Bloggfærslur mánaðarins, júní 2015

ÞÁ ER ÞETTA LOKSINS KOMIÐ Á HREINT......

Nú verða örugglega sjónvarpsviðtöl við gallharða INNLIMUNARSINNA, sem tilkynna með tárin í augunum og grátstaf í kverkum  að hadið verði áfram með INNLIMUNARUMSÓKNINA eins og ekkert hafi í skorist, þegar "" ríkisstjórn INNLIMUNARSINNA nái völdum.......


mbl.is Fær aftur sömu stöðu og Noregur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞETTA ERU ALVEG SKELFILEGAR TÖLUR - EN HVAÐ SEGJA ÞÆR OKKUR?

Er þetta "baklandið" margumrædda?  Í Verkalýðsfélagi Akraness eru það 24,43% félagsmann sem greiða atkvæði um samningana og af þessum 24,43% eru það 82,61% sem segja já.  Í starfsgreinasambandinu eru um 25% sem kjósa um samningana og af þeim segja 79,95% já.  Verst er þátttakan hjá VR eða 18,27% og af þeim segja 73,9% já.  Þetta segir það bara að þetta miðstýrða verkalýðsforystudæmi er ekki að virka.  Merkilegt að Píratar skuli ekkert tala um lýðræði þegar kemur að þessu.


mbl.is 83% samþykktu nýjan kjarasamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GÓÐUR DAGUR FYRIR WILLIAMSLIÐIÐ

Að Massa kláraði í þriðja sæti(hans 40 skipti á verðlaunapalli á ferlinum) og Bottas í fimmta sæti, gefur liðinu mikið í baráttunni um annað sætið í keppni bílasmiða.  Allt féll með þeim í dag, áreksturinn hjá Raikkonen í upphafi kappakstursins og vandræðin hjá Ferrariliðinu í þjónustustoppinu hjá Vettel, en það er nokkuð öruggt að þetta vesen kostaði hann þriðja sætið í keppninni og það sást best á því hversu nálægt Massa hann var í restina.  Og enn halda vandræði McLaren áfram.  Ekki nóg með að báðir bílarnir væru færðir aftur um 25 sæti eftir tímatökuna (en þeim gekk það illa í tímatökunni að þeir þurftu að taka út aukarefsingar á meðan keppnin fór fram) heldur lenti Alonso í árekstri við Raikkonen og þar með var keppnin búin hjá honum og svo varð að láta Button hætta keppni vegna tækniörðugleika.  Þetta keppnistímabil er það versta í sögu McLaren en liðið er einungis með fjögur stig og tímabilið er hálfnað.  Enn einu sinni heillaði Max Verstappen og verður gaman að fylgjast með þessum dreng í framtíðinni.  Red Bull má heldur betur muna fífil sinn fegurri en þeir máttu bar þakka fyrir að ná einu stigi á heimavelli.


mbl.is Ræsingin reddaði Rosberg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SENNILEGA "FÓRNARLAMB" HVALASKOÐUNAR....

En "Umhverfis-Ayatollarnir" tala mikið um hvað sé nú mikið betra að "sýna" bara hvalina í stað þess að skjóta þá þannig sé hægt að margnýta sama hvalinn.   En Þvílíkt bull sem þetta erHvernig skyldi standa á því að ekki er lengur hrefna í Faxaflóa?  Þessu er einfalt að svara.  Hvalaskoðunarbátarnir eru flestir gamlir og með fremur háværar dísilvélar og til að sjá hvalina sem best er siglt alveg upp að þeim.   Þetta veldur hvölunum truflunum og hávaðinn frá bátunum veldur þeim miklum skaða og vilja margir meina að þetta trufli og jafnvel valdi skemmdum á "staðsetningarkerfi" þeirra og valdi aukningu á árekstri hvala og skipa og því að þeir syndi meira á land en verið hefur, þeir hafi bara einfaldlega flúið til  að fá frið.  Þetta kemur fram í Kanadískri doktorsritgerð: "Corbelly, Claudio,(2006), AN EVALUATION OF COMMERCIAL WHALE WATTCHING ON HUMBACK WHALES, MEGAPTERIA NOVAENGLAEA, IN NEWFOUNDLAND AND LABRADOR, AND THE EFFECTIVINESS OF VOLUNTARY CODE OF CONDUCT AS A MANAGEMENNT STRATEGY, New Foundland".  Kannski þarna sé ástæðan fyrir því að Norðursigling á Húsavík er að skipta yfir í seglbáta?


mbl.is Hval rak að landi við Stakksey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HEIMSBYGGÐIN ER BARA AÐ SJÁ HVERSKONAR BULL BARNALEGI RÉTTTRÚNAÐURINN ER

En þennan "Rétttrúnað" hafa sosíaldemókratar,sérstaklega á Norðurlöndunum leitt.  Og þegar þeir sjá að ekki er lengur hljómgrunnur fyrir þessu "mjálmi" þeirra tala þeir um vaxandi þjóðhernishyggju (er svo slæmt að fólk sé stolt af þjóðerni sínu og vilji halda því á lofti?).  Þá bæta menn einnig inn í umræðuna rasisma og fáfræði, sem sýnir helst örvæntingu og jafnvel fáfræði þeirra sjálfra.  Eftir kosninngarnar í Danmörku las ég alveg ótrúlega heimskulega bloggfærslu en þar sagði eitthvað á þá leið að hægri öfgamenn fögnuðu örugglega vel og lengi kosningaúrslitunum.  Sjálfsagt eru þetta "þjóðernisyggjumenn" en hafa ekki öfga vinstrimenn neitt um kosningaúrslitin í Danmörku að segja?  Eru "stóru" flokkarnir í Danmörku bara búnir að sjá að  Danski þjóðarflokkurinn hefur bara sitthvað til síns máls?


mbl.is Uppgangur þjóðernishyggju áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á MEÐAN KEPPAST "NÝKLASSÍSKU HAGFRÆÐINGARNIR" Í PENINGASTEFNUNEFND Á ÍSLANDI VIÐ AÐ HÆKKA STÝRIVEXTI.

Og boða enn meiri hækkanir stýrivaxta.  Það er nokkuð ljóst að það VERÐUR að fara að endurskoða Hagkerfið hér á landi algjörlega, þetta stýrivaxtakerfi er alveg að fara með allt fjármálakerfið til andskotans.  En þessir "nýklassísku hagræðingar" í peningastefnunefnd virðast ekki hafa hugmynd um eðli peninga og hvert hlutverk stýrivaxta er. Ef að horfur í efnahagsmálum versna á Íslandi eru stýrivextir HÆKKAÐIR en ef horfur í efnahagsmálum í Noregi versna LÆKKA stýrivextirGetur verið að "spekingarnir" í Svörtuloftum hafi snúið reglustikunni öfugt því ekki eru efnahagsaðstæður í Noregi svona algjörlega aðrar í en á Íslandi?  


mbl.is Norðmenn lækka stýrivexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SKRÍLSLÆTIN Á AUSTURVELLI 17JÚNÍ ÞJÓÐINNI TIL ÆVARANDI SKAMMAR

Að það skuli vera til fólk, sem finnst allt í lagi að trufla hátíðarhöld á sjálfan þjóðhátíðardaginn, setur að manni hroll og á sér vart hliðstæðu.  Ég bjó í Noregi og ég veit bara ekki hvað yrði gert við þann aðila sem léti sér detta í hug að gera svona lagað, svo efast ég bara um að nokkur léti sér detta svona "helgispjöll" í hug þar.  Menn geta haft sína skoðun á stjórnvöldum í viðkomandi landi en það eru takmörk fyrir skrílslátum og hvað hægt er að leyfa sér en látið þennan dag í friði óbermin ykkar.  Þessu liði sem mótmælti í gær tókst að ræna hátíðarblænum sem jafnan er yfir þessum degi.....


mbl.is Mótmælendur hafi skemmt fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DÆMIGERÐ "VILLIMENNSKA" HJÁ VINSTRI HJÖRÐINNI, SEM VIRÐIST EKKI EIGA SÉR NEIN TAKMÖRK

Þetta aumingjans lið á bara mjög bágt.  Það þarf að sjálfsögðu að mótmæla því að almenningur býr við mun betri kjör en þegar síðasta ríkisstjórn var við stjórn og um að gera að nota 17 júní til þess, sem ber því vitni hversu "stropað" þetta lið er og ber ekki vott af virðingu fyrir nokkrum sköpuðum hlut. TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN "ALVÖRU" ÍSLENDINGAR!


mbl.is Ísland upprétt í samfélagi þjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SÖKIN ER ALDREI ALFARIÐ HJÁ ÖÐRUM AÐILANUM, ÞEGAR TVEIR DEILA

En á þá vegu hefur málflutningur Páls Halldórssonar verið allan þann tíma sem þessi deila hefur staðið.  En er hann ekki bara helsti OFBELDISMAÐURINN í þessu máli?????


mbl.is Bálreið eftir „ofbeldislög“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HAFA HJÚKRUNARFRÆÐINGAR HUGSAÐ MÁLIÐ TIL ENDA?????

Eða láta þeir "reiði augnabliksins" ráða ferðinni?  Það er vitað mál að það að segja upp starfi sínu og flytja til annars lands, hefur mikinn kostnað í för með sér.  Eru laun hjúkrunarfræðinga það mikið hærri, til dæmis í Noregi, að þau réttlæti þann kostnað? Svo ekki sé talað um allt það rask sem þetta hefur í för með sér fyrir fjölskylduna.  Nei þetta kemur að sjálfsögðu mest niður á einstaklingnum sjálfum.  Auðvitað er alltaf slæmt þegar fólk með reynslu og mikla starfsþekkingu hverfur úr störfum, en jú það tekur alltaf tíma að þjálfa upp starfsfólk í stað þeirra sem fara en segir ekki máltækið að alltaf komi maður í manns staðVæri ekki ráð að nýta vel þennan stutta tíma, sem er til stefnu, til að ná ásættanlegu samkomulagi og sjá svo til með framhaldið?


mbl.is Yfirvofandi uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband