Bráðfyndin umræða um evruna?

Viðbrögð Davíðs Oddssonar við umræðunni um evruna, eru ekki fyndin heldur hlægileg, en það er náttúrulega kannski ekki alveg út í hött (ef aðeins eru skoðaðir persónulegir hagsmunir hans).  Ef evran yrði tekin upp, yrði hann karlgreyið atvinnulaus og það sem væri kannski verra (fyrir hann) hann yrði algjörlega áhrifalaus varðandi efnahagsmál þjóðarinnar.  Óskiljanlegri eru viðbrögð forsætisráðherra og orðatiltækið að vera í "glerbúri" öðlast alveg nýja merkingu.  Hann segir alveg blákalt að hann hafi ekki orðið var við neinn "þrýsting" í þá átt að krónan væri ekki lengur fullnægjandi gjaldmiðill.  Hvar hefur maðurinn eiginlega verið?  Hefur hann kannski verið í Seðlabankanum í kaffi á spjalli við Davíð Oddsson?  Margir hafa talað um að ekki væri hægt að taka upp evruna, án þess að ganga í ESB einnig.  Þetta er ekki rétt.  Það eru tvær leiðir til þess að taka upp evru:  Það er hægt að taka evruna upp einhliða þ.e.a.s að taka upp evru án sambands við ESB,  þá er landið ennþá með sjálfstæða peningastefnu (sem að mínu mati  hefur algjörlega misheppnast síðustu árin) hin leiðin er að taka skrefið til fulls og ganga í ESB og taka evruna upp, þá um leið yrði peningastefna ESB okkar og reglur ESB yrðu þær sem væru í gildi hér (verðtrygging lána yrði úr sögunni) og það sem meira er við myndum losna við Seðlabanka Íslands og afskipti "blýantsnagarana" þar. 

Flestir landsmenn virðast hafa gert sér grein fyrir því að "krónan" og tilraunir til þess að halda í hana eru "dauðadæmdar" og atvinnulífið getur ekki búið við jafn óstöðugan gjaldmiðil og krónan er og til viðbótar þessu koma svo "ofurvextir Seðlabankans (sem að þeirra sögn eru til þess að slá á verðbólgu) en þessir vextir eru að ganga að Íslenskum útflutningsgreinum dauðum.  ætli það sé markmiðið?  Það eru tvær hliðar á öllum peningum, líka á evru.


mbl.is Meirihluti þjóðarinnar hlynntur því að taka upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Á búgarði nokkrum var ljón geymt í búri. Dag einn ákvað ráðsmaðurinn að nú væri ljónið orðið svo tamið að rétt væri að hleypa því út og leyfa því að þjóna eðli sínu án afskipta. Þetta reyndist vanhugsuð ákvörðun. Ljónið æddi um stjórnlaust og nærðist á búfénaðinum sem í vandræðagangi nýtti sér ekki beitina og tærðist upp. Ráðsmaðurinn kom sér nú fyrir í varðturni og tók til við að öskra á ljónið óbótaskammir og formælingar með reglulegu millibili á milli þess sem hann lagðist undir feld og hugsaði upp hin ýmsu ráð.

Síðustu fregnir herma að ljónið sé enn í sama ham og fyrr og láti sig ókvæðisorð ráðsmannsins engu skipta. 

Árni Gunnarsson, 9.9.2007 kl. 12:27

2 identicon

Nú er lag að slá 2 flugur í einu höggi: taka upp evruna og losna við Davíð úr áhrifastöðu , sem er löngu tímabært !

Stefán (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband