Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Eru það einhverjar fréttir????

Það er búið að vera að tala um þetta út og suður, næstum upp á hvern einasta dag og höfuðkúpan á þeim sem ekki vill skilja þetta má nú vera ansi þykk og frekar lítið á milli eyrnanna á þeim sama, ef hann er ekki farinn að skilja þetta.  Aftur á móti fannst mér athyglisverð ummælin þar sem sagt var að það myndi koma Íslendingum á óvart hversu lítið sjávarútvegsmálin myndu breytast við það að við myndum ganga inn í ESB.  Sjávarútvegsmálin hafa nú hingað til verið helsta málið sem andstæðingar aðildar að ESB hafa haft í frammi en samkvæmt þessum ummælum er eingöngu um að ræða hræðsluáróður og láta þar "kvótakóngar" hæst enda er búið að færa þeim fiskveiðiauðlindina á "silfurfati" og þeir myndu sjá fram á að það yrði uppstokkun á þessu "besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi"..
mbl.is Upptaka í sátt erfið án aðildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt skip, takk fyrir!!!!

Það er ekki nóg að láta "bara" tvö skip liggja bundin við bryggju fram að næstu heræfingu, sem Ísland tekur þátt í, því þegar svoleiðis er í gangi þá virðast vera til nógir peningar.  Það er verið að "henda" fleiri hundruðum milljóna í kosningabaráttu fyrir sæti í Öryggisráðinu á sama tíma eru  varðskipin bundin við bryggju því við höfum ekki EFNI á að kaupa olíu á þau.  Það er eitthvað mikið að í forgangsröðuninni hjá ráðamönnum.


mbl.is Skipum Landhelgisgæslu lagt til að spara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heima er best??????

Hvers vegna í ósköpunum var maðurinn að flýja frá Íran og það til Íslands?  Það er nokkuð víst að ef hann hefði mótmælt fyrir utan lögreglustöðina í Teheran, hefði ekki verið farið með hann heim , af lögreglunni, heldur beint á fimm stjörnu hótel þar sem hann hefði fengið tækifæri til hvíldar og hann hefði verið skoðaður af lækni og þar hefði aldrei verið svona skítaveður eins og hérna.  Eða getur verið að hann hafi ekki upplifað neitt sem heitir tjáningarfrelsi áður en hann kom hingað?
mbl.is Hælisleitandanum ekið heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flutningar!!!

Verð í flutningum um helgina þannig að það verður lítið um blogg hjá mér.  Það er bara verst að ég missi af formúlunni en ég treysti því að bloggvinir mínir, þeir Hallgrímur og Hafsteinn, fylgist með og segi mér "fjálglega" frá úrslitum.

Föstudagsgrín

Íri hafði verið að drekka á barnum allt kvöldið. Að lokum sagði barþjónninn að verið væri að loka barnum. Írinn stendur því upp, en dettur strax aftur á gólfið. Hann reynir einu sinni enn, en með sama árangri. Loks ákveður hann að skríða á fjórum fótum út af barnum. Kannski myndi ferskt loft hressa hann við. Þegar hann er kominn út stendur hann upp, en dettur aftur á götuna, þannig að hann ákveður bara að skríða heim til sín. Þegar hann er kominn heim að útidyrahurðinni heima hjá sér reynir hann að standa upp, en dettur strax aftur. Hann skríður þess vegna inn í svefnherbergi. Þegar hann kemur heim að rúminu reynir hann enn einu sinni að standa upp, en dettur strax í rúmið og sofnar. Morguninn eftir vaknar hann við það að konan hans stendur yfir honum og segir: „Þú hefur verið á fylleríi enn eina ferðina!!!" „Af hverju heldurðu það?" segir Írinn og setur upp sakleysislegan svip. „Það var verið að hringja frá barnum. Þú gleymdir hjólastólnum þínum þar."

Hversu lengi á að berja hausnum í steininn?????

Vill virkilega enginn ráðamaður í landinu sjá það að þessi mikla aukning á ýsuafla er aðeins fenginn með GRÍÐARLEGRI aukningu á BROTTKASTI af þorski og þar með MIKLU verri umgengni umfiskimið okkar.  Ég var áður búinn að blogga um brottkastið, sjá hér og þessi frétt staðfestir aðeins það sem ég skrifaði um þar.
mbl.is Mikill ýsuafli á síðasta fiskveiðiári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að hægt sé að semja við LJÓSMÆÐUR!!

...fyrst "aðgerðarleysið" skilaði þessum frábæra árangri þá getum við kannski ekki búist við því að menn sjái nokkra ástæðu til aðgerða núna?
mbl.is Betri horfur en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hvikað frá fyrri stefnu/stefnuleysi.

Það hefur komið hressilega í ljós að þetta stýrivaxtabrölt hjá "hryðjuverkamönnunum" í Seðlabankanum hefur ekki haft NEIN áhrif til lækkunar verðbólgu.  En það hefur engin áhrif á ákvarðanir þeirra, þeir ákváðu seint á árinu 1999 að stýrivextirnir væru áhrifaríkastir í baráttunni við verðbólgu og þeirri staðföstu trú er ekki haggað í einu vettvangi (2 árum).
mbl.is Stýrivextir áfram 15,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsliðið lék vel!

Ekki er hægt að setja mikið út á leik liðsins, nema þegar Skotarnir fengu vítið og Kjartan varði, þá fylgdu ÞRÍRSkotar eftir og fjórði maður á eftir boltanum var Skoti, hvar voru Íslensku leikmennirnir?  Annars voru 12 menn í Skoska liðinu en það varð jafnt í liðunum þegar fyrirliði Skotanna var rekinn útaf.  Belgíski dómarinn átti sérstaklega dapran leik og að mestu virkaði hann eins og 12 maðurinn í skoska liðinu, það er einfaldlega ekki við hæfi að svona "slakir" menn dæmi landsleiki.

Man ekki eftir að Íslendingar hafi spilað betur.

Þó getur það verið en mér finnst Íslensku leikmennirnir ekki vera neinir eftirbátar Skotanna og í það minnsta verðskulda þeir alveg jafntefli úr þessum leik.

En ég veit að Íslenski þjóðsöngurinn er alveg óheyrilega erfiður að syngja hann en samt sem áður vil ég benda forystu KSÍ að velja manneskju til að flytja hann sem veldur verkinu.


mbl.is Skotar unnu nauman sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband