SVEI MÉR ÞÁ ÉG HÉLT BARA AÐ MIG VÆRI AÐ DREYMA Á TÍMABILI..........

En svo var ekki og það ruglaðasta við þetta var að þótt það VANTAÐI ÁTTA af "lykilmönnum" liðsins, þá komu bara aðrir í þeirra stað og Frakkar voru bara TEKNIR MEÐ ALLT Á HÆLUNUM.  Ómar Ingi sýndi það hvers vegna hann varð fyrir valinu sem íþróttamaður ársins og svei mér þá þá tryggði Viggó Kristjánsson sér fast sæti í landsliðinu og þá er ég ekki frá því að Daníel Ingi hafi gert það líka.  Viktor Gísli svaraði heldur betur fyrir dapurt gengi sitt á móti Dönum.  Það gekk bara allt upp hjá okkar mönnum og alveg greinilegt að HJARTAÐ RÉÐ FÖR Í ÞESSUM LEIK.  Það er orðið nokkuð ljóst að þeir sem duttu út með COVID geta ekki neitt gengið að því vísu að eiga sæti í landsliðinu......


mbl.is „Þessi frammistaða fer í sögubækurnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það verður sennilega ekki einfalt fyrir nafna að velja byrjunarlið þegar hinir átta verða lausir úr einangrun.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2022 kl. 20:37

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Vá, er bara orðlaus!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 22.1.2022 kl. 21:11

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eg hugsaði það sama og Guðmundur,Það val verður -bara úllen dúllum doff-.

Helga Kristjánsdóttir, 22.1.2022 kl. 21:33

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já Guðmundur, það er ekki víst að "lykilmennirnir" komist í liðið...................

Jóhann Elíasson, 22.1.2022 kl. 21:49

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú ert örugglega ekki sá eini sem er orðlaus yfir þessu Sigurður, svei mér þá þeir voru ekki margir fyrir utan "strákana" sem höfðu trú á sigri, HVAÐ ÞÁ SVONA BURSTI...........

Jóhann Elíasson, 22.1.2022 kl. 21:53

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Helga ég er ennþá orðlaus eins og Sigurður vinur minn........

Jóhann Elíasson, 22.1.2022 kl. 21:55

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Til hamingju Ísland. Það er gott að veið eigum sigur á einhverjum vígstöðvum. Nú þurfum við bara að sjá sigur á fleiri vígstöðvum, þá er ég ekki endilega að tala um á sviði íþróttanna.

Tómas Ibsen Halldórsson, 22.1.2022 kl. 22:25

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já rétt er það Tómas, mér sýnist að það sé að verða hugarfarsbreyting á ýmsum sviðum og jafnvel að það hylli undir sigur á "glópunum" líka...

Jóhann Elíasson, 22.1.2022 kl. 22:54

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þolinmæði okkar er einstök þótt eigi ekki  við kæruleysis hirðuleysið; að hafast ekkert að þegar leikið er á þjóðina svons augljóslega annaðhvort með glopunum sem stjórna eða þeir látnir halda að það sé best fyrir þjóðina.

Helga Kristjánsdóttir, 23.1.2022 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband