Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

ER ÚTREIKNINGUR VERÐTRYGGINGAR EITT MESTA SVINDL SÖGUNNAR???

Alveg frá því að ég hóf að greiða af fyrsta verðtryggða láninu sem ég tók (rétt eftir 1980), hugsaði ég með mér að það væri eitthvað að við verðtryggingarútreikningana en þá skorti mig þekkingu á fyrirbærinu til að geta fest hendur á því í hverju þessi villa lá.  Árið 1989 fór ég í nám í Noregi og það helsta sem ég varð áskynja þar var að VERÐTRYGGINGU  hafði aldrei verið minnst á þar og ekkert fann ég um hana í þarlendum bókum, né í Sænskum bókum eða Dönskum (enda kannski ekki að undra því mér skilst að verðtrygging sé hvergi þekkt fyrirbæri nema á Íslandi, Ísrael og Argentínu).  En í áðurtöldum löndum hefur verðbólga verið viðvarandi vandamál áratugum saman og segir okkur það fyrst og fremst að EFNAHAGSSTJÓRNUNIN í þessum löndum er ekki upp á marga fiska.  Eftir námið í Noregi kom ég aftur í verðtrygginguna á Íslandi (sem voru mín stærstu mistök en það  þýðir víst ekki endalaust að  vera að horfa í baksýnisspegilinn heldur verður maður víst að læra að lifa með mistökunum) og mér varð ekkert ágengt með að læra á „leyndardóma“  verðtryggingarinnar.  Það var ekki fyrr en ég hóf að kenna við framhaldsskóla á Stór Hafnarfjarðarsvæðinu og kenndi þá meðal annars verslunarreikning þar sem ágætlega var farið yfir verðtrygginguna og „eðli“ hennar (en ég komst að því seinna meir að  „eðlið“ var nokkuð skítlegt).  Þegar þarna var komið var ég orðinn verulega pirraður, því ég sá að hugsunin á bak við vertrygginguna var svosem allt í lagi en framkvæmdin var eitthvað meira en lítið skökk.Svo eftir kennsluna fór ég í önnur störf og vegna anna varð ég að leggja þessar „pælingar“ á ís og svo eftir HRUNIÐ hóf ég nám í Viðskiptafræði, sem ég var í, í fjarnámi og vegna aldurs og almennrar leti tók ég því mjög rólega og þegar upp var staðið tók það mig tíu ár að ljúka því námi.  Eftir námið fór ég að sinna ýmsu en alltaf var ég með verðtygginguna hangandi yfir mér.  Það var svo ekki fyrr en árið 2022 sem ég fór eitthvað að taka á henni af alvöru og  loksins um mitt árið 2022 áttaði ég mig á í hverju VILLAN VAR FÓLGIN.  Ég dreif í að  reikna þetta út og þessir útreikningar staðfestu grunsemdir mínar.  Villan fólst í því að GRUNNVÍSITALAN  ER NOTUÐ ÚT Í GEGN VIÐ ÚTREIKNING Á AFBORGUNUM  LÁNSINS ÞAR TIL ÞAÐ HEFUR VERIÐ GREITT UPP.  Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt nálgun, það á EINGÖNGU að notast við GRUNNVÍSITÖLUNA ÞEGAR FYRSTA AFBORGUN LÁNSINS ER REIKNUÐ  það gefur auga leið að við erum að greiða lánið til baka að FULLU þegar vísitalan er tekin með í reikninginn (það er að segja vísitala greiðslumánaðar/vísitölu síðasta greiðslumánaðar). ÞAR MEÐ Á ÚTREIKNINGURINN AÐ VERA EFTIRFARANDI:

 (FÖST AFBORGUN X (VÍSITALA GREIÐSU MÁNAÐAR/GRUNNVÍSITÖLU)) EFTIR ÞAÐ Á AÐ REIKNA

 (FASTA AFBORGUN X (VÍSITÖLU GREIÐSLUMÁNAÐAR/VÍSITÖLU SÍÐASTA GREIÐSLUMÁNAÐAR)).

Lausnin á vandanum var svo einföld að ég er hundfúll út í sjálfan mig fyrir að hafa ekki séð þetta fyrir löngu síðan.  Í staðinn fyrir að marfalda föstu afborgunina með vísitölu greiðslumánaðarins og deila síðan með vísitölu síðasta greiðslumánaðar, var föst mánaðargreiðsla margfölduð með vísitölu greiðslumánaðarins og síðan deilt með grunnvísitölunni, sama hvar í röðinni greiðslan var.  Þetta veldur MIKILLI SKEKKJU í útreikningum og er hægt að fullyrða að bankarnir, lífeyrissjóðirnir og aðrar lánastofnanir hafi OFTEKIÐ HUNDRUÐ MILLJARÐA KRÓNA í gegnum árin vegna þessara villu í útreikningunum eins og ég sýni fram á í útreikningum mínum.  Sama á við um alla útreikninga á gjaldi þar sem verðtrygging kemur við sögu svo sem húsaleigu.

 Verðtrygging- Útskýringar

 

 

 

 

 

Mynd 1. Útskýringar vegna verðtryggðra lána

 Verðtrygging-mism. afborgana ár 1

 

 

 

 

Mynd 2. Mismunur afborgana af verðtryggðu láni á 1. ári

 

Verðtrygging-mism. afborgana ár 5 

 

 

 

 

Mynd 3. Mismunur afborgana af verðtryggðu láni á 5. ári

Verðtrygging-mism. afborgana ár 10 

 

 

 

 

Mynd 4.  Mismunur afborgana af verðtryggðu láni á 10. ári

Verðtrygging-mism. afborgana ár 12 

 

 

 

 

Mynd 5.  Mismunur afborgana af verðtryggðu láni á 12. ári

 

 Verðtrygging-mism.húsaleigu dæmi

 

 

 

 

Mynd 6.  Mismunur á mánaðarlegri greiðslu húsaleigu á öðru ári samnings

 

ATH.: KLIKKIÐ Á MYNDIRNAR TIL AÐ STÆKKA ÞÆR.

Á þessum myndum sést vel hversu þungi afborgana af verðtryggðum lánum eykst gífurlega eftir því hversu líður á lánstímann. Í dæminu hér fyrir ofan er tekið dæmi um 10.000.000 lán til 25 ára og er greitt af því mánaðarlega, síðustu  gögn sem við höfum um þróun vísitölu eru fyrir árið 2022 og þá strax er mismunurinn orðin rúmlega 380.000 krónur eftir því hvor aðferðin er notuð og þá er aðeins búið að greiða TÆPLEGA helming afborgana.  Þá væri fróðlegt að skoða verðtryggt lán til 40 ára.

Þá sýndi ég einnig fram á hvernig útreikningi vegna verðtryggðrar húsaleigu væri háttað og hver mismunurinn væri, eftir því hvor aðferðin væri notuð.  Það sama gerist og með verðtryggða lánið að mismunurinn eykst eftir því sem lengra líður á samningstímann........


GEFUR 12,4 MILLJARÐA HAGNAÐUR TIL KYNNA AÐ TEKJUR ÞURFI AÐ AUKAST????

Því miður ég get ekki komið  auga á "NEYÐINA" sem félagið horfir fram á?  Það sem ég sé er ekkert annað  en stjórnlaus græðgi.  Það kemur fram að þeir telji sig þurfa að hækka leiguna vegna hækkunar fasteignamats. Hækkun á fasteignamati leiðir að sjálfsögðu til hækkunar fasteignagjalda og en í því árferði sem við búum við verður ekki annað séð en að hagnaðurinn hefði samt sem áður gert nokkuð mikið meira un að standa undir þeim kostnaðarauka sem verður við fasteignamatshækkunina.  Er kannski "NEYÐIN" að mestu leiti sú að ARÐSEMISKRÖFUR eigendanna eru of miklar????????


mbl.is Alma: „Nauðbeygð til að hækka leiguverð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞURFTI ALLAN ÞENNAN TÍMA TIL AÐ KOMAST AÐ ÞESSARI NIÐURSTÖÐU??

Ekki furða þótt allt sé á niðurleið á landinu ef enginn þorir að taka ákvörðun og standa við hana, sem ég held að sé stærsta vandamál okkar í dag.......


mbl.is Telja fullreynt að rekið verði kísilver í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GAMAN AÐ LESA SVONA OG SJÁ DRIFKRAFTINN SEM ER Í MÖRGU AF UNGA FÓLKINU OKKAR

Gott að vita af því þegar fólk er með drauma sem það virkilega trúir á og fylgir þeim eftir......


mbl.is Matarvagn eða nýjan BMW?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

WOW - ER SKYNSAMLEGT AÐ AUKA ÁHÆTTUNA MEÐ MEIRI TAPREKSTRI????

Erum við að horfa til þess að enn ein tilraunin til að reka hér annað flugfélag, sé að  fara í vaskinn, eins og hjónabandið hjá heita og kalda krananum?????????


mbl.is Vilja hækka flugið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"MENN KISSA ENDALAUST Á VÖNDINN"

Flokkast það ekki sem landráð að "selja" mikilvæga innviði landsins til erlendra aðila???????


mbl.is Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Ardian á Mílu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"EINS OG KÚKUR SEM STURTAST EKKI NIÐUR"........

Alltaf virðist hann koma aftur og virðist vera að það sé alveg nákvæmlega sama hvernig maðurinn hefur hagað sér og gert áratugum saman, þá virðist vera að maðurinn geti alltaf kjaftað fólk til.  En það verður ekki tekið af honum að hann er flugmælskur og hann á mjög auðvelt með að hrífa fólk með sér.  En þetta eru einmitt einkenni siðblindingja.  Það væri ekki úr vegi að rifja upp nokkur atriði úr sögu þessa manns:  Hann var einn af helstu forkólfum þess að "Fréttablaðið" fór af stað í núverandi mynd og mér skilst að hugmyndin hafi verið hans.  Þegar hugmyndin um "Fréttablaðið" var komin vel af stað tókst honum að sannfæra Jón Ásgeir og fleiri "viðskiptamógúla" um að það væri tilvalið að koma svona "fríblaði" af stað í Danmörku.  Þessi áform "floppuðu" algjörleg og með því minnkuðu möguleikar hans á því að komast í í "klíkuna" með Jóni Ásgeiri og fleirum.  Eftir ævintýrið í Danmörku kom hann til baka til landsins, með skottið á milli lappanna og "endurreisti" Fréttatímann.  Það ævintýri stóð í nokkra mánuði og endaði í gjaldþroti og það sem var alvarlegast var að starfsfólkið fékk ekki greidd laun síðustu mánuðina.  Þegar það varð alveg ljóst að Jón Ásgeir og félagar vildu ekkert með manninn hafa, gerðist hann stækur Sósíalisti með það að markmiði að berjast gegn "AUÐVALDINU" og með lítilmagnanum.  Hann stofnaði Sósíalistaflokkinn og tókst að fá nokkra til fylgis við sig (maðurinn er jú vel mælskur og sannfærandi) og nú stefnir hann á að flokkurinn fái sæti á Alþingi.  Í dag er ekki vitað hverjir koma til með að vera í framboði fyrir flokkinn, en ekki kæmi það á óvart að þar yrði hann sjálfur í framvarðasveitinni því ekki ætlar hann að lifa eins og einhver öreigi.  Finnst mönnum þessi maður mjög trúverðugur?  Ekki myndi ég kaupa notaðan bíl af þessum manni eða neitt annað.  En alltaf virðist þessi "talsmaður öreiganna" geta kjaftað fólk í að taka þátt í hverju ævintýrinu á fætur öðru.......

 


mbl.is Gunnar Smári í fjölmiðlarekstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MARGIR VILJA MEINA AÐ ÞAÐ HEFÐI SKAÐAÐ ORÐSPOR LANDSINS MUN MEIRA EF AF ÞESSUM VIÐSKIPTUM HEFÐI ORÐIÐ........

En það er kannski rétt að  velta því fyrir sér í tengslum við þetta mál, hvort "GLOBALISMINN" sé orðinn þannig í þjóðfélaginu, að menn haldi að þeim beri skylda til að  tala fyrir honum???????????


mbl.is Erlend fjárfesting í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÁRSREIKNINGAR ERU EKKI EITTHVAÐ "HEILAGT RIT" ÞAR SEM "ALLT" ER TEKI FRAM Í......

Eins og til dæmis kemur fram í ársreikningi fyrirtækis frá 2020, sem nýlega var selt.  Þar kom fram mikið rekstrartap og fyrirtækið var með verulega NEIKVÆÐA EIGINFJÁRSTÖÐU en samt sem áður var fyrirtækið "SELT" fyrir rúmlega 31 MILLJARÐ króna.  Ekki finnst nein skýring á þessu verði í ársreikningi??????


mbl.is Afkoma í sjávarútvegi ekki betri en í öðrum greinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐ HVAÐA LEYTI GAGNAST ÞESSI VIÐSKIPTI LANDINU????????

Að selja mikilvæga innviði út úr landinu, getur ekki verið að gagnist landi og þjóð mikið og verður ekki annað séð en að áhyggjur Samkeppniseftirlitsins (SKE) séu fullkomlega eðlilegar og ef eitthvað er þá eru þær full varfærnislega orðaða í andmælaskjali SKE.  Af þessu verður ekki annað séð en að Orri Hauksson ætli að leggjast "hundflatur" fyrir Frökkunum og gera ALLT sem hann mögulega getur til þess að af þessum viðskiptum geti orðið, jafnvel þótt hann þurfi allt að því að gefa þeim fyrirtækið...........


mbl.is Viðbrögð Samkeppniseftirlitsins komu á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband