ENN EINU SINNI "SANNAR" EES-SAMNINGURINN GILDI SITT FYRIR LANDIÐ.........

Hún Kata litla sækir um undanþágu fyrir landið, vegna útblásturs vegna flugumferðar, aðallega á þeirri forsendu að Ísland sé eyja og möguleikar til ferða útfyrir landið séu nær eingöngu bundnir við flug.  Kannski  hefur hún áttað sig á því að "loftslagshlýnun af mannavöldum" er EKKI til staðar og breytingar á veðurfari eiga sér sennilega aðrar skýringar SJÁ HÉR og finnst þar af leiðandi allt í lagi að fara fram á þessa undanþágu?? Ef farið er yfir kosti og galla EES samningsins þá kemur í ljós að gallarnir, nú orðið, eru MUN meiri sem dæmi má nefna að helsta ástæðan fyrir því að ætti að samþykkja EES samninginn var sagt að meðal annars yrði felldur niður tollur af Íslenskum sjávarafurðum, SVO KOM Í LJÓS ÁRIÐ 2014 AÐ TOLLAR Í ESB LÖNDUM Á ÍSLENSKUM SJÁVARAFURÐUM HÖFÐU ALDREI VERIÐ FELLDIR NIÐUR.  Var verið að fá Íslendinga í EES samstarfið á fölskum forsendum í upphafi? Og svo er ekki úr vegi að nefna það að Kanadamenn fengu mun hagstæðari samning við ESB en Ísland hefur í gegnum EES samninginn.

Að lokum ætla ég að gera athugasemd við "frétt" sem ég sá fyrir nokkrum dögum síðan en þar var verið að segja frá fyrirhugaðri ferða rafmagnsbíls frá Segulpólnum nyrðri og að Segulpólnum syðri.  Fyrirhugað er að hefja ferðina frá eyju í Kanada þar sem Segulpóllinn nyrðri var staddur á árunum 1940-1980 en í dag er Segulpóllinn nyrðri staddur Suð Austan við reiknaða Norðurpólinn.  Þannig að þessi ferð ekkert annað en sýndarmennska..........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeim fjölgar óðum sem átta sig á því að Ísland sé eyja...

Guðmundur Ásgeirsson, 17.2.2023 kl. 16:22

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

En þá er eftir fyrir þá að átta sig á því að Íslendingar eru ekki milljónaþjóð og innviðirnir eru eftir því......

Jóhann Elíasson, 17.2.2023 kl. 17:37

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já það er misjafnt hvað fattarinn er langur...

Guðmundur Ásgeirsson, 17.2.2023 kl. 17:53

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já satt segir þú.......... wink

Jóhann Elíasson, 17.2.2023 kl. 19:08

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta ESB reglugerðarákvæði slær sennilega ekkert á túristavaðalinn, og flissandi fábjánum verður að ósk sinni með á fá efna meiri túrista til landsins, en það mun því miður ekkert af þeirra auðæfum sitja eftir hér þegar búið veður að greiða kolefnistollinn til ESB.

Magnús Sigurðsson, 17.2.2023 kl. 19:59

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki nóg með það  Magnús, síðustu vikur hef ég verið að fara aðeins yfir hversu miklu ferðaþjónustan skili "raunverulega" í þjóðarbúið.  Ég er ekki alvegbúinn að þessu en upphæð skilanna er alls ekki eins há og sumir vilja meina.......

Jóhann Elíasson, 17.2.2023 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband