Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2022
24.1.2022 | 16:43
ÞREYTAN VAR FARIN AÐ SEGJA TIL SÍN, SEM VAR NÚ NOKKUÐ EÐLILEGT..
Og svo má nú alveg reikna með því að það hafi nú ekki alveg allir náð að koma sér niður á jörðina eftir sigurinn á Frökkum. Við erum nú ekki nema rúmlega 360.000 manna þjóð og ekki hægt að búast við því að við höfum sömu breidd í liðinu og þjóðir sem telja tugi milljóna. Breiddin hefur yfirleitt alltaf háð okkur og þegar fer að líða á mót höfum við farið að gefa eftir og einmitt það er að gerast núna......
Grátlegt tap gegn Króatíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.1.2022 | 00:13
ENN EINN "FLÖKKUSTOFNINN" SEM KEMUR TIL BJARGAR ÍSLENSKU EFNAHAGSLÍFI
Á kannski að færa "ÚTGERÐARELÍTUNNI" HANN LÍKA????????
Brislingur farinn að hrygna við landið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2022 | 20:16
SVEI MÉR ÞÁ ÉG HÉLT BARA AÐ MIG VÆRI AÐ DREYMA Á TÍMABILI..........
En svo var ekki og það ruglaðasta við þetta var að þótt það VANTAÐI ÁTTA af "lykilmönnum" liðsins, þá komu bara aðrir í þeirra stað og Frakkar voru bara TEKNIR MEÐ ALLT Á HÆLUNUM. Ómar Ingi sýndi það hvers vegna hann varð fyrir valinu sem íþróttamaður ársins og svei mér þá þá tryggði Viggó Kristjánsson sér fast sæti í landsliðinu og þá er ég ekki frá því að Daníel Ingi hafi gert það líka. Viktor Gísli svaraði heldur betur fyrir dapurt gengi sitt á móti Dönum. Það gekk bara allt upp hjá okkar mönnum og alveg greinilegt að HJARTAÐ RÉÐ FÖR Í ÞESSUM LEIK. Það er orðið nokkuð ljóst að þeir sem duttu út með COVID geta ekki neitt gengið að því vísu að eiga sæti í landsliðinu......
Þessi frammistaða fer í sögubækurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.1.2022 | 22:15
DANIR GETA ÞAKKAÐ KEVIN MÖLLER ÞAÐ AÐ ÞEIR UNNU LEIKINN........
Ég verð að viðurkenna það að ég bjóst við að Danir myndu "kjöldraga" okkar menn. En þessir strákar sýndu það svart á hvítu að það kemur maður í manns stað nema að það kom enginn í staðinn fyrir Björgvin Pál og kannski var það þess vegna sem leikurinn tapaðist. ÖLL útilínan á heiður skilinn fyrir sinn þátt en ég held að það sé ekki hallað á menn að segja að Ómar Ingi og Janus Daði voru fremstir meðal jafningja........
Fyrsta tapið kom gegn Dönum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.1.2022 | 21:30
ÞVÍLÍKIR "NAGLAR" SEM ÞESSIR DRENGIR ERU...............
Það er alveg með ólíkindum að þeir skyldu geta haldið þessum "hlunkum" niðri, sem er afrek út af fyrir sig, en að vinna þá og þess fyrir utan með 20.000 brjálaða stuðningsmenn Ungverjanna á móti sér, er eitthvað almesta afrek sem hægt er að hugsa sér. Eini maðurinn sem ekki náði sér á strik í Íslenska liðinu var Aron Pálmarsson en allir aðrir voru óaðfinnanlegir og verð ég að segja að ég hefði viljað að Guðmundur þjálfari hefði kippt Aroni útaf og sett Ólaf Guðmundsson meira inn. En sigur hafðist og má segja að Björgvin Páll hafi siglt sigrinum í höfn........
Þetta er bara rétt að byrja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.1.2022 | 02:40
EFTIRLITSIÐNAÐURINN HÉR Á LANDI ER ALGJÖRLEGA MÁTTLAUS OG ER GAGNSLAUS MEÐ ÖLLU EINS OG ÞETTA DÆMI SÝNIR....
Að það skuli í raun vera TVÆR "stofnanir", sem hafa starfsleyfið til meðferðar ER ALGJÖRLEGA GALIÐ FYRIRKOMULAG. En þetta kemur fram í áliti UMHVERFISSTOFNUNAR, sem er ANNAR aðilinn sem gefur þetta leyfi út. Eftirfarandi kemur fram í áliti UMHERFISSTOFNUNNAR:
Umhverfisstofnun bendir á að starfsleyfið sem um ræðir varðar lyfjaframleiðslu í tilgreindri starfsstöð rekstraraðila og nær ekki til birgja eða öflunar blóðs þess er rekstraraðili vinnur með.
Þá er bent á að Matvælastofnun (MAST) fari með eftirlit með lögum um dýravelferð. ( Ath. leturbreytinga eru mínar)
Segjum að upp komi sú staða að önnur stofnunin veiti leyfi til starfseminnar en hin ekki, HVOR STOFNUNIN VERÐUR ÞAÐ SEM VERÐUR RÁÐANDI ÞEGAR KEMUR AÐ ÞVÍ AÐ TAKA ENDANLEGA ÁKVÖRÐUN UM LEYFISVEITINGUNA????? (ég geri ráð fyrir að málið myndi enda hjá Ráðherra landbúnaðarmála ef málin fara þannig)
ER ÞETTA EKKI ÁGÆTIS DÆMI UM HVERSU STJÓRNKERFIÐ OKKAR ER ORÐIÐ "VANKAÐ" OG Í RAUNINNI "STJÓRNLAUST"???????????????
Endurnýja starfsleyfi Ísteka til gerð hormónalyfja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2022 | 10:38
Í ÞESSU LIGGUR VANDAMÁLIÐ OG HEFUR GERT ÁRATUGUM SAMAN.....
Það er auðvitað "kómískt" að það er alltaf verið að VÆLA yfir því að það vanti hjúkrunarfræðinga til starfa, EN SAMT SEM ÁÐUR HEFUR VERIÐ TEKINN INN SAMI FJÖLDI NEMENDA Í HJÚKRUNARFRÆÐINÁMIÐ SÍÐAN 1960 ÞEGAR ÍSLENDINGAR VORU INNAN VIÐ 150.000 NÚ ERU ÍSLENDINGAR UM 370.000 + ÓLÖGLEGIR HÆLISLEITENDUR, SEM ENGINN VEIT HVAÐ ERU MARGIR, EN SAMT ER SAMI FJÖLDI HJÚKRUNARFRÆÐINGA OG LÆKNA TEKINN INN OG VAR 1960. Sömu sögu er að segja um læknanámið OG ALLT ÞETTA STRANDAR Á ÞVÍ AÐ EKKI ERU TIL STAÐAR AÐSTÆÐUR TIL AÐ UPPFYLLA KRÖFUR UM VERKNÁM. ÞAÐ ER VÍÐA "POTTUR BROTINN" Í ÞESSU HEILBRIGÐISKERFI OKKAR..............
Fleiri ná klásus í HÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2022 | 02:59
ÁÞEKK LIÐ SEM "TÓKUST Á" EN ÍSLAND HAFÐI FREYNSLUNA OG SEIGLUNA
Og í lokin var það reynslan og seiglan sem fóru með sigur af hólmi. Ég verð að viðurkenna að það fór verulega um mig eftir að fór að líða á síðasta korterið og það var farið að lýta út fyrir að Hollendingum tækist að ná jafntefli og jafnvel að "stela" sigrinum. Með því að fara í FIMM - EINN vörn komu þeir okkar mönnum mjög á óvart og Guðmundur átti engin svör við þessu snilldarbragði Erlings, sem getur gengið verulega sáttur frá borði eftir leikinn, eins og reyndar ALLT Hollenska liðið. En eins og svo oft áður áttum við mann, á bekknum sem bjargaði okkur þegar neyðin var stærst. Janus Daði Smárason kom alveg "ÍSKALDUR inn á af bekknum, hafði ekki spilað eina sekúndu í leiknum á móti Portúgal og EKKERT í þessum leik. ÞETTA KALLAR MAÐUR AÐ NÝTA TÆKIFÆRIÐ SITT. Hann átti alveg stórkostlega innkomu og "hristi" alveg svakalega upp í leik liðsins með innkomu sinni og áræðni. ÉG VIL ÞAKKA GUÐMUNDI ÞJÁLFARA FYRIR ÞESSA STÓRKOSTLEGU ÁKVÖRÐUN, SEM GERÐI ÞAÐ LÍKA AÐ VERKUM AÐ STRÁKARNIR FENGU AUKNA TRÚ Á SÉR OG VERKEFNINU. EN ÞAÐ VERÐUR GAMAN AÐ FYLGJAST MEÐ HOLLENDINGUM NÆSTU ÁRIN..........
Ísland með fullt hús eftir mikla spennu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2022 | 12:16
ÞAÐ ER FYRIR LÖNGU FULLREYNT MEÐ ÞENNAN ÞJÁLFARA...............
En þarna er saga KSÍ í hnotskurn ÞEIM VIRÐIST VERA ALGJÖRLEGA FYRIRMUNAÐ AÐ TAKA "RÉTTAR" ÁKVARÐANIR SÍÐUSTU MISSERIN.............
Fyrsta landsliðsmark Sveins dugði skammt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.1.2022 | 20:09
ÞAÐ VAR VITAÐ FRÁ FYRSTU STUNDU AÐ ÞETTA VAR VERSTI ÓDRÁTTURINN SEM SMÁBÁTASJÓMENN GÁTU FENGIÐ.........
Ég held að engum hafi dottið í hug annað en að hún myndi leggjast "hundflöt" undir stórútgerðina, enda hefur hún alltaf, á sínum stjórnmálaferli unnið að hagsmunum fjármagnseigenda og ekkert sem bendir til að nokkur breyting verði þar á. ÉG VOTTA ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI SAMÚÐ MÍNA MEÐ AÐ ÞURFA JAFNVEL AÐ SITJA UPPI MEÐ HANA Í HEILT KJÖRTÍMABIL. En ég er að vonast til að þeir flokkar, sem í kosningabaráttunni töluðu fyrir því að gefa handfæraveiðar frjálsar, láti eitthvað heyra í sér þegar Alþingi kemur aftur saman......
Svandís hyggst ekki auka strandveiðikvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |