Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Föstudagsgrín

 

Einn daginn fór gömul kona með fulla tösku af peningum í banka.  Við afgreiðsluborðið sagði hún að hún vildi bara tala við bankastjórann, um að opna sparireikning: ''þetta eru miklir peningar, þú skilur."  Eftir langar rökræður var konunni fylgt til bankastjórans ...

Bankastjórinn spurði um upphæðina sem konan vildi leggja inn.  Hún sagði honum að það væri um 50 milljón evrur að ræða. Hún tæmdi töskuna fyrir hann. Auðvitað varð bankastjórinn forvitinn um hvaðan allir þessir peningar kæmu.

´´Kæra frú, það kemur mér á óvart hversu mikla peninga þú hefur
- hvernig stendur á því?´´
Gamla konan svaraði honum ´´ Mjög einfalt. Ég veðja!'' ´´Veðjar?'' spurði bankastjórinn, ´´hvers konar veðmál?''

Gamla konan svaraði:´´Jah, allt mögulegt. Til dæmis, veðja ég við þig, uppá 25.000 evrur að eistun á þér séu ferköntuð!´´  Bankastjórinn fór að hlæja og sagði: "Það er fáránlegt! Á þennan hátt getur þú aldrei unnið svona mikla peninga."  Jæja, eins og ég sagði áðan, þá er það á þennan hátt sem ég vinn mér inn peningana. Ert þú tilbúin til að taka þátt í þessu veðmáli?´´  "Auðvitað!" svaraði hann. Það voru jú miklir peningar í húfi.  "Ég veðja sem sagt 25.000 evrum uppá að eistun á mér séu ekki ferköntuð."

Gamla konan svaraði:´´ Samþykkt, en þar sem þetta eru miklir peningar, má ég þá koma við á morgunn, kl 10:00 með lögfræðinginn minn, svo að við höfum líka vitni?´´  -  ´´Auðvitað!´´ Bankastjórinn samþykkti.

Um nóttina var bankastjórinn frekar taugaóstyrkur og skoðaði ýtarlega á sér eistun, tímunum saman. Fyrst öðrumegin svo hinumegin. Að lokum með hjálp
einfalds prófs varð hann 100% öruggur. Hann myndi vinna veðmálið, alveg viss!  Morguninn eftir kom gamla konan, kl 10:00 í bankann með  lögfræðinginn sinn. Hún kynnti mennina tvo hvorn fyrir öðrum og endurtók veðmálið uppá 25.000 evrur.

Og uppá nýtt samþykkti bankastjórinn veðmálið að eistun á sér væru ekki ferköntuð. Eftir það bað hún hann um að taka niður um sig buxurnar til að skoða málið (punginn) einu sinni. Bankastjórinn tók niður um sig buxurnar, gamla konan kom nær, skoðaði punginn í rólegheitum og spurði hann varlega hvort hún mætti koma við eistun.

Mundu eftir að það eru miklir peningar í húfi.  ´´O.K.´´ sagði bankastjórinn öruggur.  ´´ Þetta er 25.000 evra virði og ég skil vel að þú viljir vera viss.  Þá kom konan enn nær og hélt eistum mannsins í lófa sér.  Bankastjórinn tekur eftir því að lögfræðingurinn er farinn að berja hausnum á sér við vegginn.  Bankastjórinn spurði konuna:´´ Hvað er að lögfræðingnum þínum?´´

Hún svaraði: ´´ Ég veðjaði við hann 100.000 evrum að ég skildi í dag kl 10:15 hafa eistu á bankastjóra í hendi mér.

 


Það þarf ekki að "blása" mikið svo verði ófært í Bakkafjöru fyrir þennan!!!!!

Herjólfur hefur verið settur í þvott og líklega farið í gegnum NOKKRAR þeytivindur ef eitthvað er að marka myndina.
mbl.is Fyrsta ferð Herjólfs að Bakkafjöruhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki bara byrjunin???????

Sjóðsfélagar fá enn meiri SKERÐINGU lífeyrisréttinda í hausinn þegar RAUNVERULEGT virði hlutabréfanna, sem eru ein helsta eign sjóðsins verður ljóst.  En ég hef hvergi rekist á umræðu þess efnis að framkvæmdastjóri sjóðsins taki á sig launalækkun til jafns við skerðingu sjóðsfélaga.  Ekki hef ég trú á að hann sé á neinum lágmarkslaunum og til að réttlæta þau er örugglega borið við að hann beri svo mikla ÁBYRGÐ.  Varla er hægt að tala um að hann beri mikla ÁBYRGÐef réttindi sjóðsfélaga skerðast vegna hans ákvarðana en hann heldur svo ÓSKERTUM launum eða hækkar jafnvel.
mbl.is Stafir ákveða að skerða réttindi lífeyrisþega um 6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú dugar EKKI að segja Guð BLESSI Ísland - heldur Guð HJÁLPI Íslandi!!!!!!!

Því miður verður að segjast að stefnuræða (hún ber víst það nafn), var eitthvað það innihaldslausasta og auðvirðilegasta, sem ég hef mátt hlusta á í langan tíma, því miður hélt ég að eitthvað bitastætt myndi koma fram en vonbrygði mín urðu mikil og mikið sá ég eftir þeim tíma sem ég eyddi í að hlusta á þetta innihaldslausa blaður, sem forsætisráðherra og aðrir ráðherrar ríkisstórnarinnar buðu okkur almenningi upp á.  Það var einna helst að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Guðmundur Steingrímsson töluðu á þeim nótum að þeir skynjuðu hvernig ástandið væri jú og þingmenn Borgarahreyfingarinnar, aðrir virtust ekki skynja hversu alvarlegt ástandið er.  Ef þetta gefur fyrirheit um framhaldið þá fyllist ég ekki bjartsýni og gleði.
mbl.is Valdsækin ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins kemur einhver fram sem er EKKI varðhundur fyrir "FJÁRMAGNSEIGENDUR"

Helstu rök Jóhönnu Sigurðardóttur og fleiri aðila fyir afnámi verðtryggingarar á LÁNUM er að þá myndu Íbúðalánsjóð og Lífeyrissjóðirnir verða GJALDÞROTA.  En á hverjum BITNAÐI afnám vertryggingar á LAUNUM?  Það á sem sagt að greiða OKURVEXTI og VERÐTRYGGINGU af þeim lánum sem við tökum.  Með öðrum orðum lánin HÆKKA, Öll aðföng til heimilisins HÆKKA en launin standa í stað, hjá sumum en því miður eru þeir margir sem hafa misst vinnuna og þessir menn/konur fram á MIKLA LÆKKUN launa.  Nú hef ég talsverða menntun á sviði hagfræði en ekki hefur mér með nokkru móti tekist að koma auga á að rök andstæðinga afnáms VERÐTRYGGINGAR eigi sér nokkur rök í raunveruleikanum.  Eiga eingöngu lántakendur að greiða kostnaðinn við að halda úti rándýrum gjaldmiðli?
mbl.is Vilja afnema verðtryggingu og leiðrétta lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á að gera þessa VITLEYSU í mörg sumur?????

Um að gera að byggja "varnargarðana" yfir sumartímann svo þeir geti "horfið" í hafið yfir veturinn.


mbl.is Fyrsta hlassið í Bakkafjöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og getur ekki sofið fyrir garnagauli!!!!!

Þessi apaheili þarf bara að gera sér grein fyrir því að það er BÚIÐ að fjalla um mál hans, hann fékk EKKI hæli sem pólitískur flóttamaður til þess uppfyllti hann einfaldlega ekki þau skilyrði sem eru sett.  Hann er ekki sáttur við niðurstöðuna en þá er ekki úrræði að reyna að KÚGA stjórnvöld til þess að gera eins og hann vildi í upphafi.  Ef honum verður veitt hæli gæti það orðið til þess að fleiri svona mál kæmu upp og þá verða Íslensk stjórnvöld í djúpum skít því einhverra hluta vegna fá svona mál óskipta athygli fjölmiðla og "kaffihúsamannréttindaliðið" og "atvinnumótmælendurnir" nota tækifærið fyrir athyglina eins og þeim væri borgað fyrir það.
mbl.is Fái leyfið af mannúðarástæðum
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar veitti ekki af hjálmum......

Þegar þau fá öll kosningaloforðin í hausinn aftur..
mbl.is Fengu hjálma að gjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er eiginlega í gangi???????

Kannski er hægt að sjá í gegnum fingur sér með það að maðurinn fái sex mánaða uppsagnarfrest en að hann haldi "glæsijeppa" í eigu sjóðsins er fyrir neðan allt sem lágt er.  Maðurinn sagði upp starfi sínu sjálfur og ætti bara að hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest eins og meginþorri þeirra sem hann var að vinna fyrir.  Að þessum þremur mánuðum liðnum sækir hann bara um að komast á atvinnuleysisbætur ef hann hefur ekki fengið neina vinnu að þeim tíma liðnum.
mbl.is Segir túlkun formanns VR aðra en stjórnarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkun Lífeyrisréttinda!!!!!!!

Forstjórum Lífeyrissjóðanna virðist finnast það alveg sjálfsagður hlutur að lækka lífeyrisréttindi sjóðsfélaga þegar lífeyrissjóðirnir hafa tapað MIKLUM fjármunum vegna RANGRA ákvarðana þeirra sjálfra en þegar kemur til tals að LÆKKA LAUN ÞEIRRA SJÁLFRA ætlar allt um koll að keyra.  Auðvitað væri alveg sanngjarnt að þegar lífeyrisréttindi í einhverjum sjóð LÆKKA um einhverja prósentu þá lækki laun stjórnenda sama lífeyrissjóðs um SÖMUprósentutölu, þá væri verið að tala um einhverja ábyrgð.  En ef talið berst að því að lækka laun þeirra fara þeir bara í fýlu og segja upp.
mbl.is Forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir upp störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband