Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2019

EF MENN KALLA ÞAÐ "JÁKVÆTT" AÐ MEGA ÞAKKA FYRIR AÐ VINNA MOLDÓVU, ER MARKIÐ EKKI SETT HÁTT....

Sannleikurinn er sá að eiginlega má segja að aðeins tveir menn hafi verið með fullri meðvitund í þessum leik, það voru Birkir Bjarnason og Mikael Anderson, aðrir í liðinu létu Moldóvana "draga" sig niður á þeirra plan.  Sérstaklega eftir að Moldóvarnir "fengu jöfnunarmarkið að gjöf" fóru þeir að spila "rúgby", sem dómarinn lét að mestu leyti óátalið.  Eftir að Ísland komst aftur yfir lagaðist leikurinn aðeins, hvað gróf brot varðaði (reyndar var leikurinn í heildina svo grófur að það hefði átt að banna hann innan 18 ára).  En Gylfi Þór fór svo alveg með því að KLÚÐRA vítaspyrnunni.  Þetta er önnur vítaspyrnan á stuttum tíma sem hann klúðrar vítaspyrnu og spurning hvort hann þurfi  ekki að fara að æfa sig í að taka vítaspyrnur, það er að segja ef hann á að taka þær á annað borð í framtíðinni........


mbl.is Jákvæður endir á undankeppninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐEINS FARIÐ AÐ "FALLA Á" SILFRIÐ

Ég setti mig í stellingar til að fara nú að sjá þátt sem virkilega myndi nú "kryfja" til mergjar, það eða þau mál sem hvíla á þjóðinni um þessar mundir.  Eins og við var að búast var aðeins EITT mál í umræðunni og jók það vissulega á væntingarnar, því það ætti nú að vera hægt að komast að einhverri vitrænni niðurstöðu á tæpum klukkutíma.  En viti menn, þarna kom saman hópur af fólki með mismunandi skoðanir og vitsmuni til að koma þeim á framfæri og allur tíminn fór í að karpa um einhver smáatriði, sem í stóra samhenginu komu málinu ekkert við, þannig að úr varð samhengislaust kjaftæði og lítið dæmi má nefna að einum þátttakendunum, í þessum "panelumræðum" fannst það alveg tilvalið að bera saman laun leikskólakennara og forstjóra og eins af eigendum Samherja.  Svo eins og venjulega var "drottningarviðtal" í þættinum við Þorstein Pálsson (reyndar var líka sýndur bútur af viðtali við þennan Norska Seðlabankstjóra, sem Jóhanna og Gunnarsstaða Móri fluttu hingað, til að taka við af Davíð Oddssyni og ég man bara ekki hvað heitir, en ég get ekki skilið hvað það átti að þýða því viðtalið var bæði stutt og ómerkilegt).  En Þorsteinn fór að tala um hversu nauðsynlegt það væri að kvótakerfið skilaði sem MESTU til þjóðarinnar með því að handhafar kvótans greiddu markaðsverð fyrir kvótann.  Þetta fannst mér mjög merkilegt að heyra hann segja, því það var HANN sem heimilaði VEÐSETNINGU KVÓTANS.  Hann stuðlaði að því, ásamt fleirum, að kvótinn var festur í sessi með því að afnema það að kvótinn yrði aðeins til eins árs í senn.  Þannig má segja að hann sé GUÐFAÐIR KVÓTANS EINS OG HANN ER Í DAG.  Þó að menn séu í svona "drottningarviðtölum" og það ætti að vera einfalt að fá það fram sem leitað er eftir, þá eru menn bara það "klókir" að þeir fara bara að tala um eitthvað annað og þáttastjórnandinn er bara svo illa að sér í málinu að hinn sleppur með skrekkinn.  Í framtíðinni verður það ekkert forgangsmál að horfa á "SILFRIÐ".......


mbl.is Ekki í mínum höndum að krefjast frystingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Þennan sendi mér dyggur lesandi og sendi ég honum bestu þakkir fyrir.

Eiginkonan sagði við eiginmanninn: „Ég vildi að ég væri dagblað, því þá væri ég í höndum þínum allan daginn.“ Eiginmaðurinn svarar að bragði: „Ég vildi líka að þú værir dagblað. Þá fengi ég nýtt blað á hverjum degi.

 


ÞÁ VERÐUR HÚN AÐ "FRAMKVÆMA" OG GERA EITTHVAÐ "TRÚVERÐUGT" Í MÁLINU.

Fyrir það fyrsta þá á hún að láta henda stjórnendum Samherja (ekki bara Mása heldur ÖLLUM sem eru viðriðnir þetta mál) í gæsluvarðhald og það í MINNST ÞRJÁ MÁNUÐI TIL AÐ VERNDA RANNSÓKNARHAGSMUNI.  Láta "FRYSTA" allar eignir Samherja hér á landi og skipa starfsstjórn yfir fyrirtækið til að koma í veg fyrir að ástandið bitni á óbreyttum starfsmönnum fyrirtækisins.  Það dugir ekkert fyrir hana að blaðra bara eitthvað útí loftið eins og hún gerði í fréttum í hádeginu.........


mbl.is Katrín hefur áhyggjur af orðspori Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞESSI MAÐUR ER ALGJÖRLEGA ÚTI Á TÚNI. ER ÞETTA EKKI ÞAÐ SEM ER KALLAÐ "POPPÚLISMI"?

Veit maðurinn ekki  að á landinu höfum við Fjármálaeftirlitið, sem er nýbúið að sameinast Seðlabanka Íslands, er ekki lágmarskrafa að þessar stofnanir fari að SINNA þeim störfum sem eru þeim ætluð í stað þess að þingmaðurinn fari fram að kerfið verði bara enn frekar þanið út??????????


mbl.is Samherjamálið kalli á betra eftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVERSU LÁGT GETUR MÁSI LAGST Í "VÖRNINNI"?????

Starfsferillinn hjá þessum manni er fyrir bý og heldur Mási virkilega að hann geti kjaftað sig á þennan hátt út úr þessu?  Það vita það allir sem eitthvað þekkja til Samherja og vinnubragðanna á þeim bæ, ð það er Mási sem heldur utan um ALLT þar og ekki er keyptur mjólkurlíter þar inn, án þess að Mási samþykki þau kaup og stjórnar hann öllu með harðri hendi.  Þannig að þessi málsvörn hans er í hæsta lagi aumkunarverð og lýsir því að mestu leyti hversu auðvirðilegur karakter maðurinn er...........


mbl.is Jóhannes hafi flækt Samherja í ólögmæt viðskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

""STÓR -> STÆRRI -> STÆRSTUR""

Það er bara ósköp einfalt: "Fyrirtæki geta ekki orðið svona stór og mikil eingöngu á heiðarlegan hátt".  Og ég er hissa á því að það skuli ekkert hafa gerst varðandi Samherja fyrir löngu síðan en alltaf hefur forstjórinn getað komist hjá "skakkaföllum" en það er mér hulin ráðgáta hvernig hann ætlar að "kjafta sig út úr þessu"......


mbl.is Bendla Samherja við spillingu og mútur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BARA BYRJUNIN OG SVO ER EFTIR AÐ TAKA TILLIT TIL "FRAMÚRKEYRSLUNNAR"....

Þó svo að viðhengd frétt fjalli nú minnst um nýjan Landsspítala, þá er full ástæða til þess að nú verði staldrað við og aðeins farið yfir farinn veg.  Eftir því sem hefur liðið á framkvæmdirnar, berast fleiri og fleiri "hryllingssögur" frá Landspítalanum við Hringbraut, þessar sögur hljóta að hrifa eitthvað við fólki.  Starfsfólk er orðið úttaugað og þreytt á sprengingum og jarðvegsvinnu og svo bætist undirmönnunin við og þrengslin sem eru alveg gífurleg.  Svo bætist við að sjúklingarnir verða fyrir alveg gífurlegu ónæði, vegna yfirstandandi framkvæmda.  Ekki man ég hversu mikill tími er áætlaður í þessa framkvæmd EN ÉG HELD ÉG GETI ALVEG FULLYRT ÞAÐ AÐ ÞESSAR FRAMKVÆMDIR KOMA TIL MEÐ AÐ TAKA FIMM TIL TÍU ÁRUM LENGRI TÍMA EN ÁÆTLAÐ ER.  VÆRI EKKI RÁÐ AÐ LÁTA STAÐAR NUMIÐ NÚNA OG GERA ALMENNILEGA ÚTTEKT Á VERKINU OG GANGI ÞESS OG KOSTNAÐI HINGAÐ TIL OG VÆRI EKKI BARA JAFNVEL RÁÐ AÐ HÆTTA VIÐ VERKIÐ OG BYRJA AÐ REISA NÝJAN LANDSPÍTALA Á NÝJUM STAÐ????????


mbl.is Afkoman versnar um 10 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MEIRI ÞVÆLAN Í MANNINUM...........

Það er langt síðan að það var ljóst að fimm til tíu milljarðar hefði verið eins og krækiber í tunnu í þessa hít sem komin var og svo er líka annað sem menn gleyma að sú gífurlega eyðsla sem var í gangi þarna, hefði bara haldið áfram og "björgunin" hefði kostað tugi milljarða og hver hefði ávinningurinn fyrir þjóðfélagið verið???  Vissulega hefði ávinningurinn fyrir hann orðið nokkuð mikill en hver hefði ávinningurinn fyrir þjóðarbúið verið?????


mbl.is Hagkvæmara fyrir ríkið að bjarga WOW air
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞETTA ER STAÐFESTING Á ÞVÍ AÐ ÞJÓÐIN VILL AÐ RÍKISSTJÓRNIN FARI EFTIR NIÐURSTÖÐU ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLUNNAR 2016

Menn eru orðnir þreyttir á "hringlandahætti þingsins og hvernig þingið og þingforseti hafa haldið þjóðinni í gíslingu innan ESB og þar með komið í veg fyrir BREXIT.  Og þar með "lengt" í hengingarólinni fyrir ESB....


mbl.is Stórsigur Boris Johnson í kortunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband