Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Er allt leyfilegt Alonso?

Honum virðist finnast það í baráttunni við Hamilton um heimsmeistaratitilinn.  Flestir sem ég hef talað við álíta að Alonso hafi farið "yfir strikið" í fyrstu beygju á Spa brautinni í gær.
mbl.is Hamilton óhress vegna framferðis Alonso í fyrstu beygju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki vantar hrokann!

Auðvitað hefði átt að útiloka "nautabanann" frá formúlunni um aldur og ævi.  Víst er að fáir hefðu saknað hans.
mbl.is Alonso býst við óskoruðum stuðningi af hálfu McLaren
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Hannes Hólmsteinn á lyfjum????

....þegar hann lét þau ummæli falla, "að efnahagsleg velsæld Íslendinga sé kvótakerfinu að þakka, einkavæðingu og öflugu lífeyrissjóðakerfi".  Þessi ummæli lét hann falla á ráðstefnu "um uppsprettu auðæfa í smáríkjum"  Hann kom ekki með neina marktæka útskýringu á þessum ummælum sínum og finnst mér það nokkuð miður að menn geti kastað fram fullyrðingum og "skoðunum" án nokkurs rökstuðnings.  "Ja hátt glymur í tómri tunnu".

Föstudagsgrín

Einu sinni fóru hjón í ferð til Englands, Þau fengu fallegt herbergi á hóteli og planið var að fara á leikinn Manchester United-Arsenal. Þegar þau koma inn á baðherbergið sjá þau að það er enginn krókur til þess að hengja handklæði á. Þau ákveða að skrúfa nokkra króka í vegginn, en þeim finnst betra að hringja, og biðjast leyfis hjá húsverðinum.
Þau ákveða að kallinn fari og kaupi skrúfur og hún hringi..en hún var ekki góð í ensku og hljóðaði símtal konunnar svona:

Konan: jess, hello, ken æ tokk tú ðe hotels janitor..
Bryti: yes, hold one moment.
Konan: þank jú..
Húsvörður: Yeah hello?
Konan: Jess, is þiss ðe janitor?
Húsvörður: Yeahh i am the janitor,how can i help you?

Konan: æ was wondering..ken mæ hösband skrúf som húkkers in ár baþþrúm?


Góður leikur? - En sigurinn var góður og langþráður.

Ekki var nú leikur Íslenska landsliðsins neitt frábær, en vörnin var þokkaleg og einstaka menn voru mjög góðir og greinilegt að Hermann Hreiðarsson er mjög góður fyrirliði, að mínum dómi datt leikur liðsins aðeins niður fyrst eftir að Eiður Smári kom inná, því miður virðist það vera að leikmenn "ætlist" til að hann geri alla hluti upp á sitt einsdæmi.  Er ekki málið að Eiður Smári er bara nokkrum númerum of stór fyrir landsliðið okkar.  Að vita af honum á "bekknum" er kannski meira aðhald fyrir leikmennina en að hafa hann inná vellinum?  Það að tileinka Ásgeiri Elíassyni þennan sigur er eitthvað það mest viðeigandi sem hægt var að gera.
mbl.is Ánægður með baráttuna og úrslitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekkingunni haldið til streytu - lítið kjöt á beinunum.

Það var svo sem vitað að mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar yrðu hvorki fugl né fiskur, en að þær yrðu svona "klúðurslegar" bjuggust menn nú ekki við:

  • Ennþá reynir ríkisstjórnin að blekkja fólk með því að halda því fram, að með því að aflétta 1.200 milljóna krónu skuld af Byggðastofnun, sé um að ræða "mótvægisaðgerð".  Byggðastofnun var orðið ókleyft að starfa samkvæmt lögum , vegna þess að eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar var orðið lægra en lög gera ráð fyrir, þar af leiðandi varð að gera fyrrnefndar ráðstafanir svo Byggðastofnun gæti starfað samkvæmt lögum.  Ef þarna er um að ræða "mótvægisaðgerðir", verður ríkisstjórnin að svara því hvort staðið hafi til að leggja Byggðastofnun niður ef ekki hefði komið til þessa aflaniðurskurðar?
  • Það á að efla "togararallið" svo HAFR'O- menn þurfi ekki að vera að fara á "haugana" til að verða sér úti um úrelt veiðarfæri, en það á líka að efla "alvöru" hafrannsóknir (kannski þessir menn á Skúlagötunni fari þá kannski aðeins að hugsa sinn gang)
  • Efla menntun, getur verið aðgerð sem skilar einhverju til lengri tíma.  Því miður sýnist mér (fljótt á litið) að flestar þessara aðgerða séu hugsaðar til lengri tíma.

Því miður tók það ríkisstjórnina rúmlega tvo mánuði að koma fram með þessar aðgerðir, sem eru lítils sem einskis virði og gefur þetta viss fyrirheit um störf ríkisstjórnarinnar framundan.


mbl.is Samtals varið 10,5 milljörðum til mótvægisaðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullkorn!

Þegar hin eini sanni kvenskörungur Halldóra Bjarnadóttir varð 100 ára, kom til hennar fréttamaður útvarps og tók við hana viðtal.  Það kom fréttamanninum verulega á óvart hvað hin aldna kona var vel að sér um allt sem var að gerast í þjóðfélaginu og fannst honum að margir henni yngri mættu vera ánægðir með að búa yfir hennar andlegu heilsu.  Fréttamaðurinn endaði viðtalið við hana á þeim orðum að hann ætlaði að koma til hennar í heimsókn þegar hún yrði 150 ára.  Þá varð þögn en svo sagði hún: "Hu, þú verður löngu dauður".

Er samstaða innan McLaren að halda Alonso áfram?

Miðað við það sem á undan er gengið er víst að ekki myndu allir sjá eftir honum ef hann færi.
mbl.is Haug ráðleggur Alonso að vera um kyrrt hjá McLaren
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bráðfyndin umræða um evruna?

Viðbrögð Davíðs Oddssonar við umræðunni um evruna, eru ekki fyndin heldur hlægileg, en það er náttúrulega kannski ekki alveg út í hött (ef aðeins eru skoðaðir persónulegir hagsmunir hans).  Ef evran yrði tekin upp, yrði hann karlgreyið atvinnulaus og það sem væri kannski verra (fyrir hann) hann yrði algjörlega áhrifalaus varðandi efnahagsmál þjóðarinnar.  Óskiljanlegri eru viðbrögð forsætisráðherra og orðatiltækið að vera í "glerbúri" öðlast alveg nýja merkingu.  Hann segir alveg blákalt að hann hafi ekki orðið var við neinn "þrýsting" í þá átt að krónan væri ekki lengur fullnægjandi gjaldmiðill.  Hvar hefur maðurinn eiginlega verið?  Hefur hann kannski verið í Seðlabankanum í kaffi á spjalli við Davíð Oddsson?  Margir hafa talað um að ekki væri hægt að taka upp evruna, án þess að ganga í ESB einnig.  Þetta er ekki rétt.  Það eru tvær leiðir til þess að taka upp evru:  Það er hægt að taka evruna upp einhliða þ.e.a.s að taka upp evru án sambands við ESB,  þá er landið ennþá með sjálfstæða peningastefnu (sem að mínu mati  hefur algjörlega misheppnast síðustu árin) hin leiðin er að taka skrefið til fulls og ganga í ESB og taka evruna upp, þá um leið yrði peningastefna ESB okkar og reglur ESB yrðu þær sem væru í gildi hér (verðtrygging lána yrði úr sögunni) og það sem meira er við myndum losna við Seðlabanka Íslands og afskipti "blýantsnagarana" þar. 

Flestir landsmenn virðast hafa gert sér grein fyrir því að "krónan" og tilraunir til þess að halda í hana eru "dauðadæmdar" og atvinnulífið getur ekki búið við jafn óstöðugan gjaldmiðil og krónan er og til viðbótar þessu koma svo "ofurvextir Seðlabankans (sem að þeirra sögn eru til þess að slá á verðbólgu) en þessir vextir eru að ganga að Íslenskum útflutningsgreinum dauðum.  ætli það sé markmiðið?  Það eru tvær hliðar á öllum peningum, líka á evru.


mbl.is Meirihluti þjóðarinnar hlynntur því að taka upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta rétt Alonso?

Ef satt reynist, þá er þarna um eitthvað lúalegasta og undirförulasta bragð til þess að losna undan samningi sem hugsast getur.  Allir vita og flestir viðurkenna, að Alonso er ekki alveg ánægður þar sem hann er (hann er ekki meðhöndlaður sem sá kóngur sem hann reiknaði með) það er nýliði þarna sem er að slá í gegn og Alonso er ekki hrifinn af því að vera ekki aðalstjarnan í liðinu.  En ekki bjóst ég við því að hann myndi leggjast svona lágt.  Mörg "minni" lið hafa áhuga á því að fá hann í sínar raðir, enda getur enginn mótmælt því að hann er mjög góður ökumaður, enda er það sú staðreynd sem á eftir að fleyta honum áfram, allavega er það ekki alþýðlegt viðmót eða dagfarsprúð framkoma og nú bætist kannski við undirferli.

http://www.mbl.is/mm/sport/formula/frett.html?nid=1289951


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband