Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Alltaf er eitthvað í gangi kringum Alonso.

Hann virðist ekki eiga marga "aðdáendur" innan McLaren-liðsins og kannski er þetta bara undirbúningur þess að tilkynnt verði að hann fari frá liðinu en það er nokkuð öruggt að það verða ekki margir sem koma til með að sakna hans allavega falla ekki mörg tár.
mbl.is Hamilton: Alonso sýnir McLaren ónóga hollustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart!!!!

Nú þessa dagana er að skella á "holskefla" uppsagna í sjávarútvegi, bæði í veiðum og vinnslu "mótvægisaðgerðirnar" gera ekki ráð fyrir því "fólki" sem lendir í þessum áföllum vegna kvótaskerðingarinnar það eina sem þetta fólk fær í sinn hlut er að það á að hafa greiðari samgöngur til að geta flutt í burtu úr sinni heimabyggð eftir árið 2010, nema Vestmannaeyingar, en þar á að fara út í vonlausa "samgöngubót" í Bakkafjöru en það þýðir að þegar það dæmi "floppar" verða Vestmanneyingar með verri samgöngur milli Lands og Eyja en áður.
mbl.is Guðrúnu VE lagt vegna niðurskurðar þorskkvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óheppilega orðaðar auglýsingar.

  1. Sérstakur hádegisverðarmatseðill:  Kjúklingur  eða buff kr. 600, kalkúnn kr. 550, börn kr. 300.
  2. Til sölu:  Antikskrifborð, hentar vel dömum með þykkar fætur og stórar skúffur.
  3. Nú hefur þú tækifæri til að láta gata á þér eyrun og fá extra par með þér heim.
  4. Við eyðileggjum ekki fötin þín í óvönduðum vélum, við gerum það varanlega í höndunum.
  5. Til sölu nokkrir gamlir kjólar af ömmu í góðu ástandi.
  6. Þetta hótel býður upp á bowlingsali, tennisvelli, þægileg rúm og aðra íþróttaaðstöðu.
  7. Brauðrist:  Gjöfin sem allir fjölskyldumeðlimirnir elska, brennir brauðið sjálfvirkt.
  8. Ísafjarðarkaupstaður:  Starfsmann vantar, kvenmann til starfa.
  9. Notaðir bílar:  Því að fara annað og láta svíkja sig?  Komdu til okkar.
  10. Vantar mann í dínamítsverksmiðju. Þarf að vera tilbúinn til að ferðast.
  11. Vinna í boði fyrir mann til að hugsa um kú sem hvorki reykir né drekkur..
  12. Ólæs?  Skrifaðu okkur strax í dag og við munum veita þér ókeypis aðstoð.

Hvar eru nú mótvægisaðgerðirnar?

Æ æ, ég var búinn að gleyma því, það er ekki gert ráð fyrir því að fiskvinnslufólk og aðrir sem vinna við sjávarútveg þurfi nokkra aðstoð, þeir geta jú farið að mála fasteignir ríkisins sem eru jú frekar fáar þarna fyrir austan.  Svo er nú komið álver á Reyðarfjörð.  Vandinn er nefnilega sá að mótvægisaðgerðirnar, gagnast lítið sem ekkert þeim sem á þurfa að halda.
mbl.is Öllu starfsfólki í frystihúsi Eskju sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru menn of fljótir

....baðst hann bara afsökunar, vegna hótunar um málssókn??
mbl.is Afsökunarbeiðni í skugga málsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað!!

Ef ég væri saklaus af ákæruefni en hefði verið dæmdur sekur, þá hefði ég áfríað dómnum en þar sem flest bendir til sektar McLaren, er alveg eðlilegt að þeir sleppi því að áfría, því kannski kæmi eitthvað meira í ljós við það?
mbl.is McLaren áfrýjar refsingunni ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"PERRAR"?

Það verður nú að fara að taka blaðamenn í Íslenskukennslu, svona fyrirsagnir eiga ekki að sjást nema kannski í "Gulu pressunni" ekki trúi ég að Morgunblaðið vilji vera í þeim hópi.  Í þessari fyrirsögn er, að mínu mati, verið að alhæfa um tannlækna og svona vinnubrögð eru engum til sóma.
mbl.is Fékk dónaleg bréf frá tannlæknunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Feðgar af Ströndum komu í fyrsta sinn til Reykjavíkur og fóru meðal
annars í fyrsta sinn í Perluna. Hakan á þeim féll oní bringu oft og
einatt í ferðinni svo undrandi voru þeir á mörgu sem fyrir augu bar
sem ekki var að finna í sveitinni.
Sérstaklega vakti þó athygli þeirra í Perlunni tveir glansandi
silfurlitaðir veggir sem ýmist opnuðust eða lokuðust.
 
Drenghnokkinn spurði: Hvað er þetta eiginlega, pabbi? Faðirinn, sem
hafði aldrei séð lyftu fyrr á ævinni svaraði: Sonur sæll, ég hef
aldrei séð nokkuð þessu líkt á ævinni og ég veit hreinlega ekki hvað
þetta er.
 
Meðan feðgarnir stóðu hugfangnir fyrir framan veggina með
undrunarsvip á andlitinu bar þar að þéttholda konu í hjólastól sem
ók að hreyfanlegu veggjunum og þrýsti þar á hnapp. Veggirnir
opnuðust og konan í hjólastólnum fór inn í lítið rými. Síðan
lokuðust veggirnir og Strandafeðgar horfðu á litla hringlaga hnappa
með tölustöfum sem blikkuðu með reglulegu millibili.
 
Þeir fylgdust með þessu uns efstu tölunni var náð og þá fóru ljósin
að blikka í öfugri röð. Að lokum opnuðust veggirnir og út gekk
glæsileg ljóshærð kona á þrítugsaldri.
 
Faðirinn sem starði dolfallinn á ungu konuna hnippti í soninn og
hvíslaði í eyra hans: "Farðu og sæktu mömmu þína."

Heilbrigðisþjónustan í landinu “falskt öryggi”

Ég get nú ekki orða bundist þegar maður fær fréttir um 900 milljóna “vanskilaskuld” LSH við “birgja”, þetta þýðir að rúmlega 200 milljónir þarf að greiða í dráttarvexti á ári af þessari skuld.  Eitthvað er nú skrítin rekstraráætlun LSH fyrir árið, ef þeir senda frá sér þannig plögg, að fjárlaganefnd getur ekki notað þær tölur sem frá stofnuninni koma af sæmilegu öryggi í fjárlagafrumvarpið.  Það er ekki að undra þótt stofnanirnar séu reknar með halla ár eftir ár.  Á meðan ekki er neinn agi í fjárlagagerðinni, stjórnendur stofnananna bera enga ábyrgð, þeir eru bara kallaðir á “teppið” í viðkomandi ráðuneyti, skammaðir aðeins og látnir lofa því að þetta komi ekki fyrir aftur.  Formaður heilbrigðisnefndar sagði þessa skuld að mestu tilkomna vegna “hækkana” á aðföngum til LSH.  Þessi skýring er svo fáránleg að það tekur ekki nokkru tali,  var ekki gert ráð fyrir neinum hækkunum á aðföngum í rekstraráætluninni fyrir þetta ár? Á meðan þetta er svona er bruðlað gengdarlaust á öðrum sviðum í rekstrinum t.d eru flestir smábæir úti á landi, sem eru með 1.000 íbúa eða fleiri, búnir sjúkrahúsum, misjafnlega búnum og þar starfa misjafnlega margir, það er verið að reyna að halda úti “fullkominni” heilbrigðisþjónustu í hverjum einasta smábæ á landinu.  Það segir sig sjálft að þetta er ekki framkvæmanlegt.  Eitt af því sem sagt er, þessu til málsbóta, er að fólk “úti á landi”  greiði hlutfallslega jafnmikið og jafnvel meira en þeir sem búa á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu.  Vissulega er þetta alveg rétt og þeir , sem búa utan Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu eiga fullan rétt á því að fá sömu heilbrigðisþjónustu og “hin þjóðin í landinu”, en það réttlætir ekki sóun á almannafé í þennan málaflokk (heilbrigðismálin), Það verður að tryggja “báðum þjóðunum í þessu landi sama aðgengi að heilbrigðisþjónustunni. Það er þekkt vandamál að ekki hafa fengist læknar, með sérfræðimenntun út á land, og komi til þess að ungur læknir með sérfræðimenntun fer út á land er það til þess að ná sér í reynslu til að standa betur að vígi þegar staða sérfræðings losnar hjá LSH og þar með er hann farinn.Segja má að fólk sem að fólk sem býr í bæ úti á landi (utan Stór-Hafnarfjarðarsvæðisins) búi við “falskt öryggi”, því kannski er sjúkrahús á staðnum, en þetta sama sjúkrahús er hvorki búið tækjum eða mannafla (sérfræðiþekkingu og kunnáttu), sem á þarf að halda þegar og ef slys eða veikindi verða.  Þá er það fyrsta sem við spyrjum okkur að: Hvernig náum við þeim markmiðum að allir á landinu geti, sama hvar búið er, notið “svipaðrar” (því miður er ekki hægtað tryggja það að allir hafi sama aðgengi) heilbrigðisþjónustu?
  • Í fyrsta lagi tel ég að eigi stórefla eigi LSH hvað varðar húsnæði (nýtt hátæknisjúkrahús við Hringbraut er að mínu áliti flopp), tækjakost og mannafla.
  • Bæta afkastagetu LSH og gera starfið þar “effektívara”
  • Unnið yrði að því að samræma það “þjónustustig” sem sjúkrahúsum á landsbyggðinni er ætlað að veita.
  • Öll sjúkrahús á landsbyggðinni ættu að vera útbúin vel þjálfuðum mannskap til þess að búa sjúkling til flutnings með þyrlu.
  • Það ætti að staðsetja fullkomna sjúkraþyrlu á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík (ég hef alltaf verið á því að flytja ætti Landhelgisgæsluna til Keflavíkur og þá yrði björgunarþyrla að sjálfsögðu staðsett þar).  Hver þessara þyrlna þjónaði sínum landsfjórðungi og miðunum.
 Á þennan hátt yrði það tryggt að sjúklingurinn kæmist á sem stystum tíma í þá meðferð sem hann þarfnast.  Því það er reynsla undanfarinna ára að erfiðustu og alvarlegustu tilfellin, t.d. slysadeildar, hafa komið af landsbyggðinni og það að þessi tilfelli hafa verið alvarleg, er fyrst og fremst vegna þess að of langur tími hefur liðið þar til sjúklingarnir fá þá meðferð sem þeir þurfa á að halda.Eins og staðan er í dag er með nokkurri vissu hægt að staðhæfa það, að þeir sem búa á landsbyggðinni, hafi mun minnilíkur á að ná fullum bata, eftir alvarleg slys eða veikindi, en þeir sem búa á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu.  Þetta ætti að vera forgangsverkefni innan heilbrigðiskerfisins að koma í viðunandi horf hver sem aðferðin verður við að koma þessu í lag verðum við að hafa það hugfast að við þurfum að tryggja ÖLLUM landsmönnum jafna heilbrigðisþjónustu og hætta þessum “plástralækningum” sem hafa tíðkast hingað til.

Er að fjara undan Alonso???

Þeir fjölmörgu sem fylgdust með "dólgshætti" Alonso, í fyrstu beygju á Spa um síðustu helgi, sáu loks hvaða mann spanjólinn hefur að geyma "Hann er einfaldlega með skítlegt eðli".  Vonandi fer hann frá McLaren og það sem lengst og helst ætti að útiloka hann frá formúlunni.
mbl.is Blöðin berja á Alonso
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband