Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
7.9.2007 | 09:11
Föstudagsgrín
Jói varð fyrir því láni að frændi hans í Ástralíu sendi honum glæsilegt fallegt reiðhjól. Jói var að sjálfsögðu afar ánægður með nýja hjólið sitt og áleit að slíkur kostagripur væri vandfundinn. Einn hængur var þó á. Með hjólinu fylgdi vaselín dolla og miði sem á stóð að ef það skildi fara að rigna þá þyrfti Jói að bera vaselín á hnakkinn, en hann var úr kengúruskinni og myndi skemmast ef þetta væri ekki gert. Jóa fannst þetta nú bara lítið mál, settist á hjólið sitt og hjólaði af stað. Þar sem hjólið var svo frábært þá gleymdi hann sér alveg, var kominn langt út í sveit og það var að koma myrkur. Hann stoppaði því á næsta bóndabæ og bankaði á hurðina. Bóndinn kom til dyra og sagði að honum væri velkomið að vera í kvöldmat og gista en það væri þó ein regla í þessu húsi. Það er STRANGLEGA bannað að tala á meðan á kvöldverðinum stæði. Sá sem talar þarf að vaska upp. Jói leit inn í eldhúsið og sá þriggja mánaða uppvask, grænt og ógeðslegt. Ákvað hann á þeirri stundu að halda kjafti á meðan á matarhaldinu stæði. Kvöldmaturinn hófst og varð Jói var við að heimasætan var nú ansi fögur og byrjaði hún um leið að reyna við hann. Hann stóðst ekki mátið og átti við hana mök undir matarborðinu. Bóndinn var að sjálfsögðu reiður en sagði þó ekki neitt. Maturinn hélt áfram og tók Jói eftir því að yngri dóttir bóndans var nú ekki ófríð heldur og áhugi hennar á honum var ansi mikill. Hann átti við hana kynmök í horni eldhússins. Bóndinn var orðinn sjóðandi vondur en sagði þó ekki neitt, enda mikið uppvask í eldhúsinu. Maturinn hélt áfram og Jói tók eftir því að kona bóndans var nú ekki slæm. Hún vildi helst ekki vera útundan svo Jói skellti henni upp á borð og tók hana fyrir framan bóndann. Bóndinn var orðinn sjóðandi vondur, hissa og hálf grenjandi yfir dirfsku Jóa. Maturinn hélt áfram og enginn sagði neitt. Í því leit Jói út um gluggann og sá að það var að byrja að rigna, hann reif upp vaselín dolluna. Þá stóð bóndinn upp og öskraði: "JÁ, NEI NEI ÉG SKAL BARA VASKA UPP".
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.9.2007 | 19:51
Hvað er svona slæmt við að hlutafélagavæða OR?
Alveg eru fulltrúar VG og Samfylkingar búnir að dr..... langt upp á bak í þessari umræðu um hlutafélagavæðingu Orkuveitunnar. Þau sjá bara "einkavæðingardrauga" í hverju horni og nefna aldrei neitt annað sem rök á móti hlutafjárvæðingunni. Ef fólk er alltaf að kalla úlfur úlfur, ansar enginn kallinu þegar úlfurinn kemur.
Vilja að borgarbúar fái að kjósa um hlutafélagavæðingu OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2007 | 21:21
Ekki verjandi að stuðla að atvinnuleysi fyrrum formanns..
..Er það kannski mesti þröskuldurinn í þessu máli? Ef evran yrði tekin upp væri ekkert með Seðlabankann að gera og þar af leiðandi yrði ekkert þægilegt afdrep fyrir afdankaða stjórnmálamenn stjórnarflokkanna.
Ekkert sem kallar á gjaldmiðilsbreytingu nú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2007 | 11:24
Yfirdráttur upp á 2.000 - 3.000 milljónir - Takk!!!!
Var að skoða drög að matsskýrslu fyrir ferjuhöfn í Bakkafjöru (hér) Samkvæmt þessu er áætlaður kostnaður við gerð Bakkafjöruhafnar 5.600 milljónir króna. Ekki er ég neinn sérfræðingur í hafnargerð, en ég fæ nú ekki séð að þessi tala geti með nokkru móti staðist, miðað við allt það uppfyllingarefni sem á að nota og ekki er gert ráð fyrir neinni óvæntri uppákomu (eins og t.d því að sjóvarnargarðar hverfi í óveðri eða að dæla þurfi sandi aukalega upp úr höfninni). Það er nokkuð ljóst í mínum huga að eftir er að gera "trúverðuga" kostnaðaráætlun (eða verður látið nægja að gera álíka góða kostnaðaráætlun og fyrir Grímseyjarferjuna?). Þarna er um vanáætlun upp á að minnsta kosti 2 - 3 milljarða kannski á bara að heimila yfirdrátt fyrir því? Í þessari matsskýrslu er talað um minna skip en Herjólf en með styttingu siglingar er örugglega ætlunin að fjölga ferðum verulega. Þarna er eingöngu verið að tala um kostnaðinn við hafnargerðina og vegagerð vegna hennar, þá er eftir kostnaður vegna nýrrar ferju og ég fæ ekki séð hvernig 62 metra skip (samkvæmt þessum drögum að matsskýrslu er gert ráð fyrir 62 metra langri ferju) getur annað flutningi á vörum, bifreiðum (200-300 bílar á dag þar af 10-15 þungaflutningabílar) og fólki. Ég hef átt samræður við marga sjómenn, sem hafa stundað veiðar undan Suðurströnd Íslands í áratugi, þeim ber öllum saman um það að hafnargerð þarna sé ekki framkvæmanleg. Ef þetta verður að veruleika, sem allt útlit er fyrir, vona ég að þessir menn hafi ekki rétt fyrir sér, því ég vil síður að skattpeningar mínir og annarra fari í einskisnýta tölvuleiki Siglingastofnunar.
200-300 bíla umferð á dag vegna Bakkafjöruhafnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2007 | 22:56
Hverskonar flór þurfa Sjálfstæðismenn að moka?
Það er alltaf að koma upp meiri "skítur" í þessu Grímseyjarferjuklúðri og ég fæ ekki betur séð en að Sjálfstæðismenn séu sokknir í hann upp að eyrum.
Yfirdráttur vegna Grímseyjarferju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2007 | 00:47
Bensín – olíuhækkanir. Eru þær lögmál?
Enn eru olíufélögin að taka okkur neytendur í ra....... með því að hækka bensínið, án þess að nokkur sjáanleg ástæða sé til staðar, við látum þetta bara yfir okkur ganga eins og ekkert sé sjálfsagðara. Við verðum jú að kaupa bensín til þess að komast okkar ferða, en það dettur engum í hug að kannski ættum við, svona einu sinni að sýna forráðamönnum olíufélaganna að við látum ekki bjóða okkur svona lagað endalaust og einhvern tíma verður mælirinn fullur. Við þurfum ekki í hvert einast skipti sem við förum út fyrir dyrnar að nota bílinn, það er hægt að ganga ef verið er að fara eitthvað stutt, strætó gengur (þó að ferðirnar séu á hálftíma fresti og leiðakerfið sé svo flókið að ekki er fyrir venjulegt fólk að læra á það og þar fyrir utan vagnstjórarnir skilja mann ekki) nú og svo getur maður farið að hjóla (mér er sagt að það sé góð hreyfing). Það hefur sýnt sig að það dugir ekkert að leggja bílnum og liggja á flautunni í fimm mínútur til þess að mótmæla þessum bensínhækkunum það er greinilegt að það þarf eitthvað róttækara til. Eitt kemur okkur neytendum nokkuð Spánskt fyrir sjónir: Fyrir nokkrum árum,komu fram á völlinn menn sem tilkynntu okkur það að þeir ætluðu að segja gömlu olíufélögunum stríð á hendur, þessir menn ætluðu að sjá til þess að landinn fengi að kynnast alvöru samkeppni á olíumarkaðnum. Að sjálfsögð urðu allir voða ánægðir, þessir framtaksömu aðilar byrjuðu á því að kaupa bensínstöð í vesturbæ Kópavogs og þar voru langar biðraðir af fólki sem dældu ódýru bensíni á bílana sína. Brátt fjölgaði svo þessum bensínstöðvum þeirra og var þarna eingöngu um svokallaðar sjálfsafgreiðslustöðvar að ræða. En viti menn, þrátt fyrir litla yfirbyggingu, ódýra dreifingu, lágan rekstrarkostnað (mín áætlun) Þá er verðið á bensíninu eiginlega það sama og hjá gömlu olíufélögunum hvernig ætli standi eiginlega á þessu?
1.9.2007 | 22:07
Dramb er falli næst -Alonso.
Það er engin furða þótt svona sé komið fyrir honum. Eingöngu eldheitir stuðningsmenn hans hafa samúð með honum, hann varð of snemma stjarna og réði ekki við það. Nú verður hann kannski að sætta sig við að fara til liðs sem hefur ekki sömu möguleika til vinnings.
Alonso útilokar að sleppa 2008 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2007 | 14:32
Nýtt fiskveiðiár - Til hamingju!!!!!
Þó svo að menn horfi fram á mikinn tekjumissi verður að hafa í sig og á og reyna að gera það besta úr aðstæðum. Ég óska eigendum til hamingju og velfarnaðar í framtíðinni.
Nýr bátur afhentur á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |