ER ÚTREIKNINGUR VERÐTRYGGINGAR EITT MESTA SVINDL SÖGUNNAR???

Alveg frá því að ég hóf að greiða af fyrsta verðtryggða láninu sem ég tók (rétt eftir 1980), hugsaði ég með mér að það væri eitthvað að við verðtryggingarútreikningana en þá skorti mig þekkingu á fyrirbærinu til að geta fest hendur á því í hverju þessi villa lá.  Árið 1989 fór ég í nám í Noregi og það helsta sem ég varð áskynja þar var að VERÐTRYGGINGU  hafði aldrei verið minnst á þar og ekkert fann ég um hana í þarlendum bókum, né í Sænskum bókum eða Dönskum (enda kannski ekki að undra því mér skilst að verðtrygging sé hvergi þekkt fyrirbæri nema á Íslandi, Ísrael og Argentínu).  En í áðurtöldum löndum hefur verðbólga verið viðvarandi vandamál áratugum saman og segir okkur það fyrst og fremst að EFNAHAGSSTJÓRNUNIN í þessum löndum er ekki upp á marga fiska.  Eftir námið í Noregi kom ég aftur í verðtrygginguna á Íslandi (sem voru mín stærstu mistök en það  þýðir víst ekki endalaust að  vera að horfa í baksýnisspegilinn heldur verður maður víst að læra að lifa með mistökunum) og mér varð ekkert ágengt með að læra á „leyndardóma“  verðtryggingarinnar.  Það var ekki fyrr en ég hóf að kenna við framhaldsskóla á Stór Hafnarfjarðarsvæðinu og kenndi þá meðal annars verslunarreikning þar sem ágætlega var farið yfir verðtrygginguna og „eðli“ hennar (en ég komst að því seinna meir að  „eðlið“ var nokkuð skítlegt).  Þegar þarna var komið var ég orðinn verulega pirraður, því ég sá að hugsunin á bak við vertrygginguna var svosem allt í lagi en framkvæmdin var eitthvað meira en lítið skökk.Svo eftir kennsluna fór ég í önnur störf og vegna anna varð ég að leggja þessar „pælingar“ á ís og svo eftir HRUNIÐ hóf ég nám í Viðskiptafræði, sem ég var í, í fjarnámi og vegna aldurs og almennrar leti tók ég því mjög rólega og þegar upp var staðið tók það mig tíu ár að ljúka því námi.  Eftir námið fór ég að sinna ýmsu en alltaf var ég með verðtygginguna hangandi yfir mér.  Það var svo ekki fyrr en árið 2022 sem ég fór eitthvað að taka á henni af alvöru og  loksins um mitt árið 2022 áttaði ég mig á í hverju VILLAN VAR FÓLGIN.  Ég dreif í að  reikna þetta út og þessir útreikningar staðfestu grunsemdir mínar.  Villan fólst í því að GRUNNVÍSITALAN  ER NOTUÐ ÚT Í GEGN VIÐ ÚTREIKNING Á AFBORGUNUM  LÁNSINS ÞAR TIL ÞAÐ HEFUR VERIÐ GREITT UPP.  Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt nálgun, það á EINGÖNGU að notast við GRUNNVÍSITÖLUNA ÞEGAR FYRSTA AFBORGUN LÁNSINS ER REIKNUÐ  það gefur auga leið að við erum að greiða lánið til baka að FULLU þegar vísitalan er tekin með í reikninginn (það er að segja vísitala greiðslumánaðar/vísitölu síðasta greiðslumánaðar). ÞAR MEÐ Á ÚTREIKNINGURINN AÐ VERA EFTIRFARANDI:

 (FÖST AFBORGUN X (VÍSITALA GREIÐSU MÁNAÐAR/GRUNNVÍSITÖLU)) EFTIR ÞAÐ Á AÐ REIKNA

 (FASTA AFBORGUN X (VÍSITÖLU GREIÐSLUMÁNAÐAR/VÍSITÖLU SÍÐASTA GREIÐSLUMÁNAÐAR)).

Lausnin á vandanum var svo einföld að ég er hundfúll út í sjálfan mig fyrir að hafa ekki séð þetta fyrir löngu síðan.  Í staðinn fyrir að marfalda föstu afborgunina með vísitölu greiðslumánaðarins og deila síðan með vísitölu síðasta greiðslumánaðar, var föst mánaðargreiðsla margfölduð með vísitölu greiðslumánaðarins og síðan deilt með grunnvísitölunni, sama hvar í röðinni greiðslan var.  Þetta veldur MIKILLI SKEKKJU í útreikningum og er hægt að fullyrða að bankarnir, lífeyrissjóðirnir og aðrar lánastofnanir hafi OFTEKIÐ HUNDRUÐ MILLJARÐA KRÓNA í gegnum árin vegna þessara villu í útreikningunum eins og ég sýni fram á í útreikningum mínum.  Sama á við um alla útreikninga á gjaldi þar sem verðtrygging kemur við sögu svo sem húsaleigu.

 Verðtrygging- Útskýringar

 

 

 

 

 

Mynd 1. Útskýringar vegna verðtryggðra lána

 Verðtrygging-mism. afborgana ár 1

 

 

 

 

Mynd 2. Mismunur afborgana af verðtryggðu láni á 1. ári

 

Verðtrygging-mism. afborgana ár 5 

 

 

 

 

Mynd 3. Mismunur afborgana af verðtryggðu láni á 5. ári

Verðtrygging-mism. afborgana ár 10 

 

 

 

 

Mynd 4.  Mismunur afborgana af verðtryggðu láni á 10. ári

Verðtrygging-mism. afborgana ár 12 

 

 

 

 

Mynd 5.  Mismunur afborgana af verðtryggðu láni á 12. ári

 

 Verðtrygging-mism.húsaleigu dæmi

 

 

 

 

Mynd 6.  Mismunur á mánaðarlegri greiðslu húsaleigu á öðru ári samnings

 

ATH.: KLIKKIÐ Á MYNDIRNAR TIL AÐ STÆKKA ÞÆR.

Á þessum myndum sést vel hversu þungi afborgana af verðtryggðum lánum eykst gífurlega eftir því hversu líður á lánstímann. Í dæminu hér fyrir ofan er tekið dæmi um 10.000.000 lán til 25 ára og er greitt af því mánaðarlega, síðustu  gögn sem við höfum um þróun vísitölu eru fyrir árið 2022 og þá strax er mismunurinn orðin rúmlega 380.000 krónur eftir því hvor aðferðin er notuð og þá er aðeins búið að greiða TÆPLEGA helming afborgana.  Þá væri fróðlegt að skoða verðtryggt lán til 40 ára.

Þá sýndi ég einnig fram á hvernig útreikningi vegna verðtryggðrar húsaleigu væri háttað og hver mismunurinn væri, eftir því hvor aðferðin væri notuð.  Það sama gerist og með verðtryggða lánið að mismunurinn eykst eftir því sem lengra líður á samningstímann........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Neytendasamtökunum tókst ekki að fá þessu hnekkt, með útreikninga, þrátt fyrir að fara fyrir dómsstóla. Útreikningar þínir sýna miðað við hverja greiðslu en frá upphafi hefur verið takið staða lánsins og hún reiknuð upp, þannig hækkar lánið og greiðslan. Svínariíð er að það er einnig tekin vísitala á afborgun vaxta. Þannig að lánið hækkar sem nemur vísitölu og svo borgarðu líka fyrir hækkun vísitölu af vöxtum greiðslunnar, þannig að vextir eru einnig verðbættir. Lánveitandinn fær þannig höfuðstólinn alltaf á núvirði og getur einnig fengið vextina á núvirði. Hljómar ekki rétt.

Rúnar Már Bragason, 30.1.2023 kl. 10:51

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir innlitið Rúnar og áhugaverðar ábendingar.  Verðtryggingin er algjörlega greidd í topp samkvæmt mínum útreikningum hins vegar efast ég stórlega um að það standist stjórnarskrána, þegar verið er að "uppreikna eftirstöðvar lánsins".  Það er ansi margt í sambandi við verðtrygginguna sem þyrfti skoðunar við. Það er einn maður, hérna á blogginu, sem er sá maður sem ÞEKKIR verðtrygginguna út og inn, þessi maður heitir Guðbjörn Jónsson og ef menn vilja fræðast meira um þessi mál vil ég benda á að hafa samband við hann....

Jóhann Elíasson, 30.1.2023 kl. 11:40

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Jóhann, það er vel til fundið að benda á þetta og skýra.

Samkvæmt nýjustu útreikningum er staðan nú sú að verðtryggðar 50 milljónir að láni til húsnæðiskaupa verða að 700 milljónum á 40 árum, lánshupphæðin greiðist 14 sinnum til baka.

https://www.frettabladid.is/frettir/fimmtiu-milljona-lan-kostar-700-milljonir-a-fjorutiu-arum/

Mér gekk alltaf best að átta mig á þessu með því að hlust á menn eins  Axel Pétur, hann skýrði lánastarfsemi ríkisins út á mannamáli, en nú sýnist mér þetta vera orðið miklu svæsnara eftir að bankarnir tóku við keflinu.

https://www.youtube.com/watch?v=Q0s3Gb3_LyQ&t=27s

Magnús Sigurðsson, 30.1.2023 kl. 14:24

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir Magnús.  Það er alveg furðulegt, að mínu mati eins og þetta skiptir miklu máli fyrir alla landsmenn, hversu þetta vekur lita athygli ég geri mér bara ekki nokkra grein fyrir hver ástæðan getur verið?  Þetta er svosem ekki í fyrsta skipti sem ég bendi á eitthvað sem er meinsemd hjá okkur en alltaf eru undirtektirnar í algjöru lágmarki og fyrir neðan lágmark.  Ég er alvarlega farinn að íhuga hvort ég eigi ekki að endurskoða bloggið hjá mér.....

Jóhann Elíasson, 30.1.2023 kl. 14:45

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Rúnar Már Bragason. Neytendasamtökin hafa aldrei farið fyrir dómstóla með neitt sem snýr að verðtryggingu eða verðtryggðum lánum. Getur verið að þú sért að rugla þeim saman við Hagsmunasamtök heimilanna?

Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2023 kl. 14:59

6 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þakka þér fyrir þennan fróðleik. Væri ekki ráð að senda þetta erindi til Umboðsmann Alþingis? 

Sigurður I B Guðmundsson, 30.1.2023 kl. 15:01

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir að sýna þessu einhvern áhuga.Nei ætli það Sigurður, það virðist vera meiri áhugi fyrir þessu á Spáni heldur en hér á landi.......

Jóhann Elíasson, 30.1.2023 kl. 15:09

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigurður I B Guðmundsson. Ég mæli með að þú kynnir þér eftirfarandi:

Umboðsmaður Alþingis - Mál nr. 6460/2011

Landsréttur - Mál nr. 537/2019

Landsréttur - Mál nr. 161/2021

Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2023 kl. 15:16

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já það er margt undarlegt í kýrhausnum Jóhann, og svona mál eru vandmeðfarin í framsetningu, ef ein tala dæmunum þínum er röng þá ertu stimplaður sem ómarktækur rugludallur. En mér sýnist þú vera kominn með lögfræðing til að teygja lopa og drepa á dreif.

Hvort einhverjir fleiri koma hér inn með viti út úr þessu á ég ekkert endilega von á, held að húsbyggandinn sem ég var að vinna fyrir í morgunn hafi haft rétt fyrir sér þegar hann sagði; "nú er búið að setja allt í stand fyrir einn snúning til á fólki"  -og fór svo yfir verðtryggða óðaveðbólguna upp úr 1980, afföllin af húsbréfunum upp úr 1990 og endaði í hinu svo kallaða hruni.

Flestum hefur tekist að vera á röngu róli frá því vistarbandinu og leiguliðakerfinu lauk á 19. öld.

Magnús Sigurðsson, 30.1.2023 kl. 15:37

10 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Jóhann, þakka þér fyrir fróðlega grein þína.

Það væri vert fyrir þingmenn og helst þingflokka að fara ofaní saumana á þessu máli því það skiptir landsmenn miklu máli að hlutirnir séu rétt gerðir.

Hafi stjórnvöld hug á að gera hlutina rétt þá láta þau þetta mál til sín taka og vilja til að fá rétta niðurstöðu, en ekki bara sópa undir teppið eins og þeim hættir til þegar eitthvað óþægilegt kemur upp á yfirborðið. Þeim væri fengur í að fá þig í nefnd til að komast til botns í útreikningum verðtryggðra lána. Það er öllum kappsmál að hlutirnir séu réttir.

Lifðu heill og gangi þér vel.

Tómas Ibsen Halldórsson, 30.1.2023 kl. 15:59

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já Magnús ég hef heldur  betur fengið smjörþefinn af því sem þú nefndir þarna.  Þessi húsbyggjandi sem þú vannst fyrir í morgun veit greinilega hvað hann syngur, því "atlagan" að almenningi er þegar hafin og ég get ekki betur séð en að það eigi ekkert að hætta fyrr en búið er að leggja efnahag landsins alveg í rúst...... 

Jóhann Elíasson, 30.1.2023 kl. 16:47

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir athugasemdina Tómas.  Ráðmenn sem fjalla um þessi mál komast mjög vel af án mín en mér fyndist allt í lagi ð þeir færu yfir þá útreikninga sem voru gerði við upphaf verðtryggingarinnar og hafa verið í gangi síðan og athugi hvort ekki sé ástæða til að endurskoða þá eitthvað...

Jóhann Elíasson, 30.1.2023 kl. 16:54

13 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Það er rétt hjá þér Guðmundur ég er rugla saman þetta voru víst hagsmunasamtök heimilanna. Minnið sveik mig. Breytir því samt ekki að þeim tókst ekki að hnekkja hvernig þetta er reiknað út, því miður.

Rúnar Már Bragason, 30.1.2023 kl. 19:13

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Rúnar Már.

Nei því miður tókst okkur það ekki og var það þó fullreynt svo við það situr, nema lögum eða reglum þar að lútandi verði breytt. Þess vegna snýst baráttan ekki lengur um reikniaðferðir heldur að breyta lögum til að afnema heimildina til að verðtryggja lán til neytenda. Þegar (ekki ef!) tekst að afnema verðtryggingu lána til neytenda þurfum við ekki heldur að velta fyrir okkur reikniaðferðum verðbóta því þá væru þær úr sögunni.

Af þessu tilefni má líka nefna að allir neytendur hafa það nú sjálfir í hendi sér að afnema verðtryggingu úr lífi sínu með því að sniðganga verðtryggð lán eins og margir hafa gert undanfarin misseri og fjöldi fólks greitt eldri verðtryggð lán upp með nýjum óverðtryggðum lánum. Ef allir gerðu það myndi verðtrygging hverfa úr lánum neytenda.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2023 kl. 20:43

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Rúnar Már.

Því má bæta við að stærsti lærdómurinn sem við gátum dregið af öllum þessum málaferlum var að ástæðuna fyrir því að lánveitendur höfðu oftekið hundruðir milljarða af neytendum var ekki að rekja til rangra útreikninga á afborgunum lánanna, heldur útreikninga á lántökukostnaði og greiðsluáætlunum allt fram til ársins 2013. Með því að miða þá útreikninga við áætlun um 0% verðbólgu veittu þeir neytendum engar upplýsingar um áhrif verðtryggingar á hvaða fjárhæðir þyrfti að endurgreiða í formi verðbóta, hvorki miðað við raunverulega verðbólgu, dæmi um verðbólguspá, né nokkra verðbólgu yfir höfuð. Slík vanræksla á upplýsingaskyldu hefði átt að þýða að óheimilt hefði verið að innheimta verðbæturnar þar sem hvorki sá kostnaður né áætlun um hann kom fram í lánasamningunum. Lævís Hæstiréttur fann þó tæknilega leið til að leysa sökudólgana úr þeirri snöru, þvert gegn öllum öðrum sem höfðu úrskurðað um álitaefnið.

Stærsti lærdómurinn sem lánveitendur drógu af þessu öllu var sá að síðan 2013 hafa þeir passað sig að upplýsa um verðbótakostnaðinn svo að lánin séu (a.m.k. formlega) "lögleg".

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2023 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband