ÞESSI "BJÖRGUN" Á AÐ STANDA.  Margir segja jú að ef þetta fyrirtæki fer í þrot, þá TAPAST SVO GÍFURLEGIR FJÁRMUNIR.  JÚ ÞETTA GETA VERIÐ RÖK, EN EF FYRIRTÆKINU VERÐUR BJARGAÐ NÚNA TAPAST ÞÁ EKKI BARA ENN MEIRI FJÁRMUNIR SEINNA?  Ég veit ekki til þess að gert sé ráð fyrir miklum breytingum á rekstrinum??????


mbl.is Óhjákvæmilegt að ríkið stígi inn í
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég veit ekki betur en lífeyrissjóður verslunarmanna sé einn af eigendum og ef það fé tapast fæ ég þá minna útborgað frá TS? Held ekki. Ríkið á ekki að koma nálægt þessu fyrirtæki frekar en WOW á sínum tíma. Ísland verður ekki sambandslaust við umheiminn þó Icelandair fari á hausinn.

Sigurður I B Guðmundsson, 9.7.2020 kl. 09:46

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er heila málið Sigurður. Ríkið á ekki undir neinum kringumstæðum að koma að einkarekstri og hverjir ákveða hvaða fyrirtækjum á að bjarga og hverjum ekki????????

Jóhann Elíasson, 9.7.2020 kl. 10:32

3 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Alveg hárrétt Jóhann. Hvers vegna ættu skattgreiðendur að leggja félaginu til fé svo flugfreyjur geti notið kjara umfram starfssystkyni sín hjá samkeppnisaðilunum ? Nú þegar nýtur þetta flugfólk umtalsverðra fríðinda í boði skattgreiðenda en hluti launa þeirra er greiddur í formi dagpeninga sem sviknir eru undan tekjuskatti og yfirvöld aðhafast ekkert í því. Flugfreyjur eru greinilega búnar á ákveða að útrýma sjálfum sér á sama hátt og Sjómannafélag Reykjavíkur ákvað að þurrka farmannastétt Íslands út fyrir mörgum árum. Þú manst sjálfsagt eftir því þegar um 80 fraktskip sigldu undir íslenskum fána, hve mörg eru þau í dag? Einkennilegt að stéttarfélag sem ekki á krónu í fyrirtækinu geti ákveðið að keyra það í þrot. Jóhann, það er nefnilega alveg rétt sem þú bendir á með þetta ómissandi fólk. Ríkissáttasemji ætti kannski að spila samnefnt lag eftir Magga Eiríks á næsta fundi fyrir flugfreyjurnar ?

Örn Gunnlaugsson, 9.7.2020 kl. 10:45

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir innlitið Örn og kröftugar og góðar athugasemdir.  Burtséð frá flugfólkinu, þá er ég alfarið á móti því að ríkið sé nokkuð að skipta sér af einkarekstri og sé að setja "merkimiða" á fyrirtæki og þar með að segja að eitt fyrirtæki sé mikilvægara en annað.  Ef þetta er gert er verið að setja í gang ákveðna spillingu, eins og raunin er orðin með Icelandair........

Jóhann Elíasson, 9.7.2020 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband